Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 09:39 Ríkisþing Georgíu í Atlanta þar sem repúblikanar fara með öll völd. Vísir/Getty Repúblikanar á ríkisþingi Georgíu í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem takmarkar enn rétt kvenna til þungunarrofs þar. Staðfesti ríkisstjórinn lögin eins og gert er ráð fyrir gæti þungunarrof verið ólöglegt strax í sjöttu viku meðgöngu í ríkinu. Í frumvarpinu er kveðið á um að þungunarrof sé ólöglegt eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Í frétt New York Times kemur fram að það geti gerst strax í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar. Frumvarpið fór naumlega í gegnum ríkisþingið þar sem repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum. Búist er við því að Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, skrifi undir lögin og staðfesti. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Ríkisstjórar í Mississippi og Kentucky hafa þegar staðfest sambærileg lög undanfarnar viku. Ríki eins og Flórída, Missouri, Ohio, Tennessee og Texas eru líkleg til að fylgja í kjölfarið á þessu ári. Dómstólar hafa hins vegar frestað gildistöku laganna í Kentucky og í Iowa og Norður-Dakóta töldu dómstólar lögin stríða gegn stjórnarskrá. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður dæmt að konur hafi rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Andstæðingar frumvarpanna saka flytjendur þeirra um að samþykkja þau gagngert til þess að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að taka málið fyrir aftur. Íhaldsmenn eru nú með meirihluta í dómnum eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo íhaldssama dómara á síðustu tveimur árum. Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Repúblikanar á ríkisþingi Georgíu í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem takmarkar enn rétt kvenna til þungunarrofs þar. Staðfesti ríkisstjórinn lögin eins og gert er ráð fyrir gæti þungunarrof verið ólöglegt strax í sjöttu viku meðgöngu í ríkinu. Í frumvarpinu er kveðið á um að þungunarrof sé ólöglegt eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Í frétt New York Times kemur fram að það geti gerst strax í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar. Frumvarpið fór naumlega í gegnum ríkisþingið þar sem repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum. Búist er við því að Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, skrifi undir lögin og staðfesti. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Ríkisstjórar í Mississippi og Kentucky hafa þegar staðfest sambærileg lög undanfarnar viku. Ríki eins og Flórída, Missouri, Ohio, Tennessee og Texas eru líkleg til að fylgja í kjölfarið á þessu ári. Dómstólar hafa hins vegar frestað gildistöku laganna í Kentucky og í Iowa og Norður-Dakóta töldu dómstólar lögin stríða gegn stjórnarskrá. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður dæmt að konur hafi rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Andstæðingar frumvarpanna saka flytjendur þeirra um að samþykkja þau gagngert til þess að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að taka málið fyrir aftur. Íhaldsmenn eru nú með meirihluta í dómnum eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo íhaldssama dómara á síðustu tveimur árum.
Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41