Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 14:16 Skoðanakannanir hafa bent til þess að Biden sé með mest fylgi mögulegra frambjóðenda í forvali demókrata. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og líklegur forsetaframbjóðandi demókratar, segist ekki telja að hann hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt þrátt fyrir ásakanir samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona Demókrataflokksins frá Nevada, sagði frá áreitni sem hún telur sig hafa orðið fyrir af hendi Biden árið 2014 í grein sem hún birti á föstudag. Þar segir hún að Biden hafi snert hana á óviðeigandi hátt og kysst hana aftan á höfuðið á kosningafundi. Talsmaður Biden hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann sagði að hvorki Biden né starfslið hans myndi eftir að atvikið hefði átt sér stað og að þau hafi aldrei orðið þess var að varaforsetinn hefði valdið Flores ónótum. Í dag birti Biden svo yfirlýsingu í eigin nafni þar sem hann gekkst ekki við ásökunum Flores en sagðist telja að hann hafi aldrei komið fram á óviðeigandi hátt í þúsundum skipta sem hann tók í höndina á fólki, faðmaði það, sýndi því alúð, stuðning eða huggun á fjórum áratugum í opinberum störfum. „Ef það er gefið í skyn að ég hafi gert það þá mun ég hlusta af virðingu en það var aldrei ætlun mín,“ segir í yfirlýsingunni sem Politico segir frá. Sagðist Biden jafnframt ætla að hlusta á upplifanir kvenna. Biden er talinn líklegur til afreka í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Búist hefur verið við því að hann geri það. Nokkrir frambjóðendur í forvalinu, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hafa þegar lýst því yfir að þeir trúi Flores.NEW: Statement from Joe Biden saying in all his years in public life, taking photos and giving hugs, “not once - never - did I believe I acted inappropriately. If it is suggested I did so, I will listen respectfully. But it was never my intention.” pic.twitter.com/P0OuFeWDXu— Matt Viser (@mviser) March 31, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og líklegur forsetaframbjóðandi demókratar, segist ekki telja að hann hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt þrátt fyrir ásakanir samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona Demókrataflokksins frá Nevada, sagði frá áreitni sem hún telur sig hafa orðið fyrir af hendi Biden árið 2014 í grein sem hún birti á föstudag. Þar segir hún að Biden hafi snert hana á óviðeigandi hátt og kysst hana aftan á höfuðið á kosningafundi. Talsmaður Biden hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann sagði að hvorki Biden né starfslið hans myndi eftir að atvikið hefði átt sér stað og að þau hafi aldrei orðið þess var að varaforsetinn hefði valdið Flores ónótum. Í dag birti Biden svo yfirlýsingu í eigin nafni þar sem hann gekkst ekki við ásökunum Flores en sagðist telja að hann hafi aldrei komið fram á óviðeigandi hátt í þúsundum skipta sem hann tók í höndina á fólki, faðmaði það, sýndi því alúð, stuðning eða huggun á fjórum áratugum í opinberum störfum. „Ef það er gefið í skyn að ég hafi gert það þá mun ég hlusta af virðingu en það var aldrei ætlun mín,“ segir í yfirlýsingunni sem Politico segir frá. Sagðist Biden jafnframt ætla að hlusta á upplifanir kvenna. Biden er talinn líklegur til afreka í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Búist hefur verið við því að hann geri það. Nokkrir frambjóðendur í forvalinu, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hafa þegar lýst því yfir að þeir trúi Flores.NEW: Statement from Joe Biden saying in all his years in public life, taking photos and giving hugs, “not once - never - did I believe I acted inappropriately. If it is suggested I did so, I will listen respectfully. But it was never my intention.” pic.twitter.com/P0OuFeWDXu— Matt Viser (@mviser) March 31, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24