Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. mars 2019 06:15 Líflegar umræður urðu á fundi Miðbæjarfélagsins í gær. Fréttablaðið/Ernir 239 rekstraraðilar í miðborginni mótmæla áformum um lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Þetta kom fram á blaðamannfundi Miðbæjarfélagsins í gær. Aðilar á vegum félagsins gengu á milli fyrirtækja og könnuðu hug rekstraraðila til málsins. Aðeins átta aðilar reyndust fylgjandi lokun fyrir bílaumferð, níu vildu ekki taka afstöðu opinberlega en ekki fengust svör frá 31. Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi, er einn þeirra sem stóðu að könnuninni. Hann viðurkennir að ekki sé um hávísindalega könnun að ræða en er ekki hissa á niðurstöðunum. „Þetta er þveröfugt við það sem núverandi meirihluti er ávallt að halda fram,“ segir Gunnar. Á fundinum kom fram mikil óánægja hjá verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum vegna skorts á samráði borgaryfirvalda. Það samráð sem hafi farið fram hafi verið sýndarmennska. „Er ekki samráð það að heyra sjónarmið þeirra sem eru með og á móti? Málið var að við máttum tjá okkur en það var búið að ákveða að loka. Þetta var sagt þarna niðri í Ráðhúsi,“ segir Gunnar. Í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum segir að sumarlokanir sem hófust árið 2011 hafi leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Heyrðist það sjónarmið hjá verslunareigendum bæði innan þess svæðis sem hefur verið lokað bílaumferð á sumrin og utan þess. Gunnar sem rekið hefur verslun á Laugavegi síðan 1972 segir að það þurfi að tala um hlutina út frá aðstæðum á Íslandi. „Ég hef alltaf sagt að Reykjavík sé bílaborg. Það sem gerir hana að bílaborg er veðrið, fámennið og lélegar almenningssamgöngur. Ég á tveggja ára myndaseríu sem sýnir hvernig gatan lítur út þegar hún er lokuð. Hún er gal, galtóm. Bílarnir koma með mannlífið og kúnnana.“ Nokkrir verslunareigendur, sem þó voru í miklum minnihluta, voru óhressir með þá neikvæðu ímynd sem sífellt væri verið að draga upp af miðbænum. Nokkuð heitar umræður sköpuðust um það en einnig voru uppi ásakanir um að verslunareigendur hefðu verið beittir óeðlilegum þrýstingi til að skrifa undir listann. Auðunn Árni Gíslason, eigandi Fríðu skartgripahönnuðar á Skólavörðustíg, var einn þeirra. „Við höfum svolitlar áhyggjur af þessari neikvæðu umræðu. Við erum ekki að taka afstöðu með eða á móti lokun en okkur finnst umræðan oft vera full neikvæð.“ Auðunn segist skilja sjónarmið þeirra sem berjist gegn lokun. „Það er ekki þannig að þetta séu andstæðar fylkingar. Við erum í sama liði að reyna að tala upp miðbæinn frekar en að tala hann niður.“ Varðandi meint samráðsleysi borgarinnar sagðist Auðunn ekki geta metið það. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þessi fundur muni jafnvel leiða til þess að þetta fari nú í pólitískar skotgrafir. Það er ekki að fara hjálpa okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
239 rekstraraðilar í miðborginni mótmæla áformum um lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Þetta kom fram á blaðamannfundi Miðbæjarfélagsins í gær. Aðilar á vegum félagsins gengu á milli fyrirtækja og könnuðu hug rekstraraðila til málsins. Aðeins átta aðilar reyndust fylgjandi lokun fyrir bílaumferð, níu vildu ekki taka afstöðu opinberlega en ekki fengust svör frá 31. Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi, er einn þeirra sem stóðu að könnuninni. Hann viðurkennir að ekki sé um hávísindalega könnun að ræða en er ekki hissa á niðurstöðunum. „Þetta er þveröfugt við það sem núverandi meirihluti er ávallt að halda fram,“ segir Gunnar. Á fundinum kom fram mikil óánægja hjá verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum vegna skorts á samráði borgaryfirvalda. Það samráð sem hafi farið fram hafi verið sýndarmennska. „Er ekki samráð það að heyra sjónarmið þeirra sem eru með og á móti? Málið var að við máttum tjá okkur en það var búið að ákveða að loka. Þetta var sagt þarna niðri í Ráðhúsi,“ segir Gunnar. Í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum segir að sumarlokanir sem hófust árið 2011 hafi leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Heyrðist það sjónarmið hjá verslunareigendum bæði innan þess svæðis sem hefur verið lokað bílaumferð á sumrin og utan þess. Gunnar sem rekið hefur verslun á Laugavegi síðan 1972 segir að það þurfi að tala um hlutina út frá aðstæðum á Íslandi. „Ég hef alltaf sagt að Reykjavík sé bílaborg. Það sem gerir hana að bílaborg er veðrið, fámennið og lélegar almenningssamgöngur. Ég á tveggja ára myndaseríu sem sýnir hvernig gatan lítur út þegar hún er lokuð. Hún er gal, galtóm. Bílarnir koma með mannlífið og kúnnana.“ Nokkrir verslunareigendur, sem þó voru í miklum minnihluta, voru óhressir með þá neikvæðu ímynd sem sífellt væri verið að draga upp af miðbænum. Nokkuð heitar umræður sköpuðust um það en einnig voru uppi ásakanir um að verslunareigendur hefðu verið beittir óeðlilegum þrýstingi til að skrifa undir listann. Auðunn Árni Gíslason, eigandi Fríðu skartgripahönnuðar á Skólavörðustíg, var einn þeirra. „Við höfum svolitlar áhyggjur af þessari neikvæðu umræðu. Við erum ekki að taka afstöðu með eða á móti lokun en okkur finnst umræðan oft vera full neikvæð.“ Auðunn segist skilja sjónarmið þeirra sem berjist gegn lokun. „Það er ekki þannig að þetta séu andstæðar fylkingar. Við erum í sama liði að reyna að tala upp miðbæinn frekar en að tala hann niður.“ Varðandi meint samráðsleysi borgarinnar sagðist Auðunn ekki geta metið það. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þessi fundur muni jafnvel leiða til þess að þetta fari nú í pólitískar skotgrafir. Það er ekki að fara hjálpa okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent