Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Staðarskála Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 10:51 Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Hrútafirði, þvert á það sem rekstraraðilar Staðarskála héldu fram í þættinum Um land allt sem sýndur var á Stöð 2 í gær. „Þetta er náttúrlega bara della,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga, í samtali við Vísi en hún rekur Facebook-síðuna Matur fortíðarinnar þar sem þessar fullyrðingar eigenda Staðarskála voru teknar fyrir. Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, rakti nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskálans en Einar sagði að á sínum tíma hafi starfsstúlka að nafni Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir hefði komið frá Ameríku tilkynnt þeim í Staðarskála að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni. Þetta á að hafa gerst í júní árið 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Einar var reyndar spurður í þættinum hvort að enginn í Reykjavík hafi verið fyrri til. Einar sagðist ekki geta fullyrt um það en sagði þá að Staðarskáli hefði allavega verið sá fyrsti til að selja hamborgara á landsbyggðinni.Nanna Rögnvaldardóttir.Vísir/Björn„Það var farið að selja hamborgara um miðjan sjötta áratuginn í Reykjavík og í Keflavík fyrr. Ég veit ekki hvort þeir voru hér á stríðsárunum en þetta fylgdi hernum upphaflega,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Í Biðskýlinu við Hafnargötu í Keflavík var boðið upp á hamborgara árið 1954 og í Kjörrestaurati á Hvítarbökkum í Borgarfirði fengust hamborgarar árið 1956. Nanna segir þó nokkrar sjoppur og veitingastaði hér á landi hafa boðið upp á hamborgara upp úr 1955 og 1956. „Staðarskálinn var ekki einu sinni fyrsti veitingastaðurinn á leiðinni út á land þar sem hægt var að fá hamborgara,“ segir Nanna og vísar þar til Kjörrestaurati í Borgarfirði. Eftir grúsk á timarit.is fann Nanna pistil þar sem kvartað er fyrir verðlagi á hamborgurum á Kjörbarnum í Reykjavík árið 1956. Þar kostaði hamborgari með mjólkurglasi og kartöflum 13 krónur og 50 aura. Í annarri grein frá árinu 1958 var kvartað undan því hversu mikið unglingar í Reykjavík héldu til sjoppum þar sem þeir borðuðu hamborgara og drukku mjólk með. Nanna segir vel skiljanlegt að fólk ruglist í þessu þegar kemur að því að rekja hvar fyrsti rétturinn var seldur því ekki sé svo mikið af heimildum til um þennan þátt matarsögu Íslendinga. Ýmis matur fylgdi hernámi Breta og Bandaríkjamanna hér á landi á síðustu öld. Mánuði eftir að Bretarnir komu hingað til lands árið 1940 var fyrsti Fish&Chips-staðurinn opnaður og fylgdi ýmis varningur bandaríska hernum. Einu sinni var... Húnaþing vestra Matur Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Sjá meira
Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Hrútafirði, þvert á það sem rekstraraðilar Staðarskála héldu fram í þættinum Um land allt sem sýndur var á Stöð 2 í gær. „Þetta er náttúrlega bara della,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga, í samtali við Vísi en hún rekur Facebook-síðuna Matur fortíðarinnar þar sem þessar fullyrðingar eigenda Staðarskála voru teknar fyrir. Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, rakti nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskálans en Einar sagði að á sínum tíma hafi starfsstúlka að nafni Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir hefði komið frá Ameríku tilkynnt þeim í Staðarskála að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni. Þetta á að hafa gerst í júní árið 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Einar var reyndar spurður í þættinum hvort að enginn í Reykjavík hafi verið fyrri til. Einar sagðist ekki geta fullyrt um það en sagði þá að Staðarskáli hefði allavega verið sá fyrsti til að selja hamborgara á landsbyggðinni.Nanna Rögnvaldardóttir.Vísir/Björn„Það var farið að selja hamborgara um miðjan sjötta áratuginn í Reykjavík og í Keflavík fyrr. Ég veit ekki hvort þeir voru hér á stríðsárunum en þetta fylgdi hernum upphaflega,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Í Biðskýlinu við Hafnargötu í Keflavík var boðið upp á hamborgara árið 1954 og í Kjörrestaurati á Hvítarbökkum í Borgarfirði fengust hamborgarar árið 1956. Nanna segir þó nokkrar sjoppur og veitingastaði hér á landi hafa boðið upp á hamborgara upp úr 1955 og 1956. „Staðarskálinn var ekki einu sinni fyrsti veitingastaðurinn á leiðinni út á land þar sem hægt var að fá hamborgara,“ segir Nanna og vísar þar til Kjörrestaurati í Borgarfirði. Eftir grúsk á timarit.is fann Nanna pistil þar sem kvartað er fyrir verðlagi á hamborgurum á Kjörbarnum í Reykjavík árið 1956. Þar kostaði hamborgari með mjólkurglasi og kartöflum 13 krónur og 50 aura. Í annarri grein frá árinu 1958 var kvartað undan því hversu mikið unglingar í Reykjavík héldu til sjoppum þar sem þeir borðuðu hamborgara og drukku mjólk með. Nanna segir vel skiljanlegt að fólk ruglist í þessu þegar kemur að því að rekja hvar fyrsti rétturinn var seldur því ekki sé svo mikið af heimildum til um þennan þátt matarsögu Íslendinga. Ýmis matur fylgdi hernámi Breta og Bandaríkjamanna hér á landi á síðustu öld. Mánuði eftir að Bretarnir komu hingað til lands árið 1940 var fyrsti Fish&Chips-staðurinn opnaður og fylgdi ýmis varningur bandaríska hernum.
Einu sinni var... Húnaþing vestra Matur Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Sjá meira
Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45