Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. mars 2019 07:15 Hjálparstarfsfólk fylgir íbúum í skjól á flugvelli í Beira. Nordicphotos/AFP Mósambík Tala látinna í Mósambík, Simbabve og Malaví hækkar enn eftir að hitabeltislægðin Idai gekk á land síðasta fimmtudag. Staðan þykir verst í Mósambík, þar sem stormurinn gekk á land, en stjórnvöld greindu í gær frá því að rúmlega 200 dauðsföll hefðu nú verið staðfest. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því að alls hefði stormurinn bitnað á rúmlega 2,6 milljónum íbúa á svæðinu. Helsta hættan stafar nú af flóðum en vindur olli einnig töluverðu tjóni. Mældist 47 metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land. Samkvæmt Rauða krossinum gengur enn erfiðlega að komast að íbúum í neyð enda vegir stórskemmdir og heilu þorpin á floti. Talið er að 400.000 hið minnsta hafi misst heimili sín í hamförunum. „Þetta er versta neyðarástand í sögu Mósambík,“ sagði Jamie LeSueur, sem stýrir björgunarverkefni Rauða krossins í hafnarborginni Beira, við Reuters. Borgin varð einna verst úti í storminum og flóðvatn víða margir metrar á dýpt. Þá sagði LeSueur enn fremur að líklega myndi tala látinna hækka.Byggð í úthverfi Beira úr lofti. Ástandið er afar slæmt, hundruð hafa farist og flóðin eru mikil.Nordicphotos/AFPBlaðamaður BBC í Beira sagði frá því að íbúar í Beira væru án matar, skjóls og klæða. Neyðin væri því mikil en í ljósi aðstæðna berst hún seint og illa. „Ég hef ekkert. Ég hef misst allt. Við höfum engan mat. Ég er ekki einu sinni með teppi. Við þurfum hjálp,“ hafði blaðamaðurinn eftir konu í bænum Manhava. Búist er við frekara votviðri og er því enn hætta á meira tjóni. Samkvæmt sama miðli eru uppi spurningar um hvort stjórnvöld í Mósambík hefðu átt að vera betur undirbúin fyrir hamfarir sem þessar. Árið 2000 fórust hundruð í miklum flóðum og þrátt fyrir þá reynslu finnist mörgum stjórnvöld ekki hafa lært nóg til að takast á við næstu hamfarir. Filipe Nyusi forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Mósambík. En víðar er syrgt. Í Simbabve stendur opinber tala látinna í 98 en hundraða er enn saknað. Africa News greindi frá því að Tansanía hefði styrkt Mósambík, Simbabve og Malaví vegna hamfaranna og sent 214 tonn af matvælum sem og 24 tonn af lyfjum og öðrum nauðsynlegum heilbrigðisvörum. Þá hafa bæði Suður-Afríka og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sett af stað safnanir í von um að fá almenning til að styðja við hjálparstarf í löndunum þremur. Evrópusambandið hefur aukinheldur styrkt ríkin þrjú um 3,5 milljónir evra. Malaví Mósambík Simbabve Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Mósambík Tala látinna í Mósambík, Simbabve og Malaví hækkar enn eftir að hitabeltislægðin Idai gekk á land síðasta fimmtudag. Staðan þykir verst í Mósambík, þar sem stormurinn gekk á land, en stjórnvöld greindu í gær frá því að rúmlega 200 dauðsföll hefðu nú verið staðfest. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því að alls hefði stormurinn bitnað á rúmlega 2,6 milljónum íbúa á svæðinu. Helsta hættan stafar nú af flóðum en vindur olli einnig töluverðu tjóni. Mældist 47 metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land. Samkvæmt Rauða krossinum gengur enn erfiðlega að komast að íbúum í neyð enda vegir stórskemmdir og heilu þorpin á floti. Talið er að 400.000 hið minnsta hafi misst heimili sín í hamförunum. „Þetta er versta neyðarástand í sögu Mósambík,“ sagði Jamie LeSueur, sem stýrir björgunarverkefni Rauða krossins í hafnarborginni Beira, við Reuters. Borgin varð einna verst úti í storminum og flóðvatn víða margir metrar á dýpt. Þá sagði LeSueur enn fremur að líklega myndi tala látinna hækka.Byggð í úthverfi Beira úr lofti. Ástandið er afar slæmt, hundruð hafa farist og flóðin eru mikil.Nordicphotos/AFPBlaðamaður BBC í Beira sagði frá því að íbúar í Beira væru án matar, skjóls og klæða. Neyðin væri því mikil en í ljósi aðstæðna berst hún seint og illa. „Ég hef ekkert. Ég hef misst allt. Við höfum engan mat. Ég er ekki einu sinni með teppi. Við þurfum hjálp,“ hafði blaðamaðurinn eftir konu í bænum Manhava. Búist er við frekara votviðri og er því enn hætta á meira tjóni. Samkvæmt sama miðli eru uppi spurningar um hvort stjórnvöld í Mósambík hefðu átt að vera betur undirbúin fyrir hamfarir sem þessar. Árið 2000 fórust hundruð í miklum flóðum og þrátt fyrir þá reynslu finnist mörgum stjórnvöld ekki hafa lært nóg til að takast á við næstu hamfarir. Filipe Nyusi forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Mósambík. En víðar er syrgt. Í Simbabve stendur opinber tala látinna í 98 en hundraða er enn saknað. Africa News greindi frá því að Tansanía hefði styrkt Mósambík, Simbabve og Malaví vegna hamfaranna og sent 214 tonn af matvælum sem og 24 tonn af lyfjum og öðrum nauðsynlegum heilbrigðisvörum. Þá hafa bæði Suður-Afríka og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sett af stað safnanir í von um að fá almenning til að styðja við hjálparstarf í löndunum þremur. Evrópusambandið hefur aukinheldur styrkt ríkin þrjú um 3,5 milljónir evra.
Malaví Mósambík Simbabve Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira