Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. mars 2019 06:45 Verjendur við munnlegan málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í skaða- og miskabætur vegna sýknudómsins sem féll síðastliðið haust í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Með vísan til þess að um fordæmalaust mál er að ræða í íslenskri réttarsögu, er ekki hlaupið að því fyrir samningsaðila að gera sér í hugarlund hvernig bótamálið yrði dæmt af dómstólum. Þrír hinna sýknuðu eru enn á lífi, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason. Þeir eiga allir stjórnarskrárvarinn hlutlægan bótarétt vegna frelsisskerðingar að ósekju. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að sáttum verði náð við þá og einnig aðstandendur Sævars Marinós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir. Tveir dómar sem vísað hefur verið til sem fordæma um bótagreiðslur eru annars vegar svokallað Vegasmál Sigurþórs Arnarsonar sem dæmdar voru bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur 2015. Hann var sakfelldur árið 1993 fyrir að verða manni að bana á veitingastaðnum Vegas og sat í fangelsi í 15 og hálfan mánuð. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Honum voru dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015 í skaða- og miskabætur. Dómurinn varpar nokkru ljósi á túlkun lagaákvæða sem tekið hafa breytingum, til dæmis um aukinn bótarétt. Hins vegar er litið til dóms Hæstaréttar í bótamáli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi á árunum 1976-1977 vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns. Í dóminum var meðal annars vísað til óforsvaranlegra húsakynna Síðumúlafangelsis og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar. Miskabætur sem mönnunum voru dæmdar jafngiltu verðmæti einbýlishúss á þeim tíma þegar dómur féll árið 1983 og nema á núvirði að teknu tilliti til verðlagsbreytinga rúmum 23 milljónum, um það bil 224 þúsund krónum fyrir hvern dag. Samkvæmt heimildum blaðsins lagði einn viðsemjenda sáttanefndarinnar útreikning bóta á grundvelli þessa fordæmis fyrir nefndina, auk útreiknings bóta fyrir missi atvinnutekna. Ekki heyrðist frá nefndinni um nokkurra vikna skeið eftir að fyrrnefndir útreikningar voru lagðir fyrir hana en ljóst er að niðurstaða útreikninganna hleypur á hundruðum milljóna í tilviki flestra hinna sýknuðu. Útreikningarnir taka ekki til annarra bóta sem komið gætu til, þar á meðal skaðabætur vegna missis atvinnutekna meðan á frelsissviptingu stóð og eftir atvikum einnig eftir að afplánun lauk með vísan til mannorðsmissis hinna dómfelldu í kjölfar málsins. Með vísan til þess að fólkið sat inni allt frá 6 mánuðum til rúmlega 8 ára er ljóst að bætur fyrir missi atvinnutekna gætu einnig orðið umtalsverðar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í skaða- og miskabætur vegna sýknudómsins sem féll síðastliðið haust í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Með vísan til þess að um fordæmalaust mál er að ræða í íslenskri réttarsögu, er ekki hlaupið að því fyrir samningsaðila að gera sér í hugarlund hvernig bótamálið yrði dæmt af dómstólum. Þrír hinna sýknuðu eru enn á lífi, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason. Þeir eiga allir stjórnarskrárvarinn hlutlægan bótarétt vegna frelsisskerðingar að ósekju. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að sáttum verði náð við þá og einnig aðstandendur Sævars Marinós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir. Tveir dómar sem vísað hefur verið til sem fordæma um bótagreiðslur eru annars vegar svokallað Vegasmál Sigurþórs Arnarsonar sem dæmdar voru bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur 2015. Hann var sakfelldur árið 1993 fyrir að verða manni að bana á veitingastaðnum Vegas og sat í fangelsi í 15 og hálfan mánuð. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Honum voru dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015 í skaða- og miskabætur. Dómurinn varpar nokkru ljósi á túlkun lagaákvæða sem tekið hafa breytingum, til dæmis um aukinn bótarétt. Hins vegar er litið til dóms Hæstaréttar í bótamáli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi á árunum 1976-1977 vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns. Í dóminum var meðal annars vísað til óforsvaranlegra húsakynna Síðumúlafangelsis og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar. Miskabætur sem mönnunum voru dæmdar jafngiltu verðmæti einbýlishúss á þeim tíma þegar dómur féll árið 1983 og nema á núvirði að teknu tilliti til verðlagsbreytinga rúmum 23 milljónum, um það bil 224 þúsund krónum fyrir hvern dag. Samkvæmt heimildum blaðsins lagði einn viðsemjenda sáttanefndarinnar útreikning bóta á grundvelli þessa fordæmis fyrir nefndina, auk útreiknings bóta fyrir missi atvinnutekna. Ekki heyrðist frá nefndinni um nokkurra vikna skeið eftir að fyrrnefndir útreikningar voru lagðir fyrir hana en ljóst er að niðurstaða útreikninganna hleypur á hundruðum milljóna í tilviki flestra hinna sýknuðu. Útreikningarnir taka ekki til annarra bóta sem komið gætu til, þar á meðal skaðabætur vegna missis atvinnutekna meðan á frelsissviptingu stóð og eftir atvikum einnig eftir að afplánun lauk með vísan til mannorðsmissis hinna dómfelldu í kjölfar málsins. Með vísan til þess að fólkið sat inni allt frá 6 mánuðum til rúmlega 8 ára er ljóst að bætur fyrir missi atvinnutekna gætu einnig orðið umtalsverðar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira