22 ára þýskur pílari fær að mæta átrúnaðargoðinu sínu í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 16:00 Raymond van Barneveld og Michael van Gerwen. Getty/Bryn Lennon Það eru ekki allir sem fá tækifæri að mæta átrúnaðargoði sínu á stóra sviðinu en ungur Þjóðverji fær að lifa þann draum sinn í Berlín í kvöld. Sjöunda umferðin í úrvalsdeildinni í pílu fer fram í Berlín í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. Páll Sævar Guðjónsson mætir og lýsir spennandi kvöldi. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Heimamenn munu örugglega fylgjast sérstaklega með hinum 22 ára gamla Max Hopp sem verður sjöundi áskorandinn sem fær að reyna sig á móti þeim bestu. Úrvalsdeildin í pílu er deildarkeppni milli níu bestu pílukastara heims en í hverri viku kemur inn áskorandi sem fær að spila við einn af þessum níu toppmönnum. Úrvalsdeildin er deildarkeppni þar sem píluspilarar fá tvö stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli."When I started out, the first set of darts I bought were Raymond’s so it will be a dream come true to play him in front of a home crowd." Max Hopp is relishing the prospect of facing his 'childhood idol' Raymond van Barneveld in Berlin on Thursday.https://t.co/LtqT6hs404pic.twitter.com/wiEIdsOyNe — PDC Darts (@OfficialPDC) March 20, 2019Áskorandi kvöldsins er eins og áður sagði Þjóðverjinn Max Hopp. Max Hopp er besti þýski pílarinn í dag og komst í undanúrslit á Evrópumótinu á síðasta ári. Hann er því efni í framtíðarstjörnu. „Ég er svo spenntur að fá að keppa fyrir framan mitt fólk, á heimavelli og á móti hinum goðsagnakennda Raymond van Barneveld,“ sagði Max Hopp. „Raymond hefur alltaf verið átrúnaðargoðið mitt. Fyrstu pílurnar sem ég keypti voru hans pílur og það er því draumur að rætast fyrir mig að fá keppa við hann á mínum heimavelli,“ sagði Hopp.Max Hopp.Getty/Charlie CrowhurstMichael van Gerwen náði aftur toppsætinu með sigri á Gerwyn Price í Nottingham í síðustu viku og hann mætir Daryl Gurney í kvöld. Gerwyn Price tapaði þar sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í ár en fær tækifæri til að bæta fyrir það á móti Rob Cross. Það verður hins vegar ekki auðvelt verkefni fyrir Gerwyn Price því Rob Cross er við hliðina á Van Gerwen og fór líka í undanúrslitin í fyrra. James Wade er í þriðja sæti og mætir Peter Wright sem er í fjórða sætinu. Í síðasta leik kvöldsins mætast síðan Michael Smith og Mensur Suljovic en þeir þurfa báðir sigur í baráttunni á botninum.PUNDITS PREDICT! Our six pundits have submitted their predictions for Night Seven of the @Unibet Premier League.@DanDartsDawson is the leader of the pack after Night Six, and he thinks we might see a few draws in Berlin.https://t.co/56MlxlN9hUpic.twitter.com/HKNVoERifb — PDC Darts (@OfficialPDC) March 20, 2019Viðureignir kvöldsins eru:(Keppnin fer fram í Mercedes-Benz Arena í Berlín) Gerwyn Price á móti Rob Cross James Wade á móti Peter Wright Michael van Gerwen á móti Daryl Gurney Michael Smith á móti Mensur Suljovic Max Hopp á móti Raymond van BarneveldStaðan eftir sex umferðir er: 1. Michael Van Gerwen 9 stig 2. Rob Cross 9 stig 3. James Wade 7 stig 4. Peter Wright 7 stig 5. Gerwyn Price 7 stig 6. Mensur Suljovic 6 stig 7. Michael Smith 5 stig 8. Daryl Gurney 5 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig Efstu fjórir spilararnir eftir sextán umferðir tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í O2 höllinni í London 23. maí næstkomandi. 28. mars mun hins vegar fækka um einn í keppninni en þá dettur sá út sem er í síðasta sæti. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Það eru ekki allir sem fá tækifæri að mæta átrúnaðargoði sínu á stóra sviðinu en ungur Þjóðverji fær að lifa þann draum sinn í Berlín í kvöld. Sjöunda umferðin í úrvalsdeildinni í pílu fer fram í Berlín í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. Páll Sævar Guðjónsson mætir og lýsir spennandi kvöldi. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Heimamenn munu örugglega fylgjast sérstaklega með hinum 22 ára gamla Max Hopp sem verður sjöundi áskorandinn sem fær að reyna sig á móti þeim bestu. Úrvalsdeildin í pílu er deildarkeppni milli níu bestu pílukastara heims en í hverri viku kemur inn áskorandi sem fær að spila við einn af þessum níu toppmönnum. Úrvalsdeildin er deildarkeppni þar sem píluspilarar fá tvö stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli."When I started out, the first set of darts I bought were Raymond’s so it will be a dream come true to play him in front of a home crowd." Max Hopp is relishing the prospect of facing his 'childhood idol' Raymond van Barneveld in Berlin on Thursday.https://t.co/LtqT6hs404pic.twitter.com/wiEIdsOyNe — PDC Darts (@OfficialPDC) March 20, 2019Áskorandi kvöldsins er eins og áður sagði Þjóðverjinn Max Hopp. Max Hopp er besti þýski pílarinn í dag og komst í undanúrslit á Evrópumótinu á síðasta ári. Hann er því efni í framtíðarstjörnu. „Ég er svo spenntur að fá að keppa fyrir framan mitt fólk, á heimavelli og á móti hinum goðsagnakennda Raymond van Barneveld,“ sagði Max Hopp. „Raymond hefur alltaf verið átrúnaðargoðið mitt. Fyrstu pílurnar sem ég keypti voru hans pílur og það er því draumur að rætast fyrir mig að fá keppa við hann á mínum heimavelli,“ sagði Hopp.Max Hopp.Getty/Charlie CrowhurstMichael van Gerwen náði aftur toppsætinu með sigri á Gerwyn Price í Nottingham í síðustu viku og hann mætir Daryl Gurney í kvöld. Gerwyn Price tapaði þar sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í ár en fær tækifæri til að bæta fyrir það á móti Rob Cross. Það verður hins vegar ekki auðvelt verkefni fyrir Gerwyn Price því Rob Cross er við hliðina á Van Gerwen og fór líka í undanúrslitin í fyrra. James Wade er í þriðja sæti og mætir Peter Wright sem er í fjórða sætinu. Í síðasta leik kvöldsins mætast síðan Michael Smith og Mensur Suljovic en þeir þurfa báðir sigur í baráttunni á botninum.PUNDITS PREDICT! Our six pundits have submitted their predictions for Night Seven of the @Unibet Premier League.@DanDartsDawson is the leader of the pack after Night Six, and he thinks we might see a few draws in Berlin.https://t.co/56MlxlN9hUpic.twitter.com/HKNVoERifb — PDC Darts (@OfficialPDC) March 20, 2019Viðureignir kvöldsins eru:(Keppnin fer fram í Mercedes-Benz Arena í Berlín) Gerwyn Price á móti Rob Cross James Wade á móti Peter Wright Michael van Gerwen á móti Daryl Gurney Michael Smith á móti Mensur Suljovic Max Hopp á móti Raymond van BarneveldStaðan eftir sex umferðir er: 1. Michael Van Gerwen 9 stig 2. Rob Cross 9 stig 3. James Wade 7 stig 4. Peter Wright 7 stig 5. Gerwyn Price 7 stig 6. Mensur Suljovic 6 stig 7. Michael Smith 5 stig 8. Daryl Gurney 5 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig Efstu fjórir spilararnir eftir sextán umferðir tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í O2 höllinni í London 23. maí næstkomandi. 28. mars mun hins vegar fækka um einn í keppninni en þá dettur sá út sem er í síðasta sæti.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti