Sport

Gunnar Nelson fellur niður styrkleikalistann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum.
Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum. vísir/getty
Gunnar Nelson fellur um eitt sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC eftir tapið gegn Leon Edwards á UFC-bardagakvöldinu í Lundúnum um síðustu helgi.

Gunnar var í þrettánda sæti fyrir bardagann en er nú í fjórtánda sæti eftir að tapa á klofnum dómaraúrskurði þar sem einn dómaranna vildi meina að Gunnar hefði unnið en hinir tveir dæmdu Edwards í hag.

Bretinn stendur í stað þrátt fyrir sigurinn og er áfram í tíunda sæti en Jorge Masvidal sem kom öllum á óvart og rotaði Darren Till í aðalbardaga kvöldsins er hástökkvarinn. Hann fer úr ellefta sæti í það fimmta eða upp um sex sæti.

Darren Till fellur aftur á móti um fjögur sæti úr þriðja niður í það sjöunda eftir að vera rotaður af Bandaríkjamanninum Masvidal í annarri lotu á laugardagskvöldið.

Tyrone Woodley er áfram í fyrsta sæti listans og Colby Covington í öðru sæti en Stephen Thompson fer upp í það þriðja. Allir eru þeir á eftir meistaranum Kamaru Usman.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson: Þetta er glatað

Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld.

Kavanagh: Líður ömurlega

John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær.

Eitt skref til baka hjá Gunnari

Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×