Fékk húsnæði undir Bergið á dánardegi sonar síns Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 23. mars 2019 12:15 Sigurþóra Bergsdóttir. Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum. Hún dreif sig af stað, hringdi í mann og annan, hóf að safna peningum og í dag er draumur hennar að rætast. Bergur Snær sonur hennar var 19 ára gamall þegar hann svipti sig lífi fyrir þremur árum. Sigurþóra telur að skömm vegna kynferðisofbeldis á unglingsárum hafi orðið honum að aldurtila. Og nú í vikunni, á dánardegi Bergs Snæs, þremur árum síðar settist hún niður og skrifaði undir leigusamning fyrir Bergið á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Þar hyggst hún ásamt öflugu liði fagfólks hjálpa ráðvilltu ungu fólki að finna sína leið í tilverunni. „Ótrúleg og falleg,“ segir Sigurþóra í samtali við Vísi um viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir að hún upplýsti að húsnæðið fyrir Bergið væri í höfn. Hún auglýsti á Facebook eftir fjármagni, húsgögnum og sjálfboðaliðum og situr nú sveitt við að svara fólki sem vill rétta fram hjálp sína. „Viðbrögðin hljóta að endurspegla hve þörfin fyrir svona ungmennasetur er mikil,“ segir hún. Sigurþóra er meðal viðmælenda í lokaþætti af „Viltu í alvöru deyja“ á Stöð 2 annað kvöld. Í myndbrotinu sem hér fylgir segir Sigurþóra frá því að hún telji það hafa verið mistök að þvinga Berg Snæ til að segja frá kynferðisofbeldinu sem hann varð fyrir sem unglingur. Skömmin hafi verið honum of þungbær. Lokaþátturinn í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:40, annað kvöld, sunnudag. Í þættinum ræðir Lóa Pind við aðstandendur fólks sem hefur svipt sig lífi en einnig við unga stúlku sem stóð á barmi sjálfsvígs á síðasta ári, en hætti við á elleftu stundu og bjargaðist. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Tengdar fréttir Þjökuð af samviskubiti eftir síðasta símtalið Halla Björg Albertsdóttir er 28 ára gömul fjögurra barna móðir sem hefur mátt reyna ýmislegt á sinni stuttu ævi. 9. mars 2019 16:45 Fyrirfór sér morguninn sem þau áttu að flytja í nýju íbúðina Það var laugardagsmorgunn í maí árið 2005. Hefði átt að vera hamingjuríkur dagur í lífi ungrar fjölskyldu í Reykjavík. 10. mars 2019 14:45 Hafði aldrei komið í íbúð pabba síns Erla Hlynsdóttir var einkadóttir föður síns en hann svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. Hann skildi eftir sig skýr fyrirmæli um hvernig brotthvarfi hans úr þessum heimi skyldi háttað. 16. mars 2019 18:23 Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Sjá meira
Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum. Hún dreif sig af stað, hringdi í mann og annan, hóf að safna peningum og í dag er draumur hennar að rætast. Bergur Snær sonur hennar var 19 ára gamall þegar hann svipti sig lífi fyrir þremur árum. Sigurþóra telur að skömm vegna kynferðisofbeldis á unglingsárum hafi orðið honum að aldurtila. Og nú í vikunni, á dánardegi Bergs Snæs, þremur árum síðar settist hún niður og skrifaði undir leigusamning fyrir Bergið á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Þar hyggst hún ásamt öflugu liði fagfólks hjálpa ráðvilltu ungu fólki að finna sína leið í tilverunni. „Ótrúleg og falleg,“ segir Sigurþóra í samtali við Vísi um viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir að hún upplýsti að húsnæðið fyrir Bergið væri í höfn. Hún auglýsti á Facebook eftir fjármagni, húsgögnum og sjálfboðaliðum og situr nú sveitt við að svara fólki sem vill rétta fram hjálp sína. „Viðbrögðin hljóta að endurspegla hve þörfin fyrir svona ungmennasetur er mikil,“ segir hún. Sigurþóra er meðal viðmælenda í lokaþætti af „Viltu í alvöru deyja“ á Stöð 2 annað kvöld. Í myndbrotinu sem hér fylgir segir Sigurþóra frá því að hún telji það hafa verið mistök að þvinga Berg Snæ til að segja frá kynferðisofbeldinu sem hann varð fyrir sem unglingur. Skömmin hafi verið honum of þungbær. Lokaþátturinn í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:40, annað kvöld, sunnudag. Í þættinum ræðir Lóa Pind við aðstandendur fólks sem hefur svipt sig lífi en einnig við unga stúlku sem stóð á barmi sjálfsvígs á síðasta ári, en hætti við á elleftu stundu og bjargaðist. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is
Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Tengdar fréttir Þjökuð af samviskubiti eftir síðasta símtalið Halla Björg Albertsdóttir er 28 ára gömul fjögurra barna móðir sem hefur mátt reyna ýmislegt á sinni stuttu ævi. 9. mars 2019 16:45 Fyrirfór sér morguninn sem þau áttu að flytja í nýju íbúðina Það var laugardagsmorgunn í maí árið 2005. Hefði átt að vera hamingjuríkur dagur í lífi ungrar fjölskyldu í Reykjavík. 10. mars 2019 14:45 Hafði aldrei komið í íbúð pabba síns Erla Hlynsdóttir var einkadóttir föður síns en hann svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. Hann skildi eftir sig skýr fyrirmæli um hvernig brotthvarfi hans úr þessum heimi skyldi háttað. 16. mars 2019 18:23 Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Sjá meira
Þjökuð af samviskubiti eftir síðasta símtalið Halla Björg Albertsdóttir er 28 ára gömul fjögurra barna móðir sem hefur mátt reyna ýmislegt á sinni stuttu ævi. 9. mars 2019 16:45
Fyrirfór sér morguninn sem þau áttu að flytja í nýju íbúðina Það var laugardagsmorgunn í maí árið 2005. Hefði átt að vera hamingjuríkur dagur í lífi ungrar fjölskyldu í Reykjavík. 10. mars 2019 14:45
Hafði aldrei komið í íbúð pabba síns Erla Hlynsdóttir var einkadóttir föður síns en hann svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. Hann skildi eftir sig skýr fyrirmæli um hvernig brotthvarfi hans úr þessum heimi skyldi háttað. 16. mars 2019 18:23