Náði fyrstu þrennunni í Mars-æðinu í sjö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 14:30 Ja Morant. AP/Jessica Hill Ja Morant var maðurinn á bak við óvæntan sigur Murray State á Marquette í fyrstu umferð úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Ja Morant var með 17 stig, 16 stoðsendingar og 11 stoðsendingar í öruggum 83-64 sigri á Marquette en Marquette var raðað í fimmta sæti yfir bestu liðin í þessum hluta keppninnar. Þetta var fyrsta þrennan í Mars-æðinu í sjö ár eða síðan að Draymond Green, núverandi leikmaður Golden State Warriors var með þrennu fyrir lið Michigan State vorið 2012. Það hafa síðan aðeins sjö aðrir leikmen náð þrennu í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og það eru þeir Oscar Robertson Magic Johnson, Gary Grant, David Cain, Andre Miller, Dwayne Wade og svo síðast Draymond Green.The following people have notched a triple-double in a NCAA tournament game. Oscar Robertson Magic Johnson Gary Grant David Cain Andre Miller Dwayne Wade Draymond Green Now add one more. Ja Morant. — Murray State Sports (@MSURacers) March 21, 2019Frammistaða Ja Morant hefur kallað á mun meiri athygli á þessum nítján ára strák sem er á sínu öðru ári í Murray State háskólanum. Í ár er hann með 24,6 stig og 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en í fyrravetur voru meðaltölin hans 12,7 stig og 6,3 stoðsendingar. Það er því kominn mikill áhugi frá NBA-liðum á þessum skemmtilega leikmanni. Hann var reyndar talsverður fyrir leikinn í gær en almennt er talið að hann verði einn af þeim fyrstu sem verða teknir í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Með því að gefa sextán stoðsendingar í leiknum þá komst Ja Morant einnig nálægt metinu yfir flestar stoðsendingar í úrslitakeppni NCAA en metið er átján stoðsendingar. „Sextán stoðsendingar. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Bara að sjá bros á andlitum liðsfélaganna. Að geta búið til skot og hjálpað til við að byggja upp sjálfstraust þeirra. Ég er stoltur af því,“ sagði Ja Morant eftir leikinn. „Ég vissi að þeir myndu einbeita sér að því að stoppa mig. Ég vissi þá um leið að það myndu þá verða fullt af tækifærum fyrir liðsfélagana mína að skora,“ sagði Morant.RELAX ‼️ i’m not done yet pic.twitter.com/IQPAhmgmLs — Ja Morant (@igotgame_12) March 22, 2019Næsti leikur hjá Ja Morant og félögum er á móti Florida State á sunnudaginn en það lið var sett í fjórða sætið þegar raðað var inn í úrslitakeppnina. Hér fyrir neðan má sjá eitthvað af tilþrifum í þessum leik.17 PTS, 16 AST, 11 REB Have a day, Ja Morant. #MarchMadnesspic.twitter.com/1dHri0Eo4F — NCAA March Madness (@marchmadness) March 21, 2019 Körfubolti NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Ja Morant var maðurinn á bak við óvæntan sigur Murray State á Marquette í fyrstu umferð úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Ja Morant var með 17 stig, 16 stoðsendingar og 11 stoðsendingar í öruggum 83-64 sigri á Marquette en Marquette var raðað í fimmta sæti yfir bestu liðin í þessum hluta keppninnar. Þetta var fyrsta þrennan í Mars-æðinu í sjö ár eða síðan að Draymond Green, núverandi leikmaður Golden State Warriors var með þrennu fyrir lið Michigan State vorið 2012. Það hafa síðan aðeins sjö aðrir leikmen náð þrennu í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og það eru þeir Oscar Robertson Magic Johnson, Gary Grant, David Cain, Andre Miller, Dwayne Wade og svo síðast Draymond Green.The following people have notched a triple-double in a NCAA tournament game. Oscar Robertson Magic Johnson Gary Grant David Cain Andre Miller Dwayne Wade Draymond Green Now add one more. Ja Morant. — Murray State Sports (@MSURacers) March 21, 2019Frammistaða Ja Morant hefur kallað á mun meiri athygli á þessum nítján ára strák sem er á sínu öðru ári í Murray State háskólanum. Í ár er hann með 24,6 stig og 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en í fyrravetur voru meðaltölin hans 12,7 stig og 6,3 stoðsendingar. Það er því kominn mikill áhugi frá NBA-liðum á þessum skemmtilega leikmanni. Hann var reyndar talsverður fyrir leikinn í gær en almennt er talið að hann verði einn af þeim fyrstu sem verða teknir í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Með því að gefa sextán stoðsendingar í leiknum þá komst Ja Morant einnig nálægt metinu yfir flestar stoðsendingar í úrslitakeppni NCAA en metið er átján stoðsendingar. „Sextán stoðsendingar. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Bara að sjá bros á andlitum liðsfélaganna. Að geta búið til skot og hjálpað til við að byggja upp sjálfstraust þeirra. Ég er stoltur af því,“ sagði Ja Morant eftir leikinn. „Ég vissi að þeir myndu einbeita sér að því að stoppa mig. Ég vissi þá um leið að það myndu þá verða fullt af tækifærum fyrir liðsfélagana mína að skora,“ sagði Morant.RELAX ‼️ i’m not done yet pic.twitter.com/IQPAhmgmLs — Ja Morant (@igotgame_12) March 22, 2019Næsti leikur hjá Ja Morant og félögum er á móti Florida State á sunnudaginn en það lið var sett í fjórða sætið þegar raðað var inn í úrslitakeppnina. Hér fyrir neðan má sjá eitthvað af tilþrifum í þessum leik.17 PTS, 16 AST, 11 REB Have a day, Ja Morant. #MarchMadnesspic.twitter.com/1dHri0Eo4F — NCAA March Madness (@marchmadness) March 21, 2019
Körfubolti NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira