Aldrei fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri á fimmtán ára ferli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 13:39 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ekki fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri af hálfu Samtaka atvinnulífsins síðan hann hóf störf hjá VLFA árið 2004. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ekki fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri af hálfu Samtaka atvinnulífsins síðan hann hóf störf hjá VLFA árið 2004. Vilhjálmur gerði viðbrögð SA að umfjöllunarefni í erindi sem hann hélt á samstöðufundi rútubílstjóra í Vinabæ að Skipholti 33 í dag. Þar eru bækistöðvar verkfallsvaktar hvar tekið er við umsóknum fyrir greiðslu úr vinnudeilusjóði. Af leiðaraskrifum ákveðinna aðila að dæma, segir Vilhjálmur, að það sé sem verkalýðsforystan séu glæpamenn fyrir að gera þá kröfu að fólk geti lifað af launum sínum. Vilhjálmur segir að ef það sé glæpur skuli hann bera þann titil. Þrátt fyrir að Vilhjálmur segir að hræðsluáróðurinn hafi aldrei verið jafn mikill og nú þá segir að hann inntakið sé alltaf það sama þegar samið er um kaup og kjör láglauna- og verkafólks.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR voru á meðal framsögumanna á samstöðufundi rútubílstjóra.Vísir/jóikInntak orðræðunnar alltaf það hið sama Hann rifjar upp orðræðuna sem var uppi árið 2008 þegar greiningardeildir bankanna sögðu að kjarasamningar íslensks verkafólks væri það eina sem ógnaði íslensku samfélagi. „Við munum öll hvað gerðist nokkrum mánuðum seinna,“ segir Vilhjálmur og vísar til banka-og fjármálahrunsins á haustmánuðum ársins 2008. Vilhjálmur segir að það sé ávallt sami hræðsluáróðurinn sem sé hafður í frammi í hvert einasta skipti sem samið er um kjör verkafólks. Hann bendir á að árið 2013 hafi SA spáð því að verðbólga gæti jafnvel farið upp í 20%. „Allt botnlaus hræðsluáróður sem dynur á okkur í hvert einasta sinn“. Vilhjálmur opnaði sig á samstöðufundinum um ástæðuna fyrir því að hann hóf störf hjá verkalýðsfélaginu. Hann sagðist þekkja það af eigin raun hvernig það væri að reyna að ná endum saman á lágmarkslaunum. Hann geti aldrei gleymt því þegar hann var 27 ára, fjögurra barna faðir og eina fyrirvinnan. Þegar tíu dagar voru eftir af mánuðinum hefði hann aðeins örfáar krónur til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Vilhjálmur segir að það sé siðferðisleg skylda samfélagsins að allir geti haldið mannlegri reisn. Kjörin sem fólkið á lægstu laununum búi við sé íslensku samfélagi, samtökum atvinnulífsins og ríkisstjórninni til skammar. „Það er meginverkefni þessa kjarasamninga sem við stöndum nú í að lagfæra þessi kjör,“ segir Vilhjálmur sem bætir við að baráttunni ljúki ekki með einum kjarasamningum. Baráttan sé langhlaup.Verkalýðsfélögin hafa staðið fyrir öflugri verkfallsvörslu í dag.Vísir/jói kVill að stjórnvöld grípi inn í Vilhjálmur beinir spjótum sínum að ríkisstjórninni þegar hann gerði verðtrygginguna að umfjöllunarefni sínu undir lok ræðu sinnar. „Við erum hér með verðtryggingu sem sogar stóran hluta ráðstöfunartekna burtu og yfir til fjármálakerfisins. Um þetta kerfi standa hagsmunaöflin eins og grenjandi ljón og passa sig á því að við náum ekki að breyta þessu. Þetta eru allt mál sem við eigum í viðræðum við stjórnvöldum um og ég ætla að eygja þá von að við finnum einhvern árangur í þeirri vinnu.“ Vilhjálmur segist vona heitt og innilega að hann muni geta náð góðum kjarasamningum fyrir félagsmenn sína.Ræðu Vilhjálms má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ekki fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri af hálfu Samtaka atvinnulífsins síðan hann hóf störf hjá VLFA árið 2004. Vilhjálmur gerði viðbrögð SA að umfjöllunarefni í erindi sem hann hélt á samstöðufundi rútubílstjóra í Vinabæ að Skipholti 33 í dag. Þar eru bækistöðvar verkfallsvaktar hvar tekið er við umsóknum fyrir greiðslu úr vinnudeilusjóði. Af leiðaraskrifum ákveðinna aðila að dæma, segir Vilhjálmur, að það sé sem verkalýðsforystan séu glæpamenn fyrir að gera þá kröfu að fólk geti lifað af launum sínum. Vilhjálmur segir að ef það sé glæpur skuli hann bera þann titil. Þrátt fyrir að Vilhjálmur segir að hræðsluáróðurinn hafi aldrei verið jafn mikill og nú þá segir að hann inntakið sé alltaf það sama þegar samið er um kaup og kjör láglauna- og verkafólks.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR voru á meðal framsögumanna á samstöðufundi rútubílstjóra.Vísir/jóikInntak orðræðunnar alltaf það hið sama Hann rifjar upp orðræðuna sem var uppi árið 2008 þegar greiningardeildir bankanna sögðu að kjarasamningar íslensks verkafólks væri það eina sem ógnaði íslensku samfélagi. „Við munum öll hvað gerðist nokkrum mánuðum seinna,“ segir Vilhjálmur og vísar til banka-og fjármálahrunsins á haustmánuðum ársins 2008. Vilhjálmur segir að það sé ávallt sami hræðsluáróðurinn sem sé hafður í frammi í hvert einasta skipti sem samið er um kjör verkafólks. Hann bendir á að árið 2013 hafi SA spáð því að verðbólga gæti jafnvel farið upp í 20%. „Allt botnlaus hræðsluáróður sem dynur á okkur í hvert einasta sinn“. Vilhjálmur opnaði sig á samstöðufundinum um ástæðuna fyrir því að hann hóf störf hjá verkalýðsfélaginu. Hann sagðist þekkja það af eigin raun hvernig það væri að reyna að ná endum saman á lágmarkslaunum. Hann geti aldrei gleymt því þegar hann var 27 ára, fjögurra barna faðir og eina fyrirvinnan. Þegar tíu dagar voru eftir af mánuðinum hefði hann aðeins örfáar krónur til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Vilhjálmur segir að það sé siðferðisleg skylda samfélagsins að allir geti haldið mannlegri reisn. Kjörin sem fólkið á lægstu laununum búi við sé íslensku samfélagi, samtökum atvinnulífsins og ríkisstjórninni til skammar. „Það er meginverkefni þessa kjarasamninga sem við stöndum nú í að lagfæra þessi kjör,“ segir Vilhjálmur sem bætir við að baráttunni ljúki ekki með einum kjarasamningum. Baráttan sé langhlaup.Verkalýðsfélögin hafa staðið fyrir öflugri verkfallsvörslu í dag.Vísir/jói kVill að stjórnvöld grípi inn í Vilhjálmur beinir spjótum sínum að ríkisstjórninni þegar hann gerði verðtrygginguna að umfjöllunarefni sínu undir lok ræðu sinnar. „Við erum hér með verðtryggingu sem sogar stóran hluta ráðstöfunartekna burtu og yfir til fjármálakerfisins. Um þetta kerfi standa hagsmunaöflin eins og grenjandi ljón og passa sig á því að við náum ekki að breyta þessu. Þetta eru allt mál sem við eigum í viðræðum við stjórnvöldum um og ég ætla að eygja þá von að við finnum einhvern árangur í þeirri vinnu.“ Vilhjálmur segist vona heitt og innilega að hann muni geta náð góðum kjarasamningum fyrir félagsmenn sína.Ræðu Vilhjálms má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði