Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. mars 2019 09:30 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar. Fréttablaðið/ernir Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. Fordæmið treysti trúnaðarsambandið enn frekar.„Heimildarmenn mega vita að heiðvirðir blaðamenn eru tilbúnir til að fara í fangelsi fyrir þá. En það styrkir þetta trúnaðarsamband enn meira að nú vita heimildarmenn að ekki má þröngva blaðamönnum til að svara spurningum um heimildir sínar fyrir dómi. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hjálpar því til við að taka af allan vafa um það,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, um dómHæstaréttar sem féll í gær og markaði endalok lögbannsmálsins.Í dómi Hæstaréttar er fjallað með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert um þá vernd sem blaðamenn njóta við störf sín samkvæmt íslenskum lögum og á grundvelli tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu.Í dóminum er lengst dvalið við heimildavernd blaðamanna og gerð ítarlegri grein fyrir þessum réttindum blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Því er slegið föstu að heimildaverndin nái ekki eingöngu til þess að upplýsa ekki nákvæmlega hver heimildarmaðurinn sé heldur felist einnig í verndinni að blaðamanni verði ekki gert skylt að veita upplýsingar sem geti leitt tilþess að kennsl verði borin á heimildarmanninn.Um kröfu Glitnis Holdco þess efnis að blaðamönnum verði gert að svara spurningum um gögnin, segir Hæstiréttur að útilokað sé að tryggja að svör við slíkum spurningum veiti ekki vísbendingar um frá hverjum umrædd gögn stafa.Allan vafa þar að lútandi verði að túlka heimildarmanni í hag og ætla verði blaðamanni verulegt svigrúm til að meta sjálfur hvort svör við spurningum tengdum tilvist slíkra gagna kunni hugsanlega að veita vísbendingar um hver heimildarmaður hans sé.Þá tekur Hæstiréttur einnig af skarið um afstöðu heimildarmannsins sjálfs til nafnleyndar og slær því föstu að til að blaðamanni verði heimilt að svara spurningum um heimildarmann sinn þurfi hann ótvírætt samþykki heimildarmanns sjálfs.Ekki dugi að heim ildarmanninum hafi láðst að láta þess getið að hann óski nafnleyndar og blaðamanni verði ekki gert að lýsa því yfir að slíkrar nafnleyndar hafi verið óskað.Auk ítarlegrar umfjöllunar um vernd heimildarmanna ítrekar Hæstiréttur fyrri fordæmi sín um hvernig túlka beri tjáningarfrelsið þegar það stangast á við friðhelgi einkalífs. Vísað er til þess hve stuttvar til kosninga og því brýnna en ella að skerða ekki upplýsta fréttaumfjöllun meira en nauðsyn krefði.Þá sé réttur til að fjalla opinberlega um málefni kjörinna stjórnmálamanna rýmri en ella og að sama skapi þurfi þeir sem gegna slíkum opinberum trúnaðarstörfum að þola að þeir kunni eftir atvikum að njóta lakari verndar til friðhelgi einkalífs en aðrir, ekki síst þegar umfjöllunarefnið sé af sama toga og í umræddu máli Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. Fordæmið treysti trúnaðarsambandið enn frekar.„Heimildarmenn mega vita að heiðvirðir blaðamenn eru tilbúnir til að fara í fangelsi fyrir þá. En það styrkir þetta trúnaðarsamband enn meira að nú vita heimildarmenn að ekki má þröngva blaðamönnum til að svara spurningum um heimildir sínar fyrir dómi. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hjálpar því til við að taka af allan vafa um það,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, um dómHæstaréttar sem féll í gær og markaði endalok lögbannsmálsins.Í dómi Hæstaréttar er fjallað með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert um þá vernd sem blaðamenn njóta við störf sín samkvæmt íslenskum lögum og á grundvelli tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu.Í dóminum er lengst dvalið við heimildavernd blaðamanna og gerð ítarlegri grein fyrir þessum réttindum blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Því er slegið föstu að heimildaverndin nái ekki eingöngu til þess að upplýsa ekki nákvæmlega hver heimildarmaðurinn sé heldur felist einnig í verndinni að blaðamanni verði ekki gert skylt að veita upplýsingar sem geti leitt tilþess að kennsl verði borin á heimildarmanninn.Um kröfu Glitnis Holdco þess efnis að blaðamönnum verði gert að svara spurningum um gögnin, segir Hæstiréttur að útilokað sé að tryggja að svör við slíkum spurningum veiti ekki vísbendingar um frá hverjum umrædd gögn stafa.Allan vafa þar að lútandi verði að túlka heimildarmanni í hag og ætla verði blaðamanni verulegt svigrúm til að meta sjálfur hvort svör við spurningum tengdum tilvist slíkra gagna kunni hugsanlega að veita vísbendingar um hver heimildarmaður hans sé.Þá tekur Hæstiréttur einnig af skarið um afstöðu heimildarmannsins sjálfs til nafnleyndar og slær því föstu að til að blaðamanni verði heimilt að svara spurningum um heimildarmann sinn þurfi hann ótvírætt samþykki heimildarmanns sjálfs.Ekki dugi að heim ildarmanninum hafi láðst að láta þess getið að hann óski nafnleyndar og blaðamanni verði ekki gert að lýsa því yfir að slíkrar nafnleyndar hafi verið óskað.Auk ítarlegrar umfjöllunar um vernd heimildarmanna ítrekar Hæstiréttur fyrri fordæmi sín um hvernig túlka beri tjáningarfrelsið þegar það stangast á við friðhelgi einkalífs. Vísað er til þess hve stuttvar til kosninga og því brýnna en ella að skerða ekki upplýsta fréttaumfjöllun meira en nauðsyn krefði.Þá sé réttur til að fjalla opinberlega um málefni kjörinna stjórnmálamanna rýmri en ella og að sama skapi þurfi þeir sem gegna slíkum opinberum trúnaðarstörfum að þola að þeir kunni eftir atvikum að njóta lakari verndar til friðhelgi einkalífs en aðrir, ekki síst þegar umfjöllunarefnið sé af sama toga og í umræddu máli
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02
Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28