Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. mars 2019 13:11 Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi. Vegagerðin Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að krafa Crist S.A. um viðbótargreiðslu sé ekki í samræmi við áður gerða samninga og hafi henni því verið hafnað. Vegagerðin hafi boðið stöðinni að ljúka greiðslum samkvæmt samningi og fá skipið afhent en vísa ágreiningi um greiðslurnar til þriðja aðila. Þá kemur fram að smíði á nýjum Herjólfi sé nánast lokið en þó eigi eftir að klára minniháttar lagfæringar og prófanir á skipinu. Auk þess eigi Samgöngustofa eftir að ljúka skoðun sinni á fleyinu og staðfesta að gefa megi út haffærnisskírteini. Gera megi ráð fyrir að þessum verkum ljúki öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.Leita ráðgjafar sérfræðinga Vegagerðin leitaði til erlendra sérfræðinga varðandi viðbrögð við kröfu stöðvarinnar um viðbótargreiðslu og var ákvörðun tekin um að hafna kröfunni þar sem hún eigi sér ekki stoð í samningi aðilanna. Lagði Vegagerðin til að ferjan yrði afhent í næstu viku gegn því að lokagreiðsla yrði innt af hendi í samræmi við samning, auk þess sem samþykkt aukaverk yrðu gerð upp. Kröfu stöðvarinnar yrði þá vísað til þriðja aðila til úrlausnar. Stöðin hefur ekki fallist á þessa tillögu heldur stendur föst á kröfu sinni um greiðslu umfram samning og samþykkt aukaverk. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að líklegast sé að málið skýrist nánar í næstu viku en þangað til ríki áfram óvissa um hvenær nýr Herjólfur verði afhentur. Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20 Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Sjá meira
Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að krafa Crist S.A. um viðbótargreiðslu sé ekki í samræmi við áður gerða samninga og hafi henni því verið hafnað. Vegagerðin hafi boðið stöðinni að ljúka greiðslum samkvæmt samningi og fá skipið afhent en vísa ágreiningi um greiðslurnar til þriðja aðila. Þá kemur fram að smíði á nýjum Herjólfi sé nánast lokið en þó eigi eftir að klára minniháttar lagfæringar og prófanir á skipinu. Auk þess eigi Samgöngustofa eftir að ljúka skoðun sinni á fleyinu og staðfesta að gefa megi út haffærnisskírteini. Gera megi ráð fyrir að þessum verkum ljúki öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.Leita ráðgjafar sérfræðinga Vegagerðin leitaði til erlendra sérfræðinga varðandi viðbrögð við kröfu stöðvarinnar um viðbótargreiðslu og var ákvörðun tekin um að hafna kröfunni þar sem hún eigi sér ekki stoð í samningi aðilanna. Lagði Vegagerðin til að ferjan yrði afhent í næstu viku gegn því að lokagreiðsla yrði innt af hendi í samræmi við samning, auk þess sem samþykkt aukaverk yrðu gerð upp. Kröfu stöðvarinnar yrði þá vísað til þriðja aðila til úrlausnar. Stöðin hefur ekki fallist á þessa tillögu heldur stendur föst á kröfu sinni um greiðslu umfram samning og samþykkt aukaverk. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að líklegast sé að málið skýrist nánar í næstu viku en þangað til ríki áfram óvissa um hvenær nýr Herjólfur verði afhentur.
Herjólfur Pólland Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20 Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Sjá meira
Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50
Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar. 6. mars 2019 11:20
Samningafundur um lokauppgjör Herjólfs í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til Póllands til fundar á morgun við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Gdansk um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. 19. mars 2019 12:15