Pelosi segir ekki koma til greina að halda leynd yfir skýrslu Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 22:00 Þó Mueller hreinsi Trump af allri sök er ljóst að lagalegum vandræðum hans er ekki lokið. AP/Alex Brandon Nancy Pelosi ætlar ekki að samþykkja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna haldi leynd yfir niðurstöðum skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins. Mueller skilaði skýrslu um Rússarannsóknina svokölluðu í gær. William Barr, dómsmálaráðherra, segist ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður hans um helgina og búist er við því að það verði gert á morgun. Rússarannsóknin sneri að afskiptum yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegu samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi. Rannsóknin sneri einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Á þeim tæpu tveimur árum sem Mueller hefur verið að störfum hafa á fjórða tug aðila verið ákærðir. Þar af eru margir Rússar og fyrrverandi kosningastjóri forsetans, aðstoðarkosningastjóri hans, ráðgjafi og þjóðaröryggisráðgjafi.Sjá einnig: Bandamenn, ráðgjafar og Rússar - Hér eru þeir sem Mueller ákærði í RússarannsókninniNancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.AP/Manuel Balce CenetaBarr á að skrifa eigin skýrslu um skýrslu Mueller og kynna hana fyrir þingmönnum. Pelosi var spurð að því í dag af öðrum þingmönnum Demókrataflokksins hvort hún myndi sætta sig við að Barr myndi halda leynilega kynningu á niðurstöðunum með helstu leiðtogum þingsins. Hún sagðist ekki ætla að samþykkja það og varaði við því að Repúblikanar myndu ef til vill reyna það til að koma í veg fyrir að almenningur kæmist að niðurstöðum Mueller, samkvæmt Politico. Pelosi sagðist telja að niðurstöðurnar ættu að vera opinberar en Demókratar hafa kallað eftir því að Barr opinberi svo til gott sem öll gögn Rússarannsóknarinnar.Í bréfi sem Barr skrifaði til þingmanna í gær sagðist hann ætla að kynna leiðtogum beggja flokka í dómsmálanefndum beggja deilda þingsins „helstu niðurstöður rannsóknarinnar“. Hann hefur áður lýst því yfir að hendur hans séu að vissu leyti bundnar af lögum og reglum Dómsmálaráðuneytisins. Þeim lögum og reglum er ætlað að vernda orðspor aðila sem hafa ekki verið ákærðir.Sjálfur sagði Trump á dögunum að hann væri alls ekki mótfallinn því að skýrslan yrði gerð opinber.Á símafundi þingmanna Demókrata í dag líktu þeir kalli þeirra eftir opinberun upplýsinga við áköll Repúblikana eftir gögnum úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum Hillary Clinton. Þeim tókst að opinbera gífurlegt magn gagna frá rannsókninn. Þar á meðal voru minnisblöð rannsakenda, tölvupóstar og jafnvel smáskilaboð þeirra.Hér má sjá yfirlit Vox yfir hvað Mueller hefur þegar opinberað í ákærum sínum.Lagalegum vandræðum forsetans ekki lokið Þó Mueller hreinsi Trump af allri sök er ljóst að lagalegum vandræðum hans er ekki lokið. Minnst tíu rannsóknir á ýmsum sviðum dómskerfisins beinast nú gegn forsetanum, fjölskyldu hans, fyrirtæki og samstarfsmönnum. New York Times segir ekki fullkomlega ljóst hve margar rannsóknir beinast að forsetanum því leynd hvíli yfir flestum þeirra.Saksóknarar víða um Bandaríkin hafa opnað rannsóknir sem byggja að miklu leyti á gögnum Mueller og rannsakenda hans og á rannsóknum gagnvart Michael Cohen, lögmanns Trump til langs tíma. Flest málanna eru á höndum alríkissaksóknara í New York. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Saksóknarar gætu þó ákært Trump eftir að hann fer úr embætti og sérstaklega ef honum tekst ekki að vera endurkjörinn. Fregnir hafa borist af því að Trump hafi beðið Matthew Whittaker, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, um að sjá til þess að einhver hliðhollur honum yrði settur yfir rannsóknir saksóknara í New York. Trump hefur áður sagt að allar rannsóknir á fjárhögum hans og fjölskyldu hans færu yfir strikið. Washington Post segir nærri því allar stofnanir, fyrirtæki, eða samtök sem Trump hafi stýrt á síðusta áratug vera til rannsóknar hjá ríkis- og alríkissaksóknurum.Óeðlilega þögull Trump sjálfur hefur verið óeðlilega þögull og hefur ekki tíst síðasta sólarhringinn, þegar þetta er skrifað. Síðustu helgi sendi hann frá sér 49 tíst. Forsetinn er nú staddur í sveitaklúbbi sínum í Flórída, Mar-a-Lago, og mun hann hafa verið á golfvellinum í dag og svo borðaði hann kvöldmat með tónlistarmanninum Kid Rock. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Nancy Pelosi ætlar ekki að samþykkja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna haldi leynd yfir niðurstöðum skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins. Mueller skilaði skýrslu um Rússarannsóknina svokölluðu í gær. William Barr, dómsmálaráðherra, segist ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður hans um helgina og búist er við því að það verði gert á morgun. Rússarannsóknin sneri að afskiptum yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegu samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi. Rannsóknin sneri einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Á þeim tæpu tveimur árum sem Mueller hefur verið að störfum hafa á fjórða tug aðila verið ákærðir. Þar af eru margir Rússar og fyrrverandi kosningastjóri forsetans, aðstoðarkosningastjóri hans, ráðgjafi og þjóðaröryggisráðgjafi.Sjá einnig: Bandamenn, ráðgjafar og Rússar - Hér eru þeir sem Mueller ákærði í RússarannsókninniNancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.AP/Manuel Balce CenetaBarr á að skrifa eigin skýrslu um skýrslu Mueller og kynna hana fyrir þingmönnum. Pelosi var spurð að því í dag af öðrum þingmönnum Demókrataflokksins hvort hún myndi sætta sig við að Barr myndi halda leynilega kynningu á niðurstöðunum með helstu leiðtogum þingsins. Hún sagðist ekki ætla að samþykkja það og varaði við því að Repúblikanar myndu ef til vill reyna það til að koma í veg fyrir að almenningur kæmist að niðurstöðum Mueller, samkvæmt Politico. Pelosi sagðist telja að niðurstöðurnar ættu að vera opinberar en Demókratar hafa kallað eftir því að Barr opinberi svo til gott sem öll gögn Rússarannsóknarinnar.Í bréfi sem Barr skrifaði til þingmanna í gær sagðist hann ætla að kynna leiðtogum beggja flokka í dómsmálanefndum beggja deilda þingsins „helstu niðurstöður rannsóknarinnar“. Hann hefur áður lýst því yfir að hendur hans séu að vissu leyti bundnar af lögum og reglum Dómsmálaráðuneytisins. Þeim lögum og reglum er ætlað að vernda orðspor aðila sem hafa ekki verið ákærðir.Sjálfur sagði Trump á dögunum að hann væri alls ekki mótfallinn því að skýrslan yrði gerð opinber.Á símafundi þingmanna Demókrata í dag líktu þeir kalli þeirra eftir opinberun upplýsinga við áköll Repúblikana eftir gögnum úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum Hillary Clinton. Þeim tókst að opinbera gífurlegt magn gagna frá rannsókninn. Þar á meðal voru minnisblöð rannsakenda, tölvupóstar og jafnvel smáskilaboð þeirra.Hér má sjá yfirlit Vox yfir hvað Mueller hefur þegar opinberað í ákærum sínum.Lagalegum vandræðum forsetans ekki lokið Þó Mueller hreinsi Trump af allri sök er ljóst að lagalegum vandræðum hans er ekki lokið. Minnst tíu rannsóknir á ýmsum sviðum dómskerfisins beinast nú gegn forsetanum, fjölskyldu hans, fyrirtæki og samstarfsmönnum. New York Times segir ekki fullkomlega ljóst hve margar rannsóknir beinast að forsetanum því leynd hvíli yfir flestum þeirra.Saksóknarar víða um Bandaríkin hafa opnað rannsóknir sem byggja að miklu leyti á gögnum Mueller og rannsakenda hans og á rannsóknum gagnvart Michael Cohen, lögmanns Trump til langs tíma. Flest málanna eru á höndum alríkissaksóknara í New York. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Saksóknarar gætu þó ákært Trump eftir að hann fer úr embætti og sérstaklega ef honum tekst ekki að vera endurkjörinn. Fregnir hafa borist af því að Trump hafi beðið Matthew Whittaker, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, um að sjá til þess að einhver hliðhollur honum yrði settur yfir rannsóknir saksóknara í New York. Trump hefur áður sagt að allar rannsóknir á fjárhögum hans og fjölskyldu hans færu yfir strikið. Washington Post segir nærri því allar stofnanir, fyrirtæki, eða samtök sem Trump hafi stýrt á síðusta áratug vera til rannsóknar hjá ríkis- og alríkissaksóknurum.Óeðlilega þögull Trump sjálfur hefur verið óeðlilega þögull og hefur ekki tíst síðasta sólarhringinn, þegar þetta er skrifað. Síðustu helgi sendi hann frá sér 49 tíst. Forsetinn er nú staddur í sveitaklúbbi sínum í Flórída, Mar-a-Lago, og mun hann hafa verið á golfvellinum í dag og svo borðaði hann kvöldmat með tónlistarmanninum Kid Rock.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent