Bóndinn sem sakaði konu hreppstjórans um saurlifnað Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:30 Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur flytur erindi um sáttanefndir. „Þetta eru alls konar mál, illyrða- og áflogamál sem komu upp á milli manna. Þetta eru hjónaskilnaðir, landaþrætur og skuldamál. Þetta gefur okkur mikla innsýn í daglegt amstur fólks, þú sérð breyskleika þess,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Á morgun, þriðjudaginn 26. mars, flytur hann hádegisfyrirlesturinn „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld. Árið 1798 voru sáttanefndir settar á fót á Íslandi með konunglegri tilskipun. Þær störfuðu í svo til óbreyttri mynd fram á fjórða áratug 20. aldar, þegar lög um störf þeirra tóku umtalsverðum breytingum. Sáttanefndirnar voru svo lagðar niður endanlega árið 1981. „Sáttanefndirnar áttu að létta byrði héraðsdómara, færa minniháttar mál frá dómstólum, og líka að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn í einkaréttarmálum. Það var metið svo að það væri kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum,“ segir Vilhelm. Þessari nýjung í réttarfari landsmanna var almennt vel tekið og skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður Norður- og austuramts, árið 1831 að nefndirnar hafi verið einhver mesta réttarbót á Íslandi í seinni tíð. Þrátt fyrir það hafa sagnfræðingar þeim litla athygli veitt og fáir hafa nýtt sér bækur sáttanefnda sem heimildir um daglegt líf á 19. öld. „Það eru ótrúlega margir sem bara vita ekki af tilvist þessara nefnda,“ segir Vilhelm. Ekkert kom í staðinn fyrir nefndirnar og tóku dómstólar við málunum á nýjan leik. Spurður um eftirminnilegt dæmi rifjar Vilhelm upp kvörtun. „Bóndi að nafni Halldór Jónsson hafði verið á fylleríi og látið út úr sér ýmislegt ósæmilegt við hreppstjórann í sveitinni. Þar á meðal um eiginkonu hans. Þau hefðu stundað saman einhvern saurlifnað. Halldór var kærður fyrir sáttanefnd. Þar dró hann þessi orð sín til baka og bað eiginkonuna afsökunar á því að hafa vænt hana um saurlifnað. Hann borgaði líka sekt,“ segir Vilhelm. „Þetta eru alls konar svona mál. Þetta geta verið mál sem voru erfið viðureignar á þessum tíma en eru smávægileg þegar litið er aftur í tímann.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Einu sinni var... Tímamót Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
„Þetta eru alls konar mál, illyrða- og áflogamál sem komu upp á milli manna. Þetta eru hjónaskilnaðir, landaþrætur og skuldamál. Þetta gefur okkur mikla innsýn í daglegt amstur fólks, þú sérð breyskleika þess,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Á morgun, þriðjudaginn 26. mars, flytur hann hádegisfyrirlesturinn „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld. Árið 1798 voru sáttanefndir settar á fót á Íslandi með konunglegri tilskipun. Þær störfuðu í svo til óbreyttri mynd fram á fjórða áratug 20. aldar, þegar lög um störf þeirra tóku umtalsverðum breytingum. Sáttanefndirnar voru svo lagðar niður endanlega árið 1981. „Sáttanefndirnar áttu að létta byrði héraðsdómara, færa minniháttar mál frá dómstólum, og líka að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn í einkaréttarmálum. Það var metið svo að það væri kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum,“ segir Vilhelm. Þessari nýjung í réttarfari landsmanna var almennt vel tekið og skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður Norður- og austuramts, árið 1831 að nefndirnar hafi verið einhver mesta réttarbót á Íslandi í seinni tíð. Þrátt fyrir það hafa sagnfræðingar þeim litla athygli veitt og fáir hafa nýtt sér bækur sáttanefnda sem heimildir um daglegt líf á 19. öld. „Það eru ótrúlega margir sem bara vita ekki af tilvist þessara nefnda,“ segir Vilhelm. Ekkert kom í staðinn fyrir nefndirnar og tóku dómstólar við málunum á nýjan leik. Spurður um eftirminnilegt dæmi rifjar Vilhelm upp kvörtun. „Bóndi að nafni Halldór Jónsson hafði verið á fylleríi og látið út úr sér ýmislegt ósæmilegt við hreppstjórann í sveitinni. Þar á meðal um eiginkonu hans. Þau hefðu stundað saman einhvern saurlifnað. Halldór var kærður fyrir sáttanefnd. Þar dró hann þessi orð sín til baka og bað eiginkonuna afsökunar á því að hafa vænt hana um saurlifnað. Hann borgaði líka sekt,“ segir Vilhelm. „Þetta eru alls konar svona mál. Þetta geta verið mál sem voru erfið viðureignar á þessum tíma en eru smávægileg þegar litið er aftur í tímann.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Einu sinni var... Tímamót Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira