Barnabörnin grétu þegar eigandinn lét aðalstjörnu félagsins fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2019 15:00 Odell Beckham Jr. er mikil týpa. Getty/ Grant Halverson Ein af óvæntustu félagskiptunum í NFL-deildinni fyrir næsta tímabil var þegar New York Giants lét stjörnuútherja sinn Odell Beckham Jr. fara til Cleveland Browns. Odell Beckham Jr. var stærsta stjarna Giants liðsins og nýbúinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum samningaviðræður leikmannsins fyrir ári síðan en flestir héldu að nú væri framtíð hans tryggð hjá New York Giants liðinu. New York Giants var hins vegar tilbúið að láta þennan vandræðagemling fara fyrir tvo varnarleikmenn og tvo valrétti. Odell Beckham Jr. var búinn að vera andlit félagsins síðustu ár eftir að leikstjórnandinn Eli Manning gaf eftir en Beckham var jafnframt duglegur að gagnrýna liðið opinberlega og iðinn við að koma sér í óþægileg mál á síðum dagblaðanna.“Both of ’em sobbed uncontrollably on the phone." Giants president John Mara had a tough time explaining the Odell Beckham trade to his grandsons: https://t.co/XxV2cuuNAfpic.twitter.com/TBuAbtZq8S — Sporting News (@sportingnews) March 25, 2019John Mara, meðeigandi New York Giants, tók hins vegar þá ákvörðun að láta stjörnuleikmann sinn fara. Hann hefur tjáð sig um skiptin og viðurkennir að þetta hafi verið erfið ákvörðun því hann honum líkaði mjög vel persónulega við Beckham. John Mara fékk líka viðbrögð stuðningsmanna New York Giants beint í æð þegar hann hringdi í barnabörnin sín og lét þá vita að Odell Beckham Jr. væri kominn til Browns. „Þeir grétu báðir í símanum og áttu mjög bágt með sig,“ sagði John Mara. „Annar þeirra er farinn að tala við mig aftur en hinn er ekki viss hvort hann ætli að tala við mig aftur,“ sagði Mara. Deilur John Mara og Odell Beckham Jr. enduðu oft á síðum dagblaðanna í New York og eigandi gagnrýndi meðal stórstjörnu sína og sagði að hann ætti að gera meira að því að spila og minna af því að tala. „Ég var hikandi að taka þessu boði Browns. Mér líkar mjög vel við Odell og ég geri mér vel grein fyrir einstökum hæfileikum hans. Það er ekki auðvelt að senda svona leikmann til annars liðs,“ sagði Mara. Odell Beckham Jr. fékk 95 milljón dollara samning við New York Giants í ágúst 2018 en það eru um 11,6 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm ár. Hann greip 390 bolta á ferlinum með Giants og skorað 44 snertimörk. Frægasta snertimarkið skoraði Odell Beckham Jr. þegar hann greip boltann á ótrúlegan hátt með annarri hendinni og eftir það varð hann ein af stærstu stjörnunum í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira
Ein af óvæntustu félagskiptunum í NFL-deildinni fyrir næsta tímabil var þegar New York Giants lét stjörnuútherja sinn Odell Beckham Jr. fara til Cleveland Browns. Odell Beckham Jr. var stærsta stjarna Giants liðsins og nýbúinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum samningaviðræður leikmannsins fyrir ári síðan en flestir héldu að nú væri framtíð hans tryggð hjá New York Giants liðinu. New York Giants var hins vegar tilbúið að láta þennan vandræðagemling fara fyrir tvo varnarleikmenn og tvo valrétti. Odell Beckham Jr. var búinn að vera andlit félagsins síðustu ár eftir að leikstjórnandinn Eli Manning gaf eftir en Beckham var jafnframt duglegur að gagnrýna liðið opinberlega og iðinn við að koma sér í óþægileg mál á síðum dagblaðanna.“Both of ’em sobbed uncontrollably on the phone." Giants president John Mara had a tough time explaining the Odell Beckham trade to his grandsons: https://t.co/XxV2cuuNAfpic.twitter.com/TBuAbtZq8S — Sporting News (@sportingnews) March 25, 2019John Mara, meðeigandi New York Giants, tók hins vegar þá ákvörðun að láta stjörnuleikmann sinn fara. Hann hefur tjáð sig um skiptin og viðurkennir að þetta hafi verið erfið ákvörðun því hann honum líkaði mjög vel persónulega við Beckham. John Mara fékk líka viðbrögð stuðningsmanna New York Giants beint í æð þegar hann hringdi í barnabörnin sín og lét þá vita að Odell Beckham Jr. væri kominn til Browns. „Þeir grétu báðir í símanum og áttu mjög bágt með sig,“ sagði John Mara. „Annar þeirra er farinn að tala við mig aftur en hinn er ekki viss hvort hann ætli að tala við mig aftur,“ sagði Mara. Deilur John Mara og Odell Beckham Jr. enduðu oft á síðum dagblaðanna í New York og eigandi gagnrýndi meðal stórstjörnu sína og sagði að hann ætti að gera meira að því að spila og minna af því að tala. „Ég var hikandi að taka þessu boði Browns. Mér líkar mjög vel við Odell og ég geri mér vel grein fyrir einstökum hæfileikum hans. Það er ekki auðvelt að senda svona leikmann til annars liðs,“ sagði Mara. Odell Beckham Jr. fékk 95 milljón dollara samning við New York Giants í ágúst 2018 en það eru um 11,6 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm ár. Hann greip 390 bolta á ferlinum með Giants og skorað 44 snertimörk. Frægasta snertimarkið skoraði Odell Beckham Jr. þegar hann greip boltann á ótrúlegan hátt með annarri hendinni og eftir það varð hann ein af stærstu stjörnunum í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira