Hugbúnaðaruppfærsla Boeing skref í átt að flugi Sighvatur Jónsson skrifar 25. mars 2019 14:30 Tveir flugmenn Icelandair verða fulltrúar félagsins á fundi hjá flugvélaframleiðandanum Boeing á miðvikudaginn. Mynd/Icelandair Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný. Forstjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, sagði í fréttum Stöðvar í gærkvöldi, í tengslum við viðræðuslit vegna WOW air, að ef frekari töf yrði á því að félagið gæti tekið Max vélarnar frá Boeing aftur í notkun væru aðra lausnir til skoðunar. Meðal annars að leigja vélar tímabundið. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir að félagið gæti vantað flugvélar í sumar þar sem ekki liggi fyrir hversu lengi Boeing vélarnar verði kyrrsettar. Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns, flugstjórum, tæknisérfræðingum og fulltrúum hinna ýmsu yfirvalda, til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. Jens Þórðarsson segir að tveir flugmenn Icelandair fari á fundinn.Grunsamlegur hugbúnaður uppfærður Boeing hefur unnið að uppfærslu hugbúnaðar Max vélanna en hann hefur verið talinn hugsanleg ástæða þess að tvær þeirra fórust. „Ef að þessi tvö slys í Eþíópíu og Indónesíu eru svipaðs eðlis þá er þessi hugbúnaður sennilega skref í átt að því að auðvelda það að réttlæta flug vélanna,“ segir Jens. Aðspurður um hversu langt ferli það geti verið að heimila flug Max véla Boeing á ný segir Jens að yfirvöld fari gaumgæfilega í gegnum málið. „Þau munu væntanlega gera sérstakar kröfur til þess að þetta verði vottað áður en þau heimila flug á vélunum, umfram það sem er venjulega gert,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný. Forstjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, sagði í fréttum Stöðvar í gærkvöldi, í tengslum við viðræðuslit vegna WOW air, að ef frekari töf yrði á því að félagið gæti tekið Max vélarnar frá Boeing aftur í notkun væru aðra lausnir til skoðunar. Meðal annars að leigja vélar tímabundið. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir að félagið gæti vantað flugvélar í sumar þar sem ekki liggi fyrir hversu lengi Boeing vélarnar verði kyrrsettar. Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns, flugstjórum, tæknisérfræðingum og fulltrúum hinna ýmsu yfirvalda, til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. Jens Þórðarsson segir að tveir flugmenn Icelandair fari á fundinn.Grunsamlegur hugbúnaður uppfærður Boeing hefur unnið að uppfærslu hugbúnaðar Max vélanna en hann hefur verið talinn hugsanleg ástæða þess að tvær þeirra fórust. „Ef að þessi tvö slys í Eþíópíu og Indónesíu eru svipaðs eðlis þá er þessi hugbúnaður sennilega skref í átt að því að auðvelda það að réttlæta flug vélanna,“ segir Jens. Aðspurður um hversu langt ferli það geti verið að heimila flug Max véla Boeing á ný segir Jens að yfirvöld fari gaumgæfilega í gegnum málið. „Þau munu væntanlega gera sérstakar kröfur til þess að þetta verði vottað áður en þau heimila flug á vélunum, umfram það sem er venjulega gert,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira