Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Sylvía Hall skrifar 26. mars 2019 22:02 Rahm Emanuel er ósáttur við ákvörðun saksóknara að fella niður ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett. Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. Hann sagði málið vera ótrúlegan hvítþvott á réttlætinu og að leikarinn hefði svert orðspor borgarinnar. Á blaðamannafundi í dag gerði Emanuel athugasemdir við það að Smollett héldi enn fram sakleysi sínu í málinu. Hann sagði Smollett hafa nýtt sér lög gegn hatursglæpum, sem væri ætlað að vernda minnihlutahópa gegn ofbeldi, til þess að pota sér áfram og græða á því pening. Málstaðurinn stendur Emanuel nærri þar sem hann starfaði sem starfsmannastjóri Obama á þeim tíma sem lög um hatursglæpi voru samþykkt. „Þetta er maður sem hefur komist upp með þetta án nokkurra viðurlaga og hefur enga tilfinningu fyrir eigin ábyrgð né hversu siðferðilega rangar gjörðir hans voru,“ sagði borgarstjórinn sem var bersýnilega ósáttur við niðurstöðu málsins. Á blaðamannafundinum sagði Eddie Johnson, lögreglustjóri í Chicago, ákvörðun saksóknarans í Cook-sýslu að fella niður ákærurnar hafa komið sér á óvart. Lögreglustjórinn og borgarstjórinn voru þó sammála um það að þrátt fyrir að vera reiðir út í ákvörðun saksóknarans væri sökin hjá Smollett. „Hvernig dirfist hann? Hvernig dirfist hann?“ spurði borgarstjórinn ósáttur á fundinum og velti því upp hvort Smollett hefði enga sómakennd. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða en hann er samkynhneigður. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. „Þegar allt kemur til alls, þá er það herra Smollett sem hefur komið fram með falskar ásakanir,“ sagði borgarstjórinn. Upptöku af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. Hann sagði málið vera ótrúlegan hvítþvott á réttlætinu og að leikarinn hefði svert orðspor borgarinnar. Á blaðamannafundi í dag gerði Emanuel athugasemdir við það að Smollett héldi enn fram sakleysi sínu í málinu. Hann sagði Smollett hafa nýtt sér lög gegn hatursglæpum, sem væri ætlað að vernda minnihlutahópa gegn ofbeldi, til þess að pota sér áfram og græða á því pening. Málstaðurinn stendur Emanuel nærri þar sem hann starfaði sem starfsmannastjóri Obama á þeim tíma sem lög um hatursglæpi voru samþykkt. „Þetta er maður sem hefur komist upp með þetta án nokkurra viðurlaga og hefur enga tilfinningu fyrir eigin ábyrgð né hversu siðferðilega rangar gjörðir hans voru,“ sagði borgarstjórinn sem var bersýnilega ósáttur við niðurstöðu málsins. Á blaðamannafundinum sagði Eddie Johnson, lögreglustjóri í Chicago, ákvörðun saksóknarans í Cook-sýslu að fella niður ákærurnar hafa komið sér á óvart. Lögreglustjórinn og borgarstjórinn voru þó sammála um það að þrátt fyrir að vera reiðir út í ákvörðun saksóknarans væri sökin hjá Smollett. „Hvernig dirfist hann? Hvernig dirfist hann?“ spurði borgarstjórinn ósáttur á fundinum og velti því upp hvort Smollett hefði enga sómakennd. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða en hann er samkynhneigður. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. „Þegar allt kemur til alls, þá er það herra Smollett sem hefur komið fram með falskar ásakanir,“ sagði borgarstjórinn. Upptöku af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00
Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01
Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50
Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07