Segir að Liverpool sé meira lið en Manchester City og Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2019 13:30 Virgil Van Dijk fer fyrir liði Liverpool. getty/Andrew Powell Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á Liverpool í Meistaradeildinni og er mjög hrifinn af liðsheildinni hjá Jürgen Klopp þó að hann sé enginn sérstakur aðdáandi fótboltans sem Liverpool liðið spilar. Van Gaal ræddi marga hluti í viðtali við breska ríkisútvarpið og þar á meðal kom hann inn á hvaða lið hann telji að sé það sigurstranglegasta í Meistaradeildinni í ár. Sigurstrangleg lið eins og Paris Saint-Germain og Real Madrid eru úr leik og Atletico Madrid og Bayern München eru tvö önnur öflug lið sem eru úr leik. England á helming liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Margir telja að baráttan standi á milli liða eins og Manchester City, Barcelona, Liverpool eða Juventus en ekki má heldur gleyma liði Manchester United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Flestir spá þó Lionel Messi og félögum í Barcelona sigri í Meistaradeildinni í byrjun júní.HITC: Louis van Gaal gives verdict on who is better, Liverpool or Barcelona https://t.co/1NYE8yWR73#lfc#ynwapic.twitter.com/ZHPZM2QPd6 — Liverpool News 365 (@iLiverpoolApp) March 27, 2019Louis van Gaal er hins vegar ekki einn af þeim. Að hans mati er Barcelona ekki sigurstranglegasta liðið af þeim átta sem eru eftir í Meistaradeildinni. Í viðtalinu við BBC segir Van Gaal að Manchester City sé betra lið en Barcelona og að Liverpool sé síðan betra en þau bæði. „Fólk heldur að Barcelona sé með besta liðið en svo er ekki. Manchester City og Liverpool eru meira lið en Barcelona og Liverpool er síðan meira lið en City,“ sagði Louis van Gaal.Liverpool are better than Man City, and both are better than Barcelona – Van Gaal https://t.co/9N07VJ4rEypic.twitter.com/MdjWGHDAym — Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) March 26, 2019 Louis van Gaal ýjar síðan að því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár en segist aftur á móti vona að Manchester City vinni hana. „Besta liðið á að vinna en ég vona að Manchester City vinni þetta því þeir spila besta fótboltann,“ sagði Van Gaal. Liverpool mætir Porto frá Portúgal í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en Manchester City spilar við Tottenham. Barcelona lenti aftur á móti á móti Manchester United og síðasta viðureignin er síðan á milli Ajax og Juventus. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á Liverpool í Meistaradeildinni og er mjög hrifinn af liðsheildinni hjá Jürgen Klopp þó að hann sé enginn sérstakur aðdáandi fótboltans sem Liverpool liðið spilar. Van Gaal ræddi marga hluti í viðtali við breska ríkisútvarpið og þar á meðal kom hann inn á hvaða lið hann telji að sé það sigurstranglegasta í Meistaradeildinni í ár. Sigurstrangleg lið eins og Paris Saint-Germain og Real Madrid eru úr leik og Atletico Madrid og Bayern München eru tvö önnur öflug lið sem eru úr leik. England á helming liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Margir telja að baráttan standi á milli liða eins og Manchester City, Barcelona, Liverpool eða Juventus en ekki má heldur gleyma liði Manchester United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Flestir spá þó Lionel Messi og félögum í Barcelona sigri í Meistaradeildinni í byrjun júní.HITC: Louis van Gaal gives verdict on who is better, Liverpool or Barcelona https://t.co/1NYE8yWR73#lfc#ynwapic.twitter.com/ZHPZM2QPd6 — Liverpool News 365 (@iLiverpoolApp) March 27, 2019Louis van Gaal er hins vegar ekki einn af þeim. Að hans mati er Barcelona ekki sigurstranglegasta liðið af þeim átta sem eru eftir í Meistaradeildinni. Í viðtalinu við BBC segir Van Gaal að Manchester City sé betra lið en Barcelona og að Liverpool sé síðan betra en þau bæði. „Fólk heldur að Barcelona sé með besta liðið en svo er ekki. Manchester City og Liverpool eru meira lið en Barcelona og Liverpool er síðan meira lið en City,“ sagði Louis van Gaal.Liverpool are better than Man City, and both are better than Barcelona – Van Gaal https://t.co/9N07VJ4rEypic.twitter.com/MdjWGHDAym — Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) March 26, 2019 Louis van Gaal ýjar síðan að því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár en segist aftur á móti vona að Manchester City vinni hana. „Besta liðið á að vinna en ég vona að Manchester City vinni þetta því þeir spila besta fótboltann,“ sagði Van Gaal. Liverpool mætir Porto frá Portúgal í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en Manchester City spilar við Tottenham. Barcelona lenti aftur á móti á móti Manchester United og síðasta viðureignin er síðan á milli Ajax og Juventus.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira