Formaður BÍ segir enga ástæðu til að aðhafast vegna bréfs ÍFF Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 14:23 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir inntak bréfs Íslenska flugmannafélagsins ÍFF, til marks um fjarstæðukennda óra. Það sé fullkomlega fráleitt að íslenskir blaðamenn hafi þegið mútur frá Iceland air eins og ýjað er að. Hann segir að siðanefnd BÍ hefði ekki borist formleg kvörtun vegna málsins. Vísir/Stefán Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir inntak bréfs Íslenska flugmannafélagsins ÍFF, til marks um fjarstæðukennda óra. Það sé fullkomlega fráleitt að íslenskir blaðamenn hafi þegið mútur frá Iceland air eins og ýjað er að. Hann segir að siðanefnd BÍ hefði ekki borist formleg kvörtun vegna málsins. Flugmannafélag Íslands fór þess á leit við Hjálmar að hefja rannsókn á „hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Sjá nánar: Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Hjálmar segir í samtali við fréttastofu að enginn fótur sér fyrir því sem ýjað er að í bréfinu og segist ekki ætla gera nokkurn skapaðan hlut í framhaldinu. „Það er engin ástæða til að gera nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir blaðamenn hafa ábyrgð gagnvart íslenskum almenningi að upplýsa um mikilvæg neytendafyrirtæki og það er enginn fótur fyrir þessu.“ Hjálmar segist hafa skilning á því að menn hafi áhyggjur af atvinnu sinni vegna rekstrarerfiðleika WOW air en að rekja einhvern hluta erfiðleikanna sé líkt og „að fara í geitahús að leita ullar“. Sé litið til umfjöllunar íslenskra fjölmiðla um Icelandair sjái hann ekki betur en að sú umfjöllunin hafi verið alveg jafn gagnrýnin og með sama hætti og á við um WOW air. Fjölmiðlar hafi sagt frá því sem fréttnæmt er hverju sinni. „Enda skiptir það gríðarlegu máli fyrir íslenskan almenning að þessi flugfélög séu í öruggum höndum enda búin að selja farseðla langt fram í tímann til dæmis.“Færsla vegna málsins hefur verið skrifuð á vefsvæði Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir að því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. 27. mars 2019 13:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir inntak bréfs Íslenska flugmannafélagsins ÍFF, til marks um fjarstæðukennda óra. Það sé fullkomlega fráleitt að íslenskir blaðamenn hafi þegið mútur frá Iceland air eins og ýjað er að. Hann segir að siðanefnd BÍ hefði ekki borist formleg kvörtun vegna málsins. Flugmannafélag Íslands fór þess á leit við Hjálmar að hefja rannsókn á „hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Sjá nánar: Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Hjálmar segir í samtali við fréttastofu að enginn fótur sér fyrir því sem ýjað er að í bréfinu og segist ekki ætla gera nokkurn skapaðan hlut í framhaldinu. „Það er engin ástæða til að gera nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir blaðamenn hafa ábyrgð gagnvart íslenskum almenningi að upplýsa um mikilvæg neytendafyrirtæki og það er enginn fótur fyrir þessu.“ Hjálmar segist hafa skilning á því að menn hafi áhyggjur af atvinnu sinni vegna rekstrarerfiðleika WOW air en að rekja einhvern hluta erfiðleikanna sé líkt og „að fara í geitahús að leita ullar“. Sé litið til umfjöllunar íslenskra fjölmiðla um Icelandair sjái hann ekki betur en að sú umfjöllunin hafi verið alveg jafn gagnrýnin og með sama hætti og á við um WOW air. Fjölmiðlar hafi sagt frá því sem fréttnæmt er hverju sinni. „Enda skiptir það gríðarlegu máli fyrir íslenskan almenning að þessi flugfélög séu í öruggum höndum enda búin að selja farseðla langt fram í tímann til dæmis.“Færsla vegna málsins hefur verið skrifuð á vefsvæði Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir að því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. 27. mars 2019 13:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir að því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. 27. mars 2019 13:28