Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2019 09:00 Gunnar Nelson er með flesta afgreiðslur í gólfinu í sögu veltivigtar UFC. vísir/getty Gunnar Nelson féll í í gær í fyrsta skipti í þrjú ár út af styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC. Hann fór niður í fjórtánda sætið skömmu eftir tapið gegn Leon Edwards en er nú ekki lengur á meðal þeirra fimmtán bestu. Þrátt fyrir tapið gegn Leon Edwards í Lundúnum á dögunum og rysjótt gengi í búrinu undanfarin misseri er Gunnar í miklum metum hjá sérfræðingum um íþróttina eins og sjá má í skemmtilegri grein á MMA-síðunni Pundit Arena. Þar setur MMA-blaðamaðurinn Cillian Cunningham upp draumalistann sinn af bardagamönnum óháð þyngd en augljóst er að hann hefur lagt mikla vinnu í verkið. Greinin kom út í gær rétt áður en að Gunnar féll af listanum og miðar við að hann sé í fjórtánda sætinu hjá UFC. Í þessari grein setur blaðamaðurinn alla bardagamennina í fimmtánda sæti styrkleikalista allra flokka saman í einn flokk, svo þá sem eru númer fjórtán og koll af kolli. Hann velur svo þann besta í hverju sæti fyrir sig.Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum.vísir/gettyÞegar horft er á gengi í síðustu bardögum, tæknilega getu, möguleika á að verða meistari og hversu hættulegur bardagamaðurinn er öðrum á listanum telur hann Gunnar Nelson þann besta af öllum í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC, óháð þyngd. „Gunnar tapaði kannski á móti Leon Edwards og stóð sig ekkert frábærlega en það er ekki hægt að gera lítið úr hæfileikum Gunnars að klára bardaga,“ segir í umsögn um Gunnar. „Hann var eiginlega of þrjóskur þetta kvöld gegn Edwards sem varð til þess að Bretinn náði að núlla út allar aðgerðir hans. Hann þarf bara aðeins að laga nokkra hluti og þá ætti Gunni að vera kominn á ról seinna á þessu ári.“ MMA-blaðamaðurinn er svo hrifinn af Gunnari að hann setur hann á draumastyrkleikalistann í lok greinarinnar sem besta bardagakappann í UFC af þeim sem voru í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC. Þar er hann á lista með mönnum á borð við Jon Jones, Tony Ferguson og Dustin Poirier. MMA Tengdar fréttir Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Gunnar Nelson féll í í gær í fyrsta skipti í þrjú ár út af styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC. Hann fór niður í fjórtánda sætið skömmu eftir tapið gegn Leon Edwards en er nú ekki lengur á meðal þeirra fimmtán bestu. Þrátt fyrir tapið gegn Leon Edwards í Lundúnum á dögunum og rysjótt gengi í búrinu undanfarin misseri er Gunnar í miklum metum hjá sérfræðingum um íþróttina eins og sjá má í skemmtilegri grein á MMA-síðunni Pundit Arena. Þar setur MMA-blaðamaðurinn Cillian Cunningham upp draumalistann sinn af bardagamönnum óháð þyngd en augljóst er að hann hefur lagt mikla vinnu í verkið. Greinin kom út í gær rétt áður en að Gunnar féll af listanum og miðar við að hann sé í fjórtánda sætinu hjá UFC. Í þessari grein setur blaðamaðurinn alla bardagamennina í fimmtánda sæti styrkleikalista allra flokka saman í einn flokk, svo þá sem eru númer fjórtán og koll af kolli. Hann velur svo þann besta í hverju sæti fyrir sig.Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum.vísir/gettyÞegar horft er á gengi í síðustu bardögum, tæknilega getu, möguleika á að verða meistari og hversu hættulegur bardagamaðurinn er öðrum á listanum telur hann Gunnar Nelson þann besta af öllum í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC, óháð þyngd. „Gunnar tapaði kannski á móti Leon Edwards og stóð sig ekkert frábærlega en það er ekki hægt að gera lítið úr hæfileikum Gunnars að klára bardaga,“ segir í umsögn um Gunnar. „Hann var eiginlega of þrjóskur þetta kvöld gegn Edwards sem varð til þess að Bretinn náði að núlla út allar aðgerðir hans. Hann þarf bara aðeins að laga nokkra hluti og þá ætti Gunni að vera kominn á ról seinna á þessu ári.“ MMA-blaðamaðurinn er svo hrifinn af Gunnari að hann setur hann á draumastyrkleikalistann í lok greinarinnar sem besta bardagakappann í UFC af þeim sem voru í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC. Þar er hann á lista með mönnum á borð við Jon Jones, Tony Ferguson og Dustin Poirier.
MMA Tengdar fréttir Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32