Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2019 09:00 Gunnar Nelson er með flesta afgreiðslur í gólfinu í sögu veltivigtar UFC. vísir/getty Gunnar Nelson féll í í gær í fyrsta skipti í þrjú ár út af styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC. Hann fór niður í fjórtánda sætið skömmu eftir tapið gegn Leon Edwards en er nú ekki lengur á meðal þeirra fimmtán bestu. Þrátt fyrir tapið gegn Leon Edwards í Lundúnum á dögunum og rysjótt gengi í búrinu undanfarin misseri er Gunnar í miklum metum hjá sérfræðingum um íþróttina eins og sjá má í skemmtilegri grein á MMA-síðunni Pundit Arena. Þar setur MMA-blaðamaðurinn Cillian Cunningham upp draumalistann sinn af bardagamönnum óháð þyngd en augljóst er að hann hefur lagt mikla vinnu í verkið. Greinin kom út í gær rétt áður en að Gunnar féll af listanum og miðar við að hann sé í fjórtánda sætinu hjá UFC. Í þessari grein setur blaðamaðurinn alla bardagamennina í fimmtánda sæti styrkleikalista allra flokka saman í einn flokk, svo þá sem eru númer fjórtán og koll af kolli. Hann velur svo þann besta í hverju sæti fyrir sig.Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum.vísir/gettyÞegar horft er á gengi í síðustu bardögum, tæknilega getu, möguleika á að verða meistari og hversu hættulegur bardagamaðurinn er öðrum á listanum telur hann Gunnar Nelson þann besta af öllum í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC, óháð þyngd. „Gunnar tapaði kannski á móti Leon Edwards og stóð sig ekkert frábærlega en það er ekki hægt að gera lítið úr hæfileikum Gunnars að klára bardaga,“ segir í umsögn um Gunnar. „Hann var eiginlega of þrjóskur þetta kvöld gegn Edwards sem varð til þess að Bretinn náði að núlla út allar aðgerðir hans. Hann þarf bara aðeins að laga nokkra hluti og þá ætti Gunni að vera kominn á ról seinna á þessu ári.“ MMA-blaðamaðurinn er svo hrifinn af Gunnari að hann setur hann á draumastyrkleikalistann í lok greinarinnar sem besta bardagakappann í UFC af þeim sem voru í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC. Þar er hann á lista með mönnum á borð við Jon Jones, Tony Ferguson og Dustin Poirier. MMA Tengdar fréttir Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Gunnar Nelson féll í í gær í fyrsta skipti í þrjú ár út af styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC. Hann fór niður í fjórtánda sætið skömmu eftir tapið gegn Leon Edwards en er nú ekki lengur á meðal þeirra fimmtán bestu. Þrátt fyrir tapið gegn Leon Edwards í Lundúnum á dögunum og rysjótt gengi í búrinu undanfarin misseri er Gunnar í miklum metum hjá sérfræðingum um íþróttina eins og sjá má í skemmtilegri grein á MMA-síðunni Pundit Arena. Þar setur MMA-blaðamaðurinn Cillian Cunningham upp draumalistann sinn af bardagamönnum óháð þyngd en augljóst er að hann hefur lagt mikla vinnu í verkið. Greinin kom út í gær rétt áður en að Gunnar féll af listanum og miðar við að hann sé í fjórtánda sætinu hjá UFC. Í þessari grein setur blaðamaðurinn alla bardagamennina í fimmtánda sæti styrkleikalista allra flokka saman í einn flokk, svo þá sem eru númer fjórtán og koll af kolli. Hann velur svo þann besta í hverju sæti fyrir sig.Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum.vísir/gettyÞegar horft er á gengi í síðustu bardögum, tæknilega getu, möguleika á að verða meistari og hversu hættulegur bardagamaðurinn er öðrum á listanum telur hann Gunnar Nelson þann besta af öllum í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC, óháð þyngd. „Gunnar tapaði kannski á móti Leon Edwards og stóð sig ekkert frábærlega en það er ekki hægt að gera lítið úr hæfileikum Gunnars að klára bardaga,“ segir í umsögn um Gunnar. „Hann var eiginlega of þrjóskur þetta kvöld gegn Edwards sem varð til þess að Bretinn náði að núlla út allar aðgerðir hans. Hann þarf bara aðeins að laga nokkra hluti og þá ætti Gunni að vera kominn á ról seinna á þessu ári.“ MMA-blaðamaðurinn er svo hrifinn af Gunnari að hann setur hann á draumastyrkleikalistann í lok greinarinnar sem besta bardagakappann í UFC af þeim sem voru í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC. Þar er hann á lista með mönnum á borð við Jon Jones, Tony Ferguson og Dustin Poirier.
MMA Tengdar fréttir Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32