Árbæingar vinna að stofnun rafíþróttadeildar innan Fylkis Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. mars 2019 10:30 Keppt var í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Ernir Íþróttafélagið Fylkir vinnur þessa dagana að því að setja upp rafíþróttadeild innan félagsins. Með því yrði Fylkir fyrsta íslenska íþróttafélagið sem kemur upp sérstakri rafíþróttadeild innan félagsins. Fyrir er Fylkir með knattspyrnudeild, handboltadeild, blakdeild, fimleikadeild og karatedeild og er markmiðið að rafíþróttadeildin verði komin á laggirnar næsta haust. Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, segir að hugmyndin eigi ekki langan aðdraganda en að stjórn Fylkis sé spennt fyrir þessu verkefni. „Þetta er allt saman í undirbúningi en við vonumst til þess að starfsemin verði komin á fullt í síðasta lagi í haust. Við erum í sambandi við Rafíþróttasamtök Íslands við að koma fótum undir deildina þegar kemur að þjálfun og að setja upp aðstöðu. Það er verið að taka saman kostnaðaráætlun þar sem við þurfum að setja upp aðstöðu til að iðka rafíþróttir,“ segir Björn og heldur áfram: „Markmið okkar er að koma upp aðstöðu í Fylkisselinu þar sem við erum með fimleika og karate.“ Fordæmi eru fyrir því að íþróttalið erlendis séu með rafíþróttalið á sínum snærum. FC Kaupmannahöfn keypti á síðasta ári eitt af stærstu rafíþróttaliðum Danmerkur. „Stjórnin heillaðist af þessu, sérstaklega þegar við sjáum þróunina í þessum geira í Danmörku. Það er hröð þróun í þessum bransa, ég sótti ráðstefnu í Danmörku á dögunum þar sem ég heillaðist af þessum hugmyndum.“ Ekki er vitað til þess að fleiri lið séu að stofna rafíþróttadeild. „Ég hef heyrt af áhuga en veit ekki af öðrum félögum sem eru að stofna deild. Innan ÍTR er hins vegar áhugi á að koma að þessu. Það eru margir sem einangrast við tölvuleikjaspilun en þetta er leið til að sameina þessa hópa. Með því fá krakkar tækifæri til að spila með jafnöldrum sínum sem deila þessu áhugamáli. Okkar hugmynd er að það verði hreyfing innifalin, hver sem það verður, og að þetta verði unnið í samstarfi við frístundamiðstöðvarnar. Það verður ekki bara setið við tölvuna allan daginn.“ Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, tekur því fagnandi að íslensk félög séu farin að skoða þennan möguleika. „Við finnum fyrir mun meiri áhuga eftir Reykjavíkurleikana á öllum stigum samfélagsins. Ég hef rætt við fulltrúa annarra íþróttafélaga á Íslandi en Fylkir er komið hvað lengst í þessu. Okkar markmið er að skapa jákvætt umhverfi fyrir þá sem kjósa að spila tölvuleiki eins og í öðrum íþróttum. Með þessu sköpum við vettvang fyrir þá sem vilja koma saman og rækta þetta áhugamál.“ Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir vinnur þessa dagana að því að setja upp rafíþróttadeild innan félagsins. Með því yrði Fylkir fyrsta íslenska íþróttafélagið sem kemur upp sérstakri rafíþróttadeild innan félagsins. Fyrir er Fylkir með knattspyrnudeild, handboltadeild, blakdeild, fimleikadeild og karatedeild og er markmiðið að rafíþróttadeildin verði komin á laggirnar næsta haust. Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, segir að hugmyndin eigi ekki langan aðdraganda en að stjórn Fylkis sé spennt fyrir þessu verkefni. „Þetta er allt saman í undirbúningi en við vonumst til þess að starfsemin verði komin á fullt í síðasta lagi í haust. Við erum í sambandi við Rafíþróttasamtök Íslands við að koma fótum undir deildina þegar kemur að þjálfun og að setja upp aðstöðu. Það er verið að taka saman kostnaðaráætlun þar sem við þurfum að setja upp aðstöðu til að iðka rafíþróttir,“ segir Björn og heldur áfram: „Markmið okkar er að koma upp aðstöðu í Fylkisselinu þar sem við erum með fimleika og karate.“ Fordæmi eru fyrir því að íþróttalið erlendis séu með rafíþróttalið á sínum snærum. FC Kaupmannahöfn keypti á síðasta ári eitt af stærstu rafíþróttaliðum Danmerkur. „Stjórnin heillaðist af þessu, sérstaklega þegar við sjáum þróunina í þessum geira í Danmörku. Það er hröð þróun í þessum bransa, ég sótti ráðstefnu í Danmörku á dögunum þar sem ég heillaðist af þessum hugmyndum.“ Ekki er vitað til þess að fleiri lið séu að stofna rafíþróttadeild. „Ég hef heyrt af áhuga en veit ekki af öðrum félögum sem eru að stofna deild. Innan ÍTR er hins vegar áhugi á að koma að þessu. Það eru margir sem einangrast við tölvuleikjaspilun en þetta er leið til að sameina þessa hópa. Með því fá krakkar tækifæri til að spila með jafnöldrum sínum sem deila þessu áhugamáli. Okkar hugmynd er að það verði hreyfing innifalin, hver sem það verður, og að þetta verði unnið í samstarfi við frístundamiðstöðvarnar. Það verður ekki bara setið við tölvuna allan daginn.“ Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, tekur því fagnandi að íslensk félög séu farin að skoða þennan möguleika. „Við finnum fyrir mun meiri áhuga eftir Reykjavíkurleikana á öllum stigum samfélagsins. Ég hef rætt við fulltrúa annarra íþróttafélaga á Íslandi en Fylkir er komið hvað lengst í þessu. Okkar markmið er að skapa jákvætt umhverfi fyrir þá sem kjósa að spila tölvuleiki eins og í öðrum íþróttum. Með þessu sköpum við vettvang fyrir þá sem vilja koma saman og rækta þetta áhugamál.“
Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti