Tim Duncan vissi ekki hver Ginobili var þegar að Spurs valdi hann 29. mars 2019 17:45 Tim Duncan fór á kostum. vísir/getty Argentínumaðurinn Manu Ginobili var í gærkvöldi heiðraður af San Antonio Spurs fyrir magnaðan feril en treyja hans númer 20 var hengd upp í rjáfur við mikla athöfn. Ginobili er kannski ein óvæntasta stjarna í sögu NBA-deildarinnar en fáir vissu hver hann var þegar að Spurs valdi hann 57. í nýliðavalinu árið 1999. Hann átti eftir að heilla aðdáendur NBA-deildarinnar næstu 16 árin og vinna fjóra meistaratitla með San Antonio en Argentínumaðurinn var tvisvar sinnum valinn í stjörnulið vesturdeildarinnar og þá var hann sjötti maður ársins árið 2008. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, og fyrrverandi liðsfélagar Ginobili á borð við Tony Parker og Tim Duncan héldu ræður um félaga sinn í gærkvöldi og verður ekki annað sagt en að Tim Duncan hafi farið á kostum.„Ég sat heima á hverju ári og horfði á nýliðavalið og fylgdist með okkur velja leikmenn sem ég hafði aldrei heyrt um. Þetta árið völdum við Emanuel Ginobili,“ sagði Duncan og bar eftirnafn Ginobili fram eins og hann gerði það árið 1999 og uppskar hlátrasköll. „Ég hringdi í Pop og spurði hver þetta væri og hann svaraði að þetta væri öflugur leikmaður. Ég nennti ekki að spá meira í þessu á þeim tíma því hann kom ekki fyrr en tveimur árum seinna.“ Ginobili mætti svo sumarið 2002 til leiks þegar að leikmenn Spurs voru að leika sér í körfubolta í æfingasal félagsins og lét Bruce Bowen, einn besti varnarmaður sögunnar, Ginobili heldur betur finna fyrir því í leiknum. „Bowen beitti öllum brögðunum í bókinni en Manu lét sér fátt um finnast. Hann breytti aldrei leik sínum og fór ekki að væla. Hann hélt bara áfram og þá vissi ég að þetta væri alvöru leikmaður,“ sagði Tim Duncan. Alla athöfnina má sjá hér að neðan en Duncan stígur á svið eftir rúmar 23 mínútur. NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Argentínumaðurinn Manu Ginobili var í gærkvöldi heiðraður af San Antonio Spurs fyrir magnaðan feril en treyja hans númer 20 var hengd upp í rjáfur við mikla athöfn. Ginobili er kannski ein óvæntasta stjarna í sögu NBA-deildarinnar en fáir vissu hver hann var þegar að Spurs valdi hann 57. í nýliðavalinu árið 1999. Hann átti eftir að heilla aðdáendur NBA-deildarinnar næstu 16 árin og vinna fjóra meistaratitla með San Antonio en Argentínumaðurinn var tvisvar sinnum valinn í stjörnulið vesturdeildarinnar og þá var hann sjötti maður ársins árið 2008. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, og fyrrverandi liðsfélagar Ginobili á borð við Tony Parker og Tim Duncan héldu ræður um félaga sinn í gærkvöldi og verður ekki annað sagt en að Tim Duncan hafi farið á kostum.„Ég sat heima á hverju ári og horfði á nýliðavalið og fylgdist með okkur velja leikmenn sem ég hafði aldrei heyrt um. Þetta árið völdum við Emanuel Ginobili,“ sagði Duncan og bar eftirnafn Ginobili fram eins og hann gerði það árið 1999 og uppskar hlátrasköll. „Ég hringdi í Pop og spurði hver þetta væri og hann svaraði að þetta væri öflugur leikmaður. Ég nennti ekki að spá meira í þessu á þeim tíma því hann kom ekki fyrr en tveimur árum seinna.“ Ginobili mætti svo sumarið 2002 til leiks þegar að leikmenn Spurs voru að leika sér í körfubolta í æfingasal félagsins og lét Bruce Bowen, einn besti varnarmaður sögunnar, Ginobili heldur betur finna fyrir því í leiknum. „Bowen beitti öllum brögðunum í bókinni en Manu lét sér fátt um finnast. Hann breytti aldrei leik sínum og fór ekki að væla. Hann hélt bara áfram og þá vissi ég að þetta væri alvöru leikmaður,“ sagði Tim Duncan. Alla athöfnina má sjá hér að neðan en Duncan stígur á svið eftir rúmar 23 mínútur.
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira