Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Andri Eysteinsson skrifar 29. mars 2019 23:37 Getty/Chip Somodevila Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl, „ef ekki fyrr.“ Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William „Bill“ Barr greindi frá þessu í bréfi til háttsettra þingmanna í dag. CNN greinir frá.Í bréfi sínu sagði Barr skýrsluna vera tæplega 400 blaðsíður að lengd og á þeim blaðsíðum setji Mueller fram niðurstöður, greiningar og ályktanir sínar. Dómsmálaráðherrann bauðst einnig til þess að koma fyrir þingið og ræða skýrsluna og stakk hann upp á Verkalýðsdeginum 1. maí til að funda með öldungadeild þingsins og 2. maí fyrir fund með fulltrúadeildinni. Síðastliðinn sunnudag gaf Barr út úrdrátt úr skýrslunni. Þar kom fram að ekki væri hægt að sýna fram á samsæri kosningaskrifstofu Donald Trump og rússnesku ríkisstjórnarinnar fyrir forsetakosningar 2016. Andstæðingar forsetans urðu fyrir miklum vonbrigðum með þann hluta skýrslunnar en margir voru efins um að sú mynd sem Barr dró fram í úrdrættinum væri rétt. Barr sagði í bréfi sínu að fljótlega muni allir hafa möguleika á því að lesa skýrsluna. Þó verður búið að afmá viðkvæmar upplýsingar úr skýrslunni þegar hún verður gefin út. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislega Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. 28. mars 2019 22:48 Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl, „ef ekki fyrr.“ Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William „Bill“ Barr greindi frá þessu í bréfi til háttsettra þingmanna í dag. CNN greinir frá.Í bréfi sínu sagði Barr skýrsluna vera tæplega 400 blaðsíður að lengd og á þeim blaðsíðum setji Mueller fram niðurstöður, greiningar og ályktanir sínar. Dómsmálaráðherrann bauðst einnig til þess að koma fyrir þingið og ræða skýrsluna og stakk hann upp á Verkalýðsdeginum 1. maí til að funda með öldungadeild þingsins og 2. maí fyrir fund með fulltrúadeildinni. Síðastliðinn sunnudag gaf Barr út úrdrátt úr skýrslunni. Þar kom fram að ekki væri hægt að sýna fram á samsæri kosningaskrifstofu Donald Trump og rússnesku ríkisstjórnarinnar fyrir forsetakosningar 2016. Andstæðingar forsetans urðu fyrir miklum vonbrigðum með þann hluta skýrslunnar en margir voru efins um að sú mynd sem Barr dró fram í úrdrættinum væri rétt. Barr sagði í bréfi sínu að fljótlega muni allir hafa möguleika á því að lesa skýrsluna. Þó verður búið að afmá viðkvæmar upplýsingar úr skýrslunni þegar hún verður gefin út.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislega Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. 28. mars 2019 22:48 Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislega Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. 28. mars 2019 22:48
Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44