Umdeild samtök vilja banna Hatara að koma til Ísrael Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2019 18:52 Hataramenn hafa vakið mikla athygli fyrir framkomu sína, jafnt á sviðinu sem utan þess. Hér eru þeir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðna helgi. Mynd/RÚV Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision í Ísrael í maí. Ráðgert er að Hatari muni flytja lag sitt „Hatrið mun sigra,“ á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar sem fram fer þriðjudagskvöldið 14. maí. Úrslitakvöldið verður síðan laugardaginn 18. maí. Samtökin halda því fram að fái Hatari að koma fram, sé næsta víst að þeir mun nýta sér dagskrárvald sitt með því að mótmæla Ísraelsríki. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Ynet News um mál sveitarinnar eru meðlimir Hatara sagðir hafa gagnrýnt Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki sniðgengið keppnina í ár vegna þess hvar hún er haldin. Þá eru Hataramenn sagðir hafa opinberað fyrirætlanir sínar um að notfæra sér sviðsljósið sem fyglir Eurovision með því að lýsa yfir samstöðu sinni með Palestínu og mótmæla mannréttindabrotum Ísraela á þeim.Málið mögulega tekið fyrir af innanríkisráðherranum Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin, segir samtökin hafa fengið veður af stuðningsyfirlýsingu Hatara við sniðgöngu á keppninni. „Síðasta sumar skrifaði hljómsveitin undir ákall um sniðgöngu Íslands á Eurovision. Eftir að hafa sigrað lýsti Hatari því yfir að sveitin myndi mótmæla Ísrael á sviði keppninnar, þrátt fyrir að það brjóti í bága við reglur keppninnar.“Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin.Mike Cohen/WikipediaDarshan-Leitner segir að samkvæmt lögum um inngöngu í Ísraelsríki sé einstaklingum sem ekki séu ísraelskir ríkisborgarar eða hafi dvalarleyfi í landinu, fái ekki inngöngu inn í landið hafi einstaklingurinn eða samtök sem hann er í forsvari fyrir stutt formlega við sniðgöngu á Ísrael. Talsmaður innanríkisráðherra Ísraels hefur sagt að beiðni samtakanna um að meina Hatara að koma inn í landið verði tekin fyrir þegar formleg beiðni berst innanríkisráðuneytinu. Hún verði síðan tekin fyrir í samvinnu við viðeigandi yfirvöld.Umdeild samtök Shurat HaDin lýsa sjálfum sér sem mannréttindasamtökum sem ætlað er að tala máli fórnarlamba hryðjuverkaárása, gyðinga og Ísraela. Starf Shurat HaDin gengur að miklu leyti út á að notfæra sér réttarkerfið til þess að sækja til saka þá sem samtökin telja styðja málstað hryðjuverkamanna, eða aðra sem samtökin sjá sem óvini gyðinga og Ísraelsmanna. Margir hafa sakað samtökin um að stunda beinlínis „lagalegan skæruhernað,“ þar sem þeir sem hugnast ekki samtökunum eru dregnir fyrir dómstóla og mannorð þeirra skaddað í nafni þess að „sigrast“ á þeim sem ekki þóknast Shurat HaDin. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30 Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Sjá meira
Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision í Ísrael í maí. Ráðgert er að Hatari muni flytja lag sitt „Hatrið mun sigra,“ á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar sem fram fer þriðjudagskvöldið 14. maí. Úrslitakvöldið verður síðan laugardaginn 18. maí. Samtökin halda því fram að fái Hatari að koma fram, sé næsta víst að þeir mun nýta sér dagskrárvald sitt með því að mótmæla Ísraelsríki. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Ynet News um mál sveitarinnar eru meðlimir Hatara sagðir hafa gagnrýnt Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki sniðgengið keppnina í ár vegna þess hvar hún er haldin. Þá eru Hataramenn sagðir hafa opinberað fyrirætlanir sínar um að notfæra sér sviðsljósið sem fyglir Eurovision með því að lýsa yfir samstöðu sinni með Palestínu og mótmæla mannréttindabrotum Ísraela á þeim.Málið mögulega tekið fyrir af innanríkisráðherranum Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin, segir samtökin hafa fengið veður af stuðningsyfirlýsingu Hatara við sniðgöngu á keppninni. „Síðasta sumar skrifaði hljómsveitin undir ákall um sniðgöngu Íslands á Eurovision. Eftir að hafa sigrað lýsti Hatari því yfir að sveitin myndi mótmæla Ísrael á sviði keppninnar, þrátt fyrir að það brjóti í bága við reglur keppninnar.“Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin.Mike Cohen/WikipediaDarshan-Leitner segir að samkvæmt lögum um inngöngu í Ísraelsríki sé einstaklingum sem ekki séu ísraelskir ríkisborgarar eða hafi dvalarleyfi í landinu, fái ekki inngöngu inn í landið hafi einstaklingurinn eða samtök sem hann er í forsvari fyrir stutt formlega við sniðgöngu á Ísrael. Talsmaður innanríkisráðherra Ísraels hefur sagt að beiðni samtakanna um að meina Hatara að koma inn í landið verði tekin fyrir þegar formleg beiðni berst innanríkisráðuneytinu. Hún verði síðan tekin fyrir í samvinnu við viðeigandi yfirvöld.Umdeild samtök Shurat HaDin lýsa sjálfum sér sem mannréttindasamtökum sem ætlað er að tala máli fórnarlamba hryðjuverkaárása, gyðinga og Ísraela. Starf Shurat HaDin gengur að miklu leyti út á að notfæra sér réttarkerfið til þess að sækja til saka þá sem samtökin telja styðja málstað hryðjuverkamanna, eða aðra sem samtökin sjá sem óvini gyðinga og Ísraelsmanna. Margir hafa sakað samtökin um að stunda beinlínis „lagalegan skæruhernað,“ þar sem þeir sem hugnast ekki samtökunum eru dregnir fyrir dómstóla og mannorð þeirra skaddað í nafni þess að „sigrast“ á þeim sem ekki þóknast Shurat HaDin.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30 Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Sjá meira
Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30
Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15
Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið