Sjálfsást eflir systrasamstöðuna Björk Eiðsdóttir skrifar 11. mars 2019 08:00 Tinna Sverrisdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, hefur umsjón með námskeiðinu en hún er hér með Láru Rúnarsdóttur, tónlistarkonu. Saman reka þær Andagift. fréttablaðið/anton brink. Við Rauðarárstíg reka þær Tinna Sverrisdóttir leikkona og Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona griðastaðinn Andagift súkkulaðisetur þar sem þær bjóða upp á fjölbreytta tíma í andlegri iðkun og súkkulaðiserimóníur. Á morgun hefst námskeið Tinnu, GRL PWR KAKÓ, sem standa mun í sex vikur og er ætlað stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára þar sem áherslan verður á sjálfstyrkingu og slökun. Tinna er útskrifuð leikkona úr Listaháskóla Íslands og starfar einnig sem tónlistarkona og leiklistarkennari í Leynileikhúsinu. Hún er einn stofnenda Reykjavíkurdætra og hefur starfað mikið með börnum og unglingum að sjálfseflingu undanfarin ár en árið 2013 var hún kosin bæjarlistamaður Kópavogs þar sem hún ferðaðist í allar unglingadeildir í Kópavogi þar sem hún stóð fyrir námskeiði með áherslu á sjálfseflingu í listsköpun. Tinna stundaði námið Yoga of sound and chocolate árið 2017 í Gvatemala og lærði þar tónheilun og hvernig vinna á með kakóplöntuna í serimónískum tilgangi til að efla slökun og hugleiðslu.Með mikinn kvíða og sjálfsefa Aðspurð út í hugmyndina að námskeiðinu segist Tinna hafa hugsað til þess hversu gott hún sjálf hefði haft af slíku námskeiði á sínum yngri árum. „Ég var haldin miklum kvíða, sjálfsefa, óöryggi, fullkomnunaráráttu og ótta við álit annarra. Ég vissi raunverulega ekkert hver ég var eða hvað ég vildi. Nú nokkrum árum síðar er áreitið og hraðinn orðinn enn meiri með öllum samfélagsmiðlunum, tækninni, kröfunum og útlitsdýrkuninni svo það er enn brýnni þörf fyrir að ungar stelpur fái rými til að slaka á og öðlist gagnleg tól til þess að efla sjálfsmynd sína og samskipti. Það skiptir mig miklu máli að fá að vinna með stelpum á þessum aldri að sjálfseflingu, sköpun, systrasamstöðu og deila því sem hefur gagnast mér.“ Setningin „Stelpur eru stelpum bestar“ er slagorð námskeiðsins og segir Tinna ætlunina að finna samstöðu og veita hver annarri stuðning inn í það sem þátttakendur eru að kljást við á hverri stundu. „Einnig er áhersla á einfaldleika og leikgleði sem áminningu um að taka okkur sjálfar og lífinu ekki of alvarlega.“GRL PWR KAKÓ Tinna lofar að námskeiðið verði stútfullt af alls konar skemmtilegum, einföldum og gagnlegum æfingum sem hjálpa til við að vinna bug á streitu og kvíða í daglegu lífi. „Hvert skipti hefur sitt þema, eins og hugrekki, sjálfsvirðing, samskipti, slökun og fleira. Við munum gefa okkur tíma til að kynnast, læra að tjá okkur af öryggi, efla sjálfást og mildi og takast á við óttann okkar. Einnig munum við skoða drauma okkar og langanir og læra æfingar sem hjálpa okkur að finna kjark til þess að láta drauma okkar rætast. Skráningin er í fullum gangi en enn eru örfá pláss eftir svo ég hlakka mikið til að skapa eftirminnilegar stundir með þessum flottu stelpum,“ segir Tinna að lokum. Skráning og frekari upplýsingar: andagift.is/vara/grlpwr Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Við Rauðarárstíg reka þær Tinna Sverrisdóttir leikkona og Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona griðastaðinn Andagift súkkulaðisetur þar sem þær bjóða upp á fjölbreytta tíma í andlegri iðkun og súkkulaðiserimóníur. Á morgun hefst námskeið Tinnu, GRL PWR KAKÓ, sem standa mun í sex vikur og er ætlað stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára þar sem áherslan verður á sjálfstyrkingu og slökun. Tinna er útskrifuð leikkona úr Listaháskóla Íslands og starfar einnig sem tónlistarkona og leiklistarkennari í Leynileikhúsinu. Hún er einn stofnenda Reykjavíkurdætra og hefur starfað mikið með börnum og unglingum að sjálfseflingu undanfarin ár en árið 2013 var hún kosin bæjarlistamaður Kópavogs þar sem hún ferðaðist í allar unglingadeildir í Kópavogi þar sem hún stóð fyrir námskeiði með áherslu á sjálfseflingu í listsköpun. Tinna stundaði námið Yoga of sound and chocolate árið 2017 í Gvatemala og lærði þar tónheilun og hvernig vinna á með kakóplöntuna í serimónískum tilgangi til að efla slökun og hugleiðslu.Með mikinn kvíða og sjálfsefa Aðspurð út í hugmyndina að námskeiðinu segist Tinna hafa hugsað til þess hversu gott hún sjálf hefði haft af slíku námskeiði á sínum yngri árum. „Ég var haldin miklum kvíða, sjálfsefa, óöryggi, fullkomnunaráráttu og ótta við álit annarra. Ég vissi raunverulega ekkert hver ég var eða hvað ég vildi. Nú nokkrum árum síðar er áreitið og hraðinn orðinn enn meiri með öllum samfélagsmiðlunum, tækninni, kröfunum og útlitsdýrkuninni svo það er enn brýnni þörf fyrir að ungar stelpur fái rými til að slaka á og öðlist gagnleg tól til þess að efla sjálfsmynd sína og samskipti. Það skiptir mig miklu máli að fá að vinna með stelpum á þessum aldri að sjálfseflingu, sköpun, systrasamstöðu og deila því sem hefur gagnast mér.“ Setningin „Stelpur eru stelpum bestar“ er slagorð námskeiðsins og segir Tinna ætlunina að finna samstöðu og veita hver annarri stuðning inn í það sem þátttakendur eru að kljást við á hverri stundu. „Einnig er áhersla á einfaldleika og leikgleði sem áminningu um að taka okkur sjálfar og lífinu ekki of alvarlega.“GRL PWR KAKÓ Tinna lofar að námskeiðið verði stútfullt af alls konar skemmtilegum, einföldum og gagnlegum æfingum sem hjálpa til við að vinna bug á streitu og kvíða í daglegu lífi. „Hvert skipti hefur sitt þema, eins og hugrekki, sjálfsvirðing, samskipti, slökun og fleira. Við munum gefa okkur tíma til að kynnast, læra að tjá okkur af öryggi, efla sjálfást og mildi og takast á við óttann okkar. Einnig munum við skoða drauma okkar og langanir og læra æfingar sem hjálpa okkur að finna kjark til þess að láta drauma okkar rætast. Skráningin er í fullum gangi en enn eru örfá pláss eftir svo ég hlakka mikið til að skapa eftirminnilegar stundir með þessum flottu stelpum,“ segir Tinna að lokum. Skráning og frekari upplýsingar: andagift.is/vara/grlpwr
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira