Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2019 11:25 Tugþúsundir hafa haldið út á götur Algeirsborgar og fleiri borga síðustu daga til að mótmæla Bouteflika og stjórn hans. Getty Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. Tilkynning dómaranna kemur á sama tíma og fjölmenn mótmæli eiga sér stað í landinu. Tugþúsundir hafa haldið út á götur Algeirsborgar og fleiri borga síðustu daga til að mótmæla Bouteflika og stjórn hans. Mótmælin blossuðu upp eftir að hinn 82 ára forseti tilkynnti að hann myndi sækjast eftir endurkjöri í kosningunum sem fram fara 18. apríl. Bouteflika hefur gegnt embætti forseta Alsírs frá árinu 1999 og er alkunna að hann er mjög heilsuveill. Hann hlaut heilablóðfall árið 2013 og hélt hélt síðast opinbert ávarp árið 2014 þegar hann þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir endurkjörið.Abdelaziz Bouteflika árið 2015.GettyBouteflika sneri aftur til Alsírs í gær eftir að hafa gengist undir læknismeðferð í Sviss síðustu vikur. Fjölmargir samflokksmenn Bouteflika á alsírska þinginu hafa gengið til liðs við mótmælendur og hafa vísbendingar komið fram um að herinn muni ekki bregðast sérstaklega við vegna mótmælaöldunnar. Stjórnarandstaðan í landinu, sem hefur verið sundruð um árabil, heldur því fram að Bouteflika sé ekki í neinu standi til að stýra landinu og sé hann frekar orðinn strengjabrúða fámennrar valdaklíku í landinu. Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. Tilkynning dómaranna kemur á sama tíma og fjölmenn mótmæli eiga sér stað í landinu. Tugþúsundir hafa haldið út á götur Algeirsborgar og fleiri borga síðustu daga til að mótmæla Bouteflika og stjórn hans. Mótmælin blossuðu upp eftir að hinn 82 ára forseti tilkynnti að hann myndi sækjast eftir endurkjöri í kosningunum sem fram fara 18. apríl. Bouteflika hefur gegnt embætti forseta Alsírs frá árinu 1999 og er alkunna að hann er mjög heilsuveill. Hann hlaut heilablóðfall árið 2013 og hélt hélt síðast opinbert ávarp árið 2014 þegar hann þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir endurkjörið.Abdelaziz Bouteflika árið 2015.GettyBouteflika sneri aftur til Alsírs í gær eftir að hafa gengist undir læknismeðferð í Sviss síðustu vikur. Fjölmargir samflokksmenn Bouteflika á alsírska þinginu hafa gengið til liðs við mótmælendur og hafa vísbendingar komið fram um að herinn muni ekki bregðast sérstaklega við vegna mótmælaöldunnar. Stjórnarandstaðan í landinu, sem hefur verið sundruð um árabil, heldur því fram að Bouteflika sé ekki í neinu standi til að stýra landinu og sé hann frekar orðinn strengjabrúða fámennrar valdaklíku í landinu.
Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00
Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36