Sjórinn er leikvöllur Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. mars 2019 07:45 Steinarr Lár segir ekkert jafnast á við að standa á stórri öldu enda fer hann í sjóinn að minnsta kosti fjórum sinnum í viku í leitinni endalausu að þeirri einu réttu og lætur ekki króníska eyrnabólgu aftra sér. Ferðaþjónustufrömuðurinn Steinar Lárr, stofnandi KuKu Campers, er forfallinn brimbrettakappi og segist fara í sjóinn í það minnsta fjórum sinnum í viku. En það sem einum þykir sjálfsagt er undur fyrir öðrum eins og kom í ljós á sunnudagseftirmiðdag þegar viðbragðsaðilum var gert viðvart um mann í sjónum við Seltjarnarnes með tilheyrandi viðbúnaði. „Hvað get ég sagt? Ég fæddist á vitlausri öld og nútíminn gerir ekki ráð fyrir ævintýramennsku. Þá fer bara allt beint í kerfisvillu,“ segir Steinarr Lár sem frétti ekki af fyrirhuguðum björgunaraðgerðum fyrr en hann kom í land en viðbragðsaðilar voru afturkallaðir þegar í ljós kom hver var á ferðinni. „Fólk er ekki alveg búið að átta sig á þeim veruleika að sjórinn er leikvöllur. Við erum líka eðlilega ennþá hrædd við sjóinn vegna þess að margir hafa endað í blautri gröf,“ segir Steinarr Lár en segist meðvitaður um að hann þurfi að girða fyrir misskilning eins og þennan í framtíðinni.Leitin að réttu öldunni „Ég fór á sunnudaginn eins og svo oft áður þarna út á sæþotunni minni, sem ég nota til þess að komast út í sker og eyjar, í leit að öldubrotum. Ég eyði talsverðu af frítíma mínum í að leita að nýjum stöðum sem hægt er að sörfa á,“ segir Steinarr og bætir við að þetta sé ekki ósvipað því að reyna að finna fjallstind þar sem enginn hefur stigið fæti áður. „Kikkið í þessu öllu saman er að læra að lesa í sjóinn og veðrið og finna einhverja gimsteina þar sem ég veit að enginn hefur farið á bretti áður. Og til þess að geta átt þessa staði út af fyrir mig fer ég einn. Það sem vantar í raun upp á hjá mér er vera í einhverjum samskiptum við viðbragðsaðila, vegna þess að þetta er í þriðja skiptið á einhverjum fimm árum sem einhver kemur til að bjarga mér og ég er þá náttúrlega bara að leika mér,“ segir Steinarr og rifjar upp hlýlegar móttökur sem hann fékk á sínum tíma í Víkurfjöru. „Þá fór ég frá Reynisfjöru út í Reynisdranga og var að skoða þá. Þegar ég kom síðan inn í Víkurfjöru var þar stóð af lögreglumönnum sem ætlaði aldeilis að bjarga mér.“ Aðspurður segir Steinarr að hann hafi ekki fengið sérstakar skammir í þessum tilfellum og lögreglumennirnir hafi ekki verið honum reiðir þarna í fjörunni. „Nei, nei. Alls ekki og líklega eru þetta bestu fýluferðirnar hjá þeim en ég þarf að fara að finna einhvern veginn út úr því hvernig ég geti upplýst viðbragðsaðila um það þegar ég fer í sjóinn. Það er auðvitað á mína ábyrgð að koma því þannig fyrir að maður sé ekki að eyða tíma annarra. Þetta er bara nýtt sport á nýjum stöðum og passar ekki alveg inn í kerfið þannig að maður þarf einhvern veginn að koma á samtali svo maður geri þetta nú í sátt við alla. Ég þarf að fara að finna einhvern veginn út úr því.“Best að sörfa á Íslandi Steinarr Lár segist aldrei fara sér að voða. „Ég er með símann með mér og er náttúrlega alvanur að vera í sjónum. Ég fer heldur aldrei lengra út en svona tvo kílómetra frá landi, svo ég geti synt í land ef þotan missir akkerið, verður bensínlaus, bilar eða eitthvað þannig.“ Steinarr segist fara árlega í æfingaferðir á suðrænni slóðir í þrjár til fjórar vikur á meðan myrkrið er sem mest hérna. Merkilegt nokk, þrátt fyrir kuldann sé þó hvergi betra að sörfa en við Íslandsstrendur. „Þegar upp er staðið er Ísland einn besti staðurinn í heiminum til þess að stunda brimbretti. Við erum í miðju Norður-Atlantshafinu, með alls konar öldur. Þetta sport kostar samt tíma, talsverða keyrslu milli staða og auðvitað bið.“ Biðina eftir hinni einu réttu öldu. „Síðan þarf maður að læra á hvern stað fyrir sig vegna þess að allar eru fjörurnar ólíkar og vindarnir blása hvergi eins.“Toppurinn á öldunni „Þetta er skítkalt og stundum hristist maður og skelfur þegar maður er kominn upp úr en á meðan maður er að synda og er ofan í sjónum að synda þá sleppur þetta alveg,“ segir Steinarr. Hann viðurkennir þó fúslega að mannslíkaminn sé ekki alveg gerður fyrir svona lagað og sportinu fylgi ýmsir kvillar, til dæmis tíðar eyrnabólgur. „En maður harkar þetta af sér enda er það þess virði. Það kemst ekkert nálægt því að standa á stórri öldu. Beisla þessi öfl og leika sér að þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Ferðaþjónustufrömuðurinn Steinar Lárr, stofnandi KuKu Campers, er forfallinn brimbrettakappi og segist fara í sjóinn í það minnsta fjórum sinnum í viku. En það sem einum þykir sjálfsagt er undur fyrir öðrum eins og kom í ljós á sunnudagseftirmiðdag þegar viðbragðsaðilum var gert viðvart um mann í sjónum við Seltjarnarnes með tilheyrandi viðbúnaði. „Hvað get ég sagt? Ég fæddist á vitlausri öld og nútíminn gerir ekki ráð fyrir ævintýramennsku. Þá fer bara allt beint í kerfisvillu,“ segir Steinarr Lár sem frétti ekki af fyrirhuguðum björgunaraðgerðum fyrr en hann kom í land en viðbragðsaðilar voru afturkallaðir þegar í ljós kom hver var á ferðinni. „Fólk er ekki alveg búið að átta sig á þeim veruleika að sjórinn er leikvöllur. Við erum líka eðlilega ennþá hrædd við sjóinn vegna þess að margir hafa endað í blautri gröf,“ segir Steinarr Lár en segist meðvitaður um að hann þurfi að girða fyrir misskilning eins og þennan í framtíðinni.Leitin að réttu öldunni „Ég fór á sunnudaginn eins og svo oft áður þarna út á sæþotunni minni, sem ég nota til þess að komast út í sker og eyjar, í leit að öldubrotum. Ég eyði talsverðu af frítíma mínum í að leita að nýjum stöðum sem hægt er að sörfa á,“ segir Steinarr og bætir við að þetta sé ekki ósvipað því að reyna að finna fjallstind þar sem enginn hefur stigið fæti áður. „Kikkið í þessu öllu saman er að læra að lesa í sjóinn og veðrið og finna einhverja gimsteina þar sem ég veit að enginn hefur farið á bretti áður. Og til þess að geta átt þessa staði út af fyrir mig fer ég einn. Það sem vantar í raun upp á hjá mér er vera í einhverjum samskiptum við viðbragðsaðila, vegna þess að þetta er í þriðja skiptið á einhverjum fimm árum sem einhver kemur til að bjarga mér og ég er þá náttúrlega bara að leika mér,“ segir Steinarr og rifjar upp hlýlegar móttökur sem hann fékk á sínum tíma í Víkurfjöru. „Þá fór ég frá Reynisfjöru út í Reynisdranga og var að skoða þá. Þegar ég kom síðan inn í Víkurfjöru var þar stóð af lögreglumönnum sem ætlaði aldeilis að bjarga mér.“ Aðspurður segir Steinarr að hann hafi ekki fengið sérstakar skammir í þessum tilfellum og lögreglumennirnir hafi ekki verið honum reiðir þarna í fjörunni. „Nei, nei. Alls ekki og líklega eru þetta bestu fýluferðirnar hjá þeim en ég þarf að fara að finna einhvern veginn út úr því hvernig ég geti upplýst viðbragðsaðila um það þegar ég fer í sjóinn. Það er auðvitað á mína ábyrgð að koma því þannig fyrir að maður sé ekki að eyða tíma annarra. Þetta er bara nýtt sport á nýjum stöðum og passar ekki alveg inn í kerfið þannig að maður þarf einhvern veginn að koma á samtali svo maður geri þetta nú í sátt við alla. Ég þarf að fara að finna einhvern veginn út úr því.“Best að sörfa á Íslandi Steinarr Lár segist aldrei fara sér að voða. „Ég er með símann með mér og er náttúrlega alvanur að vera í sjónum. Ég fer heldur aldrei lengra út en svona tvo kílómetra frá landi, svo ég geti synt í land ef þotan missir akkerið, verður bensínlaus, bilar eða eitthvað þannig.“ Steinarr segist fara árlega í æfingaferðir á suðrænni slóðir í þrjár til fjórar vikur á meðan myrkrið er sem mest hérna. Merkilegt nokk, þrátt fyrir kuldann sé þó hvergi betra að sörfa en við Íslandsstrendur. „Þegar upp er staðið er Ísland einn besti staðurinn í heiminum til þess að stunda brimbretti. Við erum í miðju Norður-Atlantshafinu, með alls konar öldur. Þetta sport kostar samt tíma, talsverða keyrslu milli staða og auðvitað bið.“ Biðina eftir hinni einu réttu öldu. „Síðan þarf maður að læra á hvern stað fyrir sig vegna þess að allar eru fjörurnar ólíkar og vindarnir blása hvergi eins.“Toppurinn á öldunni „Þetta er skítkalt og stundum hristist maður og skelfur þegar maður er kominn upp úr en á meðan maður er að synda og er ofan í sjónum að synda þá sleppur þetta alveg,“ segir Steinarr. Hann viðurkennir þó fúslega að mannslíkaminn sé ekki alveg gerður fyrir svona lagað og sportinu fylgi ýmsir kvillar, til dæmis tíðar eyrnabólgur. „En maður harkar þetta af sér enda er það þess virði. Það kemst ekkert nálægt því að standa á stórri öldu. Beisla þessi öfl og leika sér að þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira