Conor McGregor handtekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 09:00 Conor McGregor. Getty/Harry How Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. Írinn Conor McGregor er einn frægasti og vinsælasti UFC-bardagakappi í heimi. Það þekkja hann því margir og sumir vilja líka taka af honum myndir. Ein slík tilraun endaði hins vegar ekki vel í nótt. Conor var handtekinn í nótt fyrir að eyðileggja síma hjá aðdáanda sem var að reyna að taka af honum myndir. Conor var síðan í framhaldinu kærður fyrir að ræna símanum.BREAKING: Star fighter Conor McGregor arrested on Miami Beach, accused of smashing fan’s phone. https://t.co/nX8mwUCQBIpic.twitter.com/wxzhfquRAN — Miami Herald (@MiamiHerald) March 11, 2019Lögreglan segir að Conor hafi slegið símann úr hendi viðkomandi, trampað á honum en síðan tekið símann upp og farið í burtu með hann. Þetta gerðist klukkan 5.20 um morgun að staðartíma en Conor var þá að yfirgefa Fontainebleau Miami Beach hótelið þar sem hann gistir þessa dagana. „Fórnarlambið reyndi að taka mynd af honum með símanum sínum. Hinn ákærði sló símann úr hendi hans og síminn féll á gólfið,“ segir í skýrslu lögreglu.UPDATED: MMA fighter Conor McGregor charged with strong-armed robbery and criminal mischief (both felonies) for allegedly smashing a fan's phone outside the Fountainebleau hotel https://t.co/QYIOKOEWsWpic.twitter.com/WQO0LVsD5c — David Ovalle (@DavidOvalle305) March 11, 2019„Hinn ákærði trampaði síðan nokkrum sinnum á símanum og skemmdi hann. Þá tók hann upp símann og gekk í burtu með hann. Hinn ákærði var handtekinn í framhaldinu,“ segir enn fremur í umræddri skýrslu lögreglunnar. Síminn er metinn á þúsund dollara eða um 122 þúsund krónur íslenskar. Conor McGregor var sleppt gegn tólf þúsund og fimm hundruð dollara tryggingu sem er um ein og hálf milljón í íslenskum krónum.WATCH: Footage from moments ago as MMA star #ConorMcGregor leaves jail in Miami-Dade County. He was arrested earlier today after allegedly smashing a man's phone and taking it. Read the latest here: https://t.co/EdMPjTYBMppic.twitter.com/hDASDqwV3C — CBS4 Miami (@CBSMiami) March 12, 2019McGregor hefur áður látið skapið hlaupa með sig í gönur og á síðasta ári var hann dæmdur til að fara í tíma í reiðistjórnun auk samfélagsþjónustu. Þá hafði Conor ráðist á rútu með UFC-bardagamönnum. Conor McGregor er staddur í Flórída að undirbúa sig fyrir endurkomuna í UFC búrið en hann tapaði síðasta bardaga sínum sem var á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov í október 2018. Þar áður reyndi hann fyrir sér í boxhringnum á móti Floyd Mayweather. Bandaríkin Írland MMA Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. Írinn Conor McGregor er einn frægasti og vinsælasti UFC-bardagakappi í heimi. Það þekkja hann því margir og sumir vilja líka taka af honum myndir. Ein slík tilraun endaði hins vegar ekki vel í nótt. Conor var handtekinn í nótt fyrir að eyðileggja síma hjá aðdáanda sem var að reyna að taka af honum myndir. Conor var síðan í framhaldinu kærður fyrir að ræna símanum.BREAKING: Star fighter Conor McGregor arrested on Miami Beach, accused of smashing fan’s phone. https://t.co/nX8mwUCQBIpic.twitter.com/wxzhfquRAN — Miami Herald (@MiamiHerald) March 11, 2019Lögreglan segir að Conor hafi slegið símann úr hendi viðkomandi, trampað á honum en síðan tekið símann upp og farið í burtu með hann. Þetta gerðist klukkan 5.20 um morgun að staðartíma en Conor var þá að yfirgefa Fontainebleau Miami Beach hótelið þar sem hann gistir þessa dagana. „Fórnarlambið reyndi að taka mynd af honum með símanum sínum. Hinn ákærði sló símann úr hendi hans og síminn féll á gólfið,“ segir í skýrslu lögreglu.UPDATED: MMA fighter Conor McGregor charged with strong-armed robbery and criminal mischief (both felonies) for allegedly smashing a fan's phone outside the Fountainebleau hotel https://t.co/QYIOKOEWsWpic.twitter.com/WQO0LVsD5c — David Ovalle (@DavidOvalle305) March 11, 2019„Hinn ákærði trampaði síðan nokkrum sinnum á símanum og skemmdi hann. Þá tók hann upp símann og gekk í burtu með hann. Hinn ákærði var handtekinn í framhaldinu,“ segir enn fremur í umræddri skýrslu lögreglunnar. Síminn er metinn á þúsund dollara eða um 122 þúsund krónur íslenskar. Conor McGregor var sleppt gegn tólf þúsund og fimm hundruð dollara tryggingu sem er um ein og hálf milljón í íslenskum krónum.WATCH: Footage from moments ago as MMA star #ConorMcGregor leaves jail in Miami-Dade County. He was arrested earlier today after allegedly smashing a man's phone and taking it. Read the latest here: https://t.co/EdMPjTYBMppic.twitter.com/hDASDqwV3C — CBS4 Miami (@CBSMiami) March 12, 2019McGregor hefur áður látið skapið hlaupa með sig í gönur og á síðasta ári var hann dæmdur til að fara í tíma í reiðistjórnun auk samfélagsþjónustu. Þá hafði Conor ráðist á rútu með UFC-bardagamönnum. Conor McGregor er staddur í Flórída að undirbúa sig fyrir endurkomuna í UFC búrið en hann tapaði síðasta bardaga sínum sem var á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov í október 2018. Þar áður reyndi hann fyrir sér í boxhringnum á móti Floyd Mayweather.
Bandaríkin Írland MMA Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira