Karl bjargaði Samúel og Ísaki frá dauðanum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2019 10:30 Karl hefur verið kristniboði í Eþíópíu. Karl Jónas Gíslason er fæddur í Eþíópíu þar sem foreldrar hans voru kristniboðar. Seinna fetaði Karl í þeirra fótspor voru hann og konan hans þar á árunum 1992 til 1996 og svo aftur 2007 til 2011. Þar unnu þau í kirkju syðst í Eþíópíu. Tilgangurinn var að gera lestrarkennslubók en kona Karls er kennari. Haustið 2012 fór Karl svo einn. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þegar ég kem þangað er sagt við mig að ég verði að hjálpa þeim. Mér er sagt að þarna séu tvíburar sem eigi að bera út. Málið er að þarna er trúin á bölvun gríðarlega sterk. Þar er ekki bara það að ég hafi gert eitthvað illt, heldur getur það hafa verið foreldrar mínir, amma mín og afi eða langamma eða langafi. Í þessu tilfelli er sagan sú að þessi kona sem fæddi tvíburana átti eiginmann sem var myrtur. Morðingjarnir voru teknir af lífi eða dóu. Hefðin er sú að þá gengur elsti bróðir maka að eiga konuna. Þau börn sem þau eignast eru þá börn hins látna og þannig heldur ættin áfram,“ segir Karl Jónas en konan deyr við fæðingu tvíburanna og annar drengjanna er tileygður og í þessu samfélagi er það merki bölvunar. „Amman tekur drengina og hún veit það að hún þarf að bera þá út en hún vissi að fólk í kirkjunni hefði bjargað börnum frá þessu áður. Hún fer með þá í kirkjuna og ég kem síðan þangað seinna meir. Það er lítill matur á svæðinu og fólk er bara ekki í þeim aðstæðum að geta bjargað þeim. Amman horfir á mig og segir: Annað hvort tekur þú þá eða ég þarf að bera þá út,“ segir Karl en þarna voru þeir fjögurra daga gamlir og hann segir að þeir hafi verið á stærð við kókflösku. „Ég bið konuna um að passa drengina í einn til tvo daga svo ég geti undirbúið komu þeirra. Svo kem ég til baka og sæki þá.“Drengirnir voru á stærð við flösku þegar Karl sá þá fyrst.Karl vildi helst finna heimili fyrir strákana en það var ekki að gerast því það þorði enginn að taka þá að sér. „Ragnar Schram, framkvæmdastjóri hjá SOS, er mágur minn og sendi hann mér skilaboð þegar hann sér að þetta er ekki að ganga. Hann spyr hvort hann eigi að tala við SOS í Eþíópíu og biðja þá um að hjálpa okkur. Ég auðvitað jánka því þar sem ég var ekki búinn að finna aðra lausn,“ segir Karl en eftir tvo daga kom svar að drengirnir komist inn í SOS barnaþorp en skriffinnskan taki tíma. „Amman sinnir strákunum og ég segi við hana að við getum ekki haft þá svona nafnlaus, þeir verða að heita eitthvað. Þarna er ég skráður sem ábyrgðamaður fyrir drengjunum og þeir fengu svo nöfnin sína, Ísak og Samúel. Ég valdi þessi nöfn því sem kristniboði þá þekki ég mína biblíu. Þar er sagt frá tveimur drengjum sem voru sérstaklega útvaldir.“ Karl segist trúa því að strákarnir séu á vissan hátt útvaldir enda hafi hann verið á réttum stað á réttum tíma en hlutirnir gerðust heldur hægt. „Gamla konan segir við mig eftir tvær vikur, nú er ég farin. Gamla konan var alkóhólisti og ég vissi það og ég vissi að þörfin hjá henni var sú að hún þurfti að fá áfengi. Það var svona hlutur sem ég þekkti sjálfur því ég er hamingjusamur þunglyndur alkóhólisti og ég veit hvað það er að búa með alkóhólisma. Ég segi við hana að ef hún fari héðan út, þá komi hún ekki full til baka. Þá svarar hún, nei ég er ekki að fara koma til baka, ég ætla bara að fara. Sömu nótt er hún myrt og í þessu samfélagi horfa allir á þetta og segja, sjáið þið bölvunina. Í framhaldinu kom enginn inn á lóðina til okkar nema örfáir sem treystu sér til þess og þau skildu ekki hvernig við þorðum að hafa þessi drengi.“Karl heimsækir drengina reglulega.Sex vikum síðar lætur SOS vita að þetta sé að ganga í gegn. Sama tíma ætluðu bæjaryfirvöld að neita Karli að taka drengina. Rökin voru þessi: „Ég veit ekki betur en að þú ætlir bara að taka drengina, fara með þá til Kenía og þar tekur þú úr þeim nýrun, lifrina, magann og hjartað og allt saman og selur sem varahluti.“ Sem betur fer var hægt að útskýra að Karli gekk eitt gott til. Markmiðið var að bjarga drengjunum. „Morguninn eftir kemur fólkið frá SOS-barnaþorpum og þetta er svo flott kerfi sem þau eru með. Þú getur ekki bara mætt með börnin til þeirra og afhent þau. Þeir koma á staðinn og athuga bakgrunninn og hvort þetta sé allt satt og rétt. Ég fæ að halda á strákunum inn í bílinn þar sem tvær konur sitja og taka við þeim. Svo stend ég hjá bílnum og tárin byrja bara að streyma niður og þá var mikill léttir yfir því að lausnin sé komin fyrir drengina.“ Karl heimsækir Ísak og Samúel reglulega. „Drengirnir eru komnir í var og komnir í öruggt skjól. Nú veit ég að þeir eiga sér framtíð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hjálparstarf Ísland í dag Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Karl Jónas Gíslason er fæddur í Eþíópíu þar sem foreldrar hans voru kristniboðar. Seinna fetaði Karl í þeirra fótspor voru hann og konan hans þar á árunum 1992 til 1996 og svo aftur 2007 til 2011. Þar unnu þau í kirkju syðst í Eþíópíu. Tilgangurinn var að gera lestrarkennslubók en kona Karls er kennari. Haustið 2012 fór Karl svo einn. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þegar ég kem þangað er sagt við mig að ég verði að hjálpa þeim. Mér er sagt að þarna séu tvíburar sem eigi að bera út. Málið er að þarna er trúin á bölvun gríðarlega sterk. Þar er ekki bara það að ég hafi gert eitthvað illt, heldur getur það hafa verið foreldrar mínir, amma mín og afi eða langamma eða langafi. Í þessu tilfelli er sagan sú að þessi kona sem fæddi tvíburana átti eiginmann sem var myrtur. Morðingjarnir voru teknir af lífi eða dóu. Hefðin er sú að þá gengur elsti bróðir maka að eiga konuna. Þau börn sem þau eignast eru þá börn hins látna og þannig heldur ættin áfram,“ segir Karl Jónas en konan deyr við fæðingu tvíburanna og annar drengjanna er tileygður og í þessu samfélagi er það merki bölvunar. „Amman tekur drengina og hún veit það að hún þarf að bera þá út en hún vissi að fólk í kirkjunni hefði bjargað börnum frá þessu áður. Hún fer með þá í kirkjuna og ég kem síðan þangað seinna meir. Það er lítill matur á svæðinu og fólk er bara ekki í þeim aðstæðum að geta bjargað þeim. Amman horfir á mig og segir: Annað hvort tekur þú þá eða ég þarf að bera þá út,“ segir Karl en þarna voru þeir fjögurra daga gamlir og hann segir að þeir hafi verið á stærð við kókflösku. „Ég bið konuna um að passa drengina í einn til tvo daga svo ég geti undirbúið komu þeirra. Svo kem ég til baka og sæki þá.“Drengirnir voru á stærð við flösku þegar Karl sá þá fyrst.Karl vildi helst finna heimili fyrir strákana en það var ekki að gerast því það þorði enginn að taka þá að sér. „Ragnar Schram, framkvæmdastjóri hjá SOS, er mágur minn og sendi hann mér skilaboð þegar hann sér að þetta er ekki að ganga. Hann spyr hvort hann eigi að tala við SOS í Eþíópíu og biðja þá um að hjálpa okkur. Ég auðvitað jánka því þar sem ég var ekki búinn að finna aðra lausn,“ segir Karl en eftir tvo daga kom svar að drengirnir komist inn í SOS barnaþorp en skriffinnskan taki tíma. „Amman sinnir strákunum og ég segi við hana að við getum ekki haft þá svona nafnlaus, þeir verða að heita eitthvað. Þarna er ég skráður sem ábyrgðamaður fyrir drengjunum og þeir fengu svo nöfnin sína, Ísak og Samúel. Ég valdi þessi nöfn því sem kristniboði þá þekki ég mína biblíu. Þar er sagt frá tveimur drengjum sem voru sérstaklega útvaldir.“ Karl segist trúa því að strákarnir séu á vissan hátt útvaldir enda hafi hann verið á réttum stað á réttum tíma en hlutirnir gerðust heldur hægt. „Gamla konan segir við mig eftir tvær vikur, nú er ég farin. Gamla konan var alkóhólisti og ég vissi það og ég vissi að þörfin hjá henni var sú að hún þurfti að fá áfengi. Það var svona hlutur sem ég þekkti sjálfur því ég er hamingjusamur þunglyndur alkóhólisti og ég veit hvað það er að búa með alkóhólisma. Ég segi við hana að ef hún fari héðan út, þá komi hún ekki full til baka. Þá svarar hún, nei ég er ekki að fara koma til baka, ég ætla bara að fara. Sömu nótt er hún myrt og í þessu samfélagi horfa allir á þetta og segja, sjáið þið bölvunina. Í framhaldinu kom enginn inn á lóðina til okkar nema örfáir sem treystu sér til þess og þau skildu ekki hvernig við þorðum að hafa þessi drengi.“Karl heimsækir drengina reglulega.Sex vikum síðar lætur SOS vita að þetta sé að ganga í gegn. Sama tíma ætluðu bæjaryfirvöld að neita Karli að taka drengina. Rökin voru þessi: „Ég veit ekki betur en að þú ætlir bara að taka drengina, fara með þá til Kenía og þar tekur þú úr þeim nýrun, lifrina, magann og hjartað og allt saman og selur sem varahluti.“ Sem betur fer var hægt að útskýra að Karli gekk eitt gott til. Markmiðið var að bjarga drengjunum. „Morguninn eftir kemur fólkið frá SOS-barnaþorpum og þetta er svo flott kerfi sem þau eru með. Þú getur ekki bara mætt með börnin til þeirra og afhent þau. Þeir koma á staðinn og athuga bakgrunninn og hvort þetta sé allt satt og rétt. Ég fæ að halda á strákunum inn í bílinn þar sem tvær konur sitja og taka við þeim. Svo stend ég hjá bílnum og tárin byrja bara að streyma niður og þá var mikill léttir yfir því að lausnin sé komin fyrir drengina.“ Karl heimsækir Ísak og Samúel reglulega. „Drengirnir eru komnir í var og komnir í öruggt skjól. Nú veit ég að þeir eiga sér framtíð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Hjálparstarf Ísland í dag Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning