Vilja vinna fernuna fyrir City stuðningsmanninn sem varð fyrir fólskulegri árás Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 16:45 Stuðningsmaður Manchester City sem slasaðist var fjölskyldumaður eins og þessi. Getty/Clive Mason Stuðningsmenn Manchester City vilja að sínir leikmenn heiðri slasaðan stuðningsmann félagsins með því að vinna fernuna á þessu tímabili. Umræddur stuðningsmaður Manchester City varð fyrir fólskulegri árás í Gelsenkirchen í Þýskalandi þegar hann var mættur til að fylgjast með fyrri leik Schalke og Manchester City í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Stuðningsmaður þessi var 32 ára gamall og hann varð fyrir miklum höfuðáverkum í árásinni. Hann lenti þarna í tveimur „ultra“ stuðningsmönnum Schalke liðsins. Mark Rogers, einn af stuðningsmönnum Manchester City, hefur sett af stað söfnun fyrir fórnarlambið og fjölskyldu hans. Stuðningsfólk Schalke er meðal þeirra sem hafa gefið í þessa söfnun."Let's do the quadruple for the lad"#MCFC fans have called on the club to bring home all four trophies in honour of the supporter who was attacked following their #UCL win over Schalke. Full Story: https://t.co/lAQKnmE3cepic.twitter.com/BdadEleiBI — BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2019„Við fengum góð viðbrögð og nú skulum við vinna fernuna fyrir strákinn,“ sagði Mark Rogers í viðtali við BBC. „City er fjölskylda. Þú býst við reiði en það var engin. Þetta snýst allt um að vona að hann nái sér að fullu og að allt verði í lagi,“ sagði Rogers. „Þarna var fjölskylda á leiðinni á fótboltaleik, móðir, faðir og dóttir. Þau voru í fjölskylduferð og urðu fyrir áras. Þetta á ekki að gerast, ekki á neinum íþróttavelli,“ sagði Mark Rogers. Hinn slasaði hefur ekki verið nefndur á nafn en hann var í dái eftir árásina. Hann hefur vaknað úr dáinu en getur ekki talað þar sem hann er í öndunarvél. Manchester City vann fyrri leikinn 3-2 á útivelli og er því í fínum málum fyrir heimaleikinn í kvöld. City hefur þegar tryggt sér enska deildabikarinn en liðið er síðan í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Leikur Manchester City og Schalke hefst klukkan 20.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarupphitunin hefst klukkan 19.30 og Meistaradeildarmörkin verða eftir báða leiki kvöldsins. Leikur Juventus og Atletico Madrid hefst líka klukkan 20.00 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester City vilja að sínir leikmenn heiðri slasaðan stuðningsmann félagsins með því að vinna fernuna á þessu tímabili. Umræddur stuðningsmaður Manchester City varð fyrir fólskulegri árás í Gelsenkirchen í Þýskalandi þegar hann var mættur til að fylgjast með fyrri leik Schalke og Manchester City í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Stuðningsmaður þessi var 32 ára gamall og hann varð fyrir miklum höfuðáverkum í árásinni. Hann lenti þarna í tveimur „ultra“ stuðningsmönnum Schalke liðsins. Mark Rogers, einn af stuðningsmönnum Manchester City, hefur sett af stað söfnun fyrir fórnarlambið og fjölskyldu hans. Stuðningsfólk Schalke er meðal þeirra sem hafa gefið í þessa söfnun."Let's do the quadruple for the lad"#MCFC fans have called on the club to bring home all four trophies in honour of the supporter who was attacked following their #UCL win over Schalke. Full Story: https://t.co/lAQKnmE3cepic.twitter.com/BdadEleiBI — BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2019„Við fengum góð viðbrögð og nú skulum við vinna fernuna fyrir strákinn,“ sagði Mark Rogers í viðtali við BBC. „City er fjölskylda. Þú býst við reiði en það var engin. Þetta snýst allt um að vona að hann nái sér að fullu og að allt verði í lagi,“ sagði Rogers. „Þarna var fjölskylda á leiðinni á fótboltaleik, móðir, faðir og dóttir. Þau voru í fjölskylduferð og urðu fyrir áras. Þetta á ekki að gerast, ekki á neinum íþróttavelli,“ sagði Mark Rogers. Hinn slasaði hefur ekki verið nefndur á nafn en hann var í dái eftir árásina. Hann hefur vaknað úr dáinu en getur ekki talað þar sem hann er í öndunarvél. Manchester City vann fyrri leikinn 3-2 á útivelli og er því í fínum málum fyrir heimaleikinn í kvöld. City hefur þegar tryggt sér enska deildabikarinn en liðið er síðan í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Leikur Manchester City og Schalke hefst klukkan 20.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarupphitunin hefst klukkan 19.30 og Meistaradeildarmörkin verða eftir báða leiki kvöldsins. Leikur Juventus og Atletico Madrid hefst líka klukkan 20.00 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira