Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. mars 2019 22:15 Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. Árið 2018 komu 443 einstaklingar sem hafa sprautað sig í æð, 755 sinnum, inn á sjúkrahúsið Vog en það er þriðjungur af öllum innritunum. Til samanburðar voru þeir 363 árið 2015 og 357 árið 2011. Síðustu tíu ára hafa þeir sem nota vímuefni í æð verið um tuttugu prósent af öllum innlögðum á Vogi. „En við sjáum að á síðustu þremur árum hefur það verið að færast upp og er komið upp í 27 prósent af innlögnunum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Valgeðrur Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurAðeins hluti hópsins er í reglulegri neyslu en í fyrra komu 276 einstaklingar sem sprauta vímuefnum reglulega í æð á Vog. Þessi hópur er einnig að stækka. „Við sjáum aukningu í því í þessum tölum okkar sem hafa verið mjög jafnar í langan tíma,“ segir Valgerður. Í 85 prósent tilfella sprautar fólkið örvandi efnum í æð. „Amfetamín og kokaín og líka metilfenidat lyf. En það er svo um fimmtán prósent sem eru að sprauta sig með sterkum verkjalyfjum,“ segir Valgerður. Stærsti hópurinn er á milli tvítugs og þrítugs. Valgerður segir eitt helsta áhyggjuefnið vera það að fjölgunin eigi einnig við um allra yngsta hópinn, tuttugu ára og yngri. Árið 2018 innrituðust 169 ungmenni 20 ára og yngri á Vog og höfðu 56 af þeim notað vímuefni í æð. Þá höfðu sautján einstaklingar undir 18 ára sprautað sig. „Ef þetta er eitthvað sem er orðið meira heillandi en áður þá er það svo miklu verri afleiðingar. Hættulegra. Það er lífshættulegt að sprauta í æð,“ segir Valgerður. Jafnvel þó gott aðgengi sé að hreinum áhöldum á Íslandi. „Það er lífshætta á meðan á neyslunni stendur. Ekki bara vegna ofskömmtunar heldur einnig bara af afleiðingum af efninum og bakteríum í húð og fleira sem getur óhjákvæmilega fylgt.“ Hún telur margt geta haft áhrif á þróunina. „Þetta eru umhverfisáhrif í raun sem hvetja til þess hvers konar vímuefni fólk velur sér.“ Þá segir Valgerður að staðan á Vogi sé alls ekki nógu góð fyrir þennan hóp. „Við höfum ekki tök á að sinna öllum þeim sem biðja um aðstoð jafnvel þó hann sé í svo hættulegri neyslu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. Árið 2018 komu 443 einstaklingar sem hafa sprautað sig í æð, 755 sinnum, inn á sjúkrahúsið Vog en það er þriðjungur af öllum innritunum. Til samanburðar voru þeir 363 árið 2015 og 357 árið 2011. Síðustu tíu ára hafa þeir sem nota vímuefni í æð verið um tuttugu prósent af öllum innlögðum á Vogi. „En við sjáum að á síðustu þremur árum hefur það verið að færast upp og er komið upp í 27 prósent af innlögnunum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Valgeðrur Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurAðeins hluti hópsins er í reglulegri neyslu en í fyrra komu 276 einstaklingar sem sprauta vímuefnum reglulega í æð á Vog. Þessi hópur er einnig að stækka. „Við sjáum aukningu í því í þessum tölum okkar sem hafa verið mjög jafnar í langan tíma,“ segir Valgerður. Í 85 prósent tilfella sprautar fólkið örvandi efnum í æð. „Amfetamín og kokaín og líka metilfenidat lyf. En það er svo um fimmtán prósent sem eru að sprauta sig með sterkum verkjalyfjum,“ segir Valgerður. Stærsti hópurinn er á milli tvítugs og þrítugs. Valgerður segir eitt helsta áhyggjuefnið vera það að fjölgunin eigi einnig við um allra yngsta hópinn, tuttugu ára og yngri. Árið 2018 innrituðust 169 ungmenni 20 ára og yngri á Vog og höfðu 56 af þeim notað vímuefni í æð. Þá höfðu sautján einstaklingar undir 18 ára sprautað sig. „Ef þetta er eitthvað sem er orðið meira heillandi en áður þá er það svo miklu verri afleiðingar. Hættulegra. Það er lífshættulegt að sprauta í æð,“ segir Valgerður. Jafnvel þó gott aðgengi sé að hreinum áhöldum á Íslandi. „Það er lífshætta á meðan á neyslunni stendur. Ekki bara vegna ofskömmtunar heldur einnig bara af afleiðingum af efninum og bakteríum í húð og fleira sem getur óhjákvæmilega fylgt.“ Hún telur margt geta haft áhrif á þróunina. „Þetta eru umhverfisáhrif í raun sem hvetja til þess hvers konar vímuefni fólk velur sér.“ Þá segir Valgerður að staðan á Vogi sé alls ekki nógu góð fyrir þennan hóp. „Við höfum ekki tök á að sinna öllum þeim sem biðja um aðstoð jafnvel þó hann sé í svo hættulegri neyslu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira