Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Sylvía Hall skrifar 12. mars 2019 20:20 Engin kennsla fer fram í Fossvogsskóla út skólaárið. Vísir/vilhelm Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. Um helgina var greint frá því að skólanum yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þetta kemur fram í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir, sendi á foreldra nemenda við skólann fyrr í dag en hún segir húsnæðið vera hentugt og það hafi áður verið nýtt þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Þar sé jafnframt hægt að koma fyrir kennslu fyrir alla árganga skólans sem sé ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn. „Auðvitað mun það taka okkur nokkurn tíma að koma öllu í röð og reglu en við erum sannfærð um að þetta muni ganga vel,“ segir í bréfinu. Einnig kemur fram að undirbúningur fyrir flutning muni hefjast á fimmtudag og föstudag og mun skólinn njóta leiðsagnar sérfræðinga um hreinsun og val á búnaði og gögnum. Þá verði starfsfólk frá öðrum frístundaheimilum til þess að hægt verði að hafa frístundaheimilið opið allan daginn. „Auðvitað eru þetta breytingar fyrir starfsfólk og börnin – en með samstilltu átaki, gleði og bjartsýni er allt hægt.“Búist við því að opna skólann aftur í haust Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og munu nemendur því klára skólaárið í Kópavogi. Börnin munu með rútum frá Fossvogsskóla að Fannborg og verður börnunum ekið til baka í lok skóladags. Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir við Fossvogsskóla en heildarúttekt sem Verkís gerði á skólanum í kjölfar ábendinga foreldris leiddi í ljós að ástand skólans væri verulega slæmt og merki væru um langvarandi leka og myglu í skólanum. Áður hafði Mannvit gert ryksýnatöku í afmörkuðum hluta skólans fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöður hennar bentu til þess að ekki væru miklar rakaskemmdir í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdir við skólabyggingu Fossvogsskóla munu hefjast í næstu viku og verða málin tekin fyrir á foreldrafundi á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari skýringum á afmarkaðri skoðun Mannvits á húsnæði Fossvogsskóla. Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. Um helgina var greint frá því að skólanum yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þetta kemur fram í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir, sendi á foreldra nemenda við skólann fyrr í dag en hún segir húsnæðið vera hentugt og það hafi áður verið nýtt þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Þar sé jafnframt hægt að koma fyrir kennslu fyrir alla árganga skólans sem sé ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn. „Auðvitað mun það taka okkur nokkurn tíma að koma öllu í röð og reglu en við erum sannfærð um að þetta muni ganga vel,“ segir í bréfinu. Einnig kemur fram að undirbúningur fyrir flutning muni hefjast á fimmtudag og föstudag og mun skólinn njóta leiðsagnar sérfræðinga um hreinsun og val á búnaði og gögnum. Þá verði starfsfólk frá öðrum frístundaheimilum til þess að hægt verði að hafa frístundaheimilið opið allan daginn. „Auðvitað eru þetta breytingar fyrir starfsfólk og börnin – en með samstilltu átaki, gleði og bjartsýni er allt hægt.“Búist við því að opna skólann aftur í haust Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og munu nemendur því klára skólaárið í Kópavogi. Börnin munu með rútum frá Fossvogsskóla að Fannborg og verður börnunum ekið til baka í lok skóladags. Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir við Fossvogsskóla en heildarúttekt sem Verkís gerði á skólanum í kjölfar ábendinga foreldris leiddi í ljós að ástand skólans væri verulega slæmt og merki væru um langvarandi leka og myglu í skólanum. Áður hafði Mannvit gert ryksýnatöku í afmörkuðum hluta skólans fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöður hennar bentu til þess að ekki væru miklar rakaskemmdir í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdir við skólabyggingu Fossvogsskóla munu hefjast í næstu viku og verða málin tekin fyrir á foreldrafundi á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari skýringum á afmarkaðri skoðun Mannvits á húsnæði Fossvogsskóla.
Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12