Eftir bragðdauf jafntefli verður allt undir í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. mars 2019 16:45 Bæjarar þurfa að hafa góðar gætur á Mohamed Salah á Allianz Arena enda væri útivallarmark gulls ígildi fyrir Liverpool í kvöld. Getty/Rich Linley Það er allt undir í kvöld þegar tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu. Í Barcelona taka heimamenn á móti franska liðinu Lyon og í Bæjaralandi mætir Jürgen Klopp með lærisveina sína í Liverpool á heimavöll Þýskalandsmeistaranna, Bayern München. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna er það ljóst að útivallarmark er gulls ígildi í kvöld þó að vellirnir séu erfiðir heim að sækja fyrir Lyon og Liverpool. Silfurhafar síðasta árs, Liverpool, hafa verið að hökta í deildinni heima fyrir undanfarnar vikur en það ætti að henta þeim að geta setið aftar á vellinum og reynt að nýta hraða fremstu manna til að finna mikilvægt útivallarmark. Liverpool fær besta leikmann liðsins aftur inn, Virgil van Dijk, eftir að Hollendingurinn tók út leikbann í fyrri leik liðanna og er nokkuð víst að hann taki sér stöðu við hlið Joels Matip í miðri vörn Liverpool í kvöld. Ólíkt Liverpool hefur Bayern verið að nálgast sitt fyrra form og eru komnir á toppinn í þýsku deildinni. Niko Kovac, sem var undir mikilli pressu í byrjun tímabilsins, virðist hafa fundið lausnir því Bæjarar hafa unnið stórsigra í síðustu tveimur leikjum gegn Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg, liðum sem eru að berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, samanlagt 11-1. Bayern hefur komist í undanúrslitin sex sinnum í síðustu sjö tilraunum og er sú krafa gerð til lærisveina Kovac að þeir fari áfram í kvöld. Sagan er Lyon ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld en þetta verður áttunda viðureign liðanna og hefur Lyon aldrei tekist að vinna Barcelona. Til þessa hefur Barcelona unnið fjóra leiki, þar af alla þrjá á Nývangi en þetta er annað lið Lyon sem mætir til leiks í kvöld. Franska liðið fær fyrirliða sinn og einn af bestu leikmönnum liðsins, Nabil Fekir, aftur inn í liðið eftir að hann tók út leikbann í fyrri leik liðanna. Með Fekir innanborðs kom þetta lið á óvart og vann 2-1 sigur á Etihad-vellinum fyrr á þessu tímabili svo að það skyldi enginn afskrifa Lyon. Pressan er á Barcelona enda með lið sem er talið að geti farið alla leið í keppninni í ár eftir fjögur mögur ár þar sem Börsungar hafa þurft að horfa á eftir titlinum til erkifjenda sinna í Real Madrid. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira
Það er allt undir í kvöld þegar tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu. Í Barcelona taka heimamenn á móti franska liðinu Lyon og í Bæjaralandi mætir Jürgen Klopp með lærisveina sína í Liverpool á heimavöll Þýskalandsmeistaranna, Bayern München. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna er það ljóst að útivallarmark er gulls ígildi í kvöld þó að vellirnir séu erfiðir heim að sækja fyrir Lyon og Liverpool. Silfurhafar síðasta árs, Liverpool, hafa verið að hökta í deildinni heima fyrir undanfarnar vikur en það ætti að henta þeim að geta setið aftar á vellinum og reynt að nýta hraða fremstu manna til að finna mikilvægt útivallarmark. Liverpool fær besta leikmann liðsins aftur inn, Virgil van Dijk, eftir að Hollendingurinn tók út leikbann í fyrri leik liðanna og er nokkuð víst að hann taki sér stöðu við hlið Joels Matip í miðri vörn Liverpool í kvöld. Ólíkt Liverpool hefur Bayern verið að nálgast sitt fyrra form og eru komnir á toppinn í þýsku deildinni. Niko Kovac, sem var undir mikilli pressu í byrjun tímabilsins, virðist hafa fundið lausnir því Bæjarar hafa unnið stórsigra í síðustu tveimur leikjum gegn Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg, liðum sem eru að berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, samanlagt 11-1. Bayern hefur komist í undanúrslitin sex sinnum í síðustu sjö tilraunum og er sú krafa gerð til lærisveina Kovac að þeir fari áfram í kvöld. Sagan er Lyon ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld en þetta verður áttunda viðureign liðanna og hefur Lyon aldrei tekist að vinna Barcelona. Til þessa hefur Barcelona unnið fjóra leiki, þar af alla þrjá á Nývangi en þetta er annað lið Lyon sem mætir til leiks í kvöld. Franska liðið fær fyrirliða sinn og einn af bestu leikmönnum liðsins, Nabil Fekir, aftur inn í liðið eftir að hann tók út leikbann í fyrri leik liðanna. Með Fekir innanborðs kom þetta lið á óvart og vann 2-1 sigur á Etihad-vellinum fyrr á þessu tímabili svo að það skyldi enginn afskrifa Lyon. Pressan er á Barcelona enda með lið sem er talið að geti farið alla leið í keppninni í ár eftir fjögur mögur ár þar sem Börsungar hafa þurft að horfa á eftir titlinum til erkifjenda sinna í Real Madrid.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira