Eftir bragðdauf jafntefli verður allt undir í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. mars 2019 16:45 Bæjarar þurfa að hafa góðar gætur á Mohamed Salah á Allianz Arena enda væri útivallarmark gulls ígildi fyrir Liverpool í kvöld. Getty/Rich Linley Það er allt undir í kvöld þegar tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu. Í Barcelona taka heimamenn á móti franska liðinu Lyon og í Bæjaralandi mætir Jürgen Klopp með lærisveina sína í Liverpool á heimavöll Þýskalandsmeistaranna, Bayern München. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna er það ljóst að útivallarmark er gulls ígildi í kvöld þó að vellirnir séu erfiðir heim að sækja fyrir Lyon og Liverpool. Silfurhafar síðasta árs, Liverpool, hafa verið að hökta í deildinni heima fyrir undanfarnar vikur en það ætti að henta þeim að geta setið aftar á vellinum og reynt að nýta hraða fremstu manna til að finna mikilvægt útivallarmark. Liverpool fær besta leikmann liðsins aftur inn, Virgil van Dijk, eftir að Hollendingurinn tók út leikbann í fyrri leik liðanna og er nokkuð víst að hann taki sér stöðu við hlið Joels Matip í miðri vörn Liverpool í kvöld. Ólíkt Liverpool hefur Bayern verið að nálgast sitt fyrra form og eru komnir á toppinn í þýsku deildinni. Niko Kovac, sem var undir mikilli pressu í byrjun tímabilsins, virðist hafa fundið lausnir því Bæjarar hafa unnið stórsigra í síðustu tveimur leikjum gegn Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg, liðum sem eru að berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, samanlagt 11-1. Bayern hefur komist í undanúrslitin sex sinnum í síðustu sjö tilraunum og er sú krafa gerð til lærisveina Kovac að þeir fari áfram í kvöld. Sagan er Lyon ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld en þetta verður áttunda viðureign liðanna og hefur Lyon aldrei tekist að vinna Barcelona. Til þessa hefur Barcelona unnið fjóra leiki, þar af alla þrjá á Nývangi en þetta er annað lið Lyon sem mætir til leiks í kvöld. Franska liðið fær fyrirliða sinn og einn af bestu leikmönnum liðsins, Nabil Fekir, aftur inn í liðið eftir að hann tók út leikbann í fyrri leik liðanna. Með Fekir innanborðs kom þetta lið á óvart og vann 2-1 sigur á Etihad-vellinum fyrr á þessu tímabili svo að það skyldi enginn afskrifa Lyon. Pressan er á Barcelona enda með lið sem er talið að geti farið alla leið í keppninni í ár eftir fjögur mögur ár þar sem Börsungar hafa þurft að horfa á eftir titlinum til erkifjenda sinna í Real Madrid. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira
Það er allt undir í kvöld þegar tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu. Í Barcelona taka heimamenn á móti franska liðinu Lyon og í Bæjaralandi mætir Jürgen Klopp með lærisveina sína í Liverpool á heimavöll Þýskalandsmeistaranna, Bayern München. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna er það ljóst að útivallarmark er gulls ígildi í kvöld þó að vellirnir séu erfiðir heim að sækja fyrir Lyon og Liverpool. Silfurhafar síðasta árs, Liverpool, hafa verið að hökta í deildinni heima fyrir undanfarnar vikur en það ætti að henta þeim að geta setið aftar á vellinum og reynt að nýta hraða fremstu manna til að finna mikilvægt útivallarmark. Liverpool fær besta leikmann liðsins aftur inn, Virgil van Dijk, eftir að Hollendingurinn tók út leikbann í fyrri leik liðanna og er nokkuð víst að hann taki sér stöðu við hlið Joels Matip í miðri vörn Liverpool í kvöld. Ólíkt Liverpool hefur Bayern verið að nálgast sitt fyrra form og eru komnir á toppinn í þýsku deildinni. Niko Kovac, sem var undir mikilli pressu í byrjun tímabilsins, virðist hafa fundið lausnir því Bæjarar hafa unnið stórsigra í síðustu tveimur leikjum gegn Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg, liðum sem eru að berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, samanlagt 11-1. Bayern hefur komist í undanúrslitin sex sinnum í síðustu sjö tilraunum og er sú krafa gerð til lærisveina Kovac að þeir fari áfram í kvöld. Sagan er Lyon ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld en þetta verður áttunda viðureign liðanna og hefur Lyon aldrei tekist að vinna Barcelona. Til þessa hefur Barcelona unnið fjóra leiki, þar af alla þrjá á Nývangi en þetta er annað lið Lyon sem mætir til leiks í kvöld. Franska liðið fær fyrirliða sinn og einn af bestu leikmönnum liðsins, Nabil Fekir, aftur inn í liðið eftir að hann tók út leikbann í fyrri leik liðanna. Með Fekir innanborðs kom þetta lið á óvart og vann 2-1 sigur á Etihad-vellinum fyrr á þessu tímabili svo að það skyldi enginn afskrifa Lyon. Pressan er á Barcelona enda með lið sem er talið að geti farið alla leið í keppninni í ár eftir fjögur mögur ár þar sem Börsungar hafa þurft að horfa á eftir titlinum til erkifjenda sinna í Real Madrid.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira