Skrýtið að mismuna mönnum eftir þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. mars 2019 11:00 Getty/Mark Brown Um helgina fer körfuknattleiksþing KKÍ fram í 53. sinn í Laugardalnum þar sem fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins sitja og ræða framtíð KKÍ. Sambandið birti í vikunni þinggögnin þar sem koma fram tillögur félaga til reglubreytinga. Sindri frá Höfn í Hornafirði leggur til breytingu á 18. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót en samkvæmt greininni eru félögum lagðar línur um að aðeins megi einn erlendur leikmaður vera inni á vellinum hverju sinni sem er ekki ríkisborgari lands innan ESB eða EES. Hér áður var liðum óheimilt að hafa meira en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni samkvæmt 4+1 reglunni en eftir að eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að þessi regla væri brot á reglum um evrópska efnahagssvæðið var reglunni breytt og var félögum frjálst að tefla fram eins mörgum erlendum leikmönnum sem koma frá ESB ríkjum og þau vildu. Sindri vill breyta reglunni og setja alla evrópska leikmenn undir sama hatt í stað þess að það skipti máli hvort land viðkomandi leikmanns sé innan Evrópusambandsins. „Þetta kemur upp hjá okkur í ljósi þess að Ivan Kekic, Serbi sem kom til Íslands fyrir þremur árum til að vinna, vildi spila körfubolta með vinnunni en hann telst núna sem Kani á pappírunum. Þegar við sömdum við bandarískan leikmann í haust minnkaði hlutverk hans hjá okkur undir eins. Grunnhugmyndin hjá okkur er að það sé skrýtið að mismuna mönnum eftir því hvort ríki sé innan ESB,“ sagði Hjálmar Jens Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Sindra, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum rætt þetta við nokkra aðila. Þetta ætti líka að auðvelda liðum að finna leikmenn fyrir betra verð ef fleiri leikmenn standa til boða. Fyrir okkur er þetta líka tækifæri til að geta boðið mönnum að koma hingað að spila og vinna, það gefur landsbyggðarliðunum fleiri möguleika. Við erum enn með mjög brothætt lið, ef það detta út 2-3 leikmenn þá er leikmannahópurinn orðinn full þunnskipaður en við stefnum að því að setja upp akademíu hérna með framhaldsskólanum til að reyna að fá unga leikmenn hingað.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Um helgina fer körfuknattleiksþing KKÍ fram í 53. sinn í Laugardalnum þar sem fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins sitja og ræða framtíð KKÍ. Sambandið birti í vikunni þinggögnin þar sem koma fram tillögur félaga til reglubreytinga. Sindri frá Höfn í Hornafirði leggur til breytingu á 18. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót en samkvæmt greininni eru félögum lagðar línur um að aðeins megi einn erlendur leikmaður vera inni á vellinum hverju sinni sem er ekki ríkisborgari lands innan ESB eða EES. Hér áður var liðum óheimilt að hafa meira en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni samkvæmt 4+1 reglunni en eftir að eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að þessi regla væri brot á reglum um evrópska efnahagssvæðið var reglunni breytt og var félögum frjálst að tefla fram eins mörgum erlendum leikmönnum sem koma frá ESB ríkjum og þau vildu. Sindri vill breyta reglunni og setja alla evrópska leikmenn undir sama hatt í stað þess að það skipti máli hvort land viðkomandi leikmanns sé innan Evrópusambandsins. „Þetta kemur upp hjá okkur í ljósi þess að Ivan Kekic, Serbi sem kom til Íslands fyrir þremur árum til að vinna, vildi spila körfubolta með vinnunni en hann telst núna sem Kani á pappírunum. Þegar við sömdum við bandarískan leikmann í haust minnkaði hlutverk hans hjá okkur undir eins. Grunnhugmyndin hjá okkur er að það sé skrýtið að mismuna mönnum eftir því hvort ríki sé innan ESB,“ sagði Hjálmar Jens Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Sindra, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum rætt þetta við nokkra aðila. Þetta ætti líka að auðvelda liðum að finna leikmenn fyrir betra verð ef fleiri leikmenn standa til boða. Fyrir okkur er þetta líka tækifæri til að geta boðið mönnum að koma hingað að spila og vinna, það gefur landsbyggðarliðunum fleiri möguleika. Við erum enn með mjög brothætt lið, ef það detta út 2-3 leikmenn þá er leikmannahópurinn orðinn full þunnskipaður en við stefnum að því að setja upp akademíu hérna með framhaldsskólanum til að reyna að fá unga leikmenn hingað.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira