Með bíósal í stofunni Benedikt Bóas skrifar 13. mars 2019 12:30 Björgvin Helgi heima í stofu þar sem honum líður best með góða ræmu fyrir framan sig. Að þessu sinni var það Indiana Jones. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Björgvin Helgi Jóhannsson vill njóta kvikmyndanna sem hann horfir á. Í stofunni heima hjá sér í Grafarholti er hann með 130 tommu skjá og græjur til að fá sem bestu mögulegu upplifun í sófanum. Hann gerði rammann sjálfur og tekur tillit til nágrannanna með nokkrum sniðugum lausnum. Einfaldasta leiðin til að skýra þetta er að bílaáhugamenn eiga stundum bíla sem meika ekki alveg sens – þetta er fyrir kvikmyndaáhugamanninn. Kvikmyndir eru mitt aðaláhugamál,“ segir Björgvin Helgi Jóhannsson en í stofunni hans er 130 tommu tjald þar sem hann horfir á kvikmyndir. Tjaldið gerði hann sjálfur en hráefnið kom frá amazon.com og spýturnar úr Húsasmiðjunni. Ramminn er svo festur á vegginn. Með þessum 130 tommum eru svo græjur til að fá upplifunina beint í æð. „Þetta er ósköp venjulegur skjávarpi. Þeir eru að verða glettilega algengir hér á landi. Það eru til mjög góðir varpar fyrir um 200 þúsund krónur. Myndin mín telur um 130 tommur á meðan 75 tommu sjónvarp kostar mun meira.Hátalararnir eru frá bandaríska framleiðandanum Klipsch. Fréttablaðið/anton brinkGræjurnar eru dýru hlutirnir í stofunni. Hátalararnir eru frá bandaríska fyrirtækinu Klipsch en magnarinn frá japanska framleiðandanum Onkyo. „Þetta er alvöru hljóð og rífur í rifbeinin. Ég bý í fjölbýlishúsi og tek tillit til nágranna minna. Ég er með teppi á gólfinu til að dempa hljóðið og svo er korkur undir bassaboxinu svo það sé ekki að valda meiri titringi en það þarf.“ Björgvin segir að ævintýramyndir og stórar kvikmyndir njóti sín vel á skjánum stóra. „Það eru ákveðnir leikstjórar sem gera kvikmyndir að sjónarspili sem er gaman að horfa á. Christopher Nolan er góður í því. Það er alltaf gaman að horfa á myndir eftir hann í þessum græjum. Stórar sjónarspilsmyndir – það er ekkert hægt að bera þetta saman. Ég hef gaman af Marvel, Star Wars og ævintýramyndum yfirhöfuð. Þær njóta sín vell hérna heima í stofu.“ Björgvin mælir hiklaust með skjávarpa og ætlar að taka þetta allt með sér en íbúð hans er á sölu. „Ég fer aldrei aftur í sjónvarp, það er bara þannig. En ef kaupandinn vill halda skjánum þá er það ekkert mál. Ég smíða þá bara annan,“ segir hann. Sonur Björgvins horfir ekki á barnaefni í varpanum. Þegar hann hefur viljað horfa á sitt barnaefni er kveikt á spjaldtölvu. „Þetta hefur ekki verið notað í þeim tilgangi enn þá. Við höfum sest niður og horft á Lion King og fleiri vandaðar og skemmtilegar teiknimyndir. Þetta hefðbundna barnaefni er horft á í spjaldtölvunni. Gallinn við varpa er meðal annars að þeir eru með ákveðinn líftíma. Peran er gefin upp fyrir sex þúsund tíma sem er auðvitað nóg en maður er meðvitaður um líftímann og hefur varpann ekki í gangi allan daginn. Svo þarf að huga að ljósmengun. Það þarf að vera svolítið dimmt til að þetta njóti sín sem best.“ Björgvin byrjaði smátt, byrjaði að varpa á hvítan vegg af stofuborðinu og vandist varpanum og því sem hann hefur upp á að bjóða. „Þá varð ekkert aftur snúið. Þetta er eins og að hafa næstum fjögur 65 tommu sjónvarpstæki á veggnum. Það er hægt að kaupa tjald sem hægt er að draga niður og þá skiptir ekki máli hvort það er hurð á bak við eða eitthvað annað. Trúlega leysir maður hlutina þannig í framtíðinni þegar guttinn verður eldri. Trúlega verður maður með sjónvarp á bak við og dregur tjaldið niður þegar hann vill fara að horfa á eitthvað annað en spjaldtölvuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Björgvin Helgi Jóhannsson vill njóta kvikmyndanna sem hann horfir á. Í stofunni heima hjá sér í Grafarholti er hann með 130 tommu skjá og græjur til að fá sem bestu mögulegu upplifun í sófanum. Hann gerði rammann sjálfur og tekur tillit til nágrannanna með nokkrum sniðugum lausnum. Einfaldasta leiðin til að skýra þetta er að bílaáhugamenn eiga stundum bíla sem meika ekki alveg sens – þetta er fyrir kvikmyndaáhugamanninn. Kvikmyndir eru mitt aðaláhugamál,“ segir Björgvin Helgi Jóhannsson en í stofunni hans er 130 tommu tjald þar sem hann horfir á kvikmyndir. Tjaldið gerði hann sjálfur en hráefnið kom frá amazon.com og spýturnar úr Húsasmiðjunni. Ramminn er svo festur á vegginn. Með þessum 130 tommum eru svo græjur til að fá upplifunina beint í æð. „Þetta er ósköp venjulegur skjávarpi. Þeir eru að verða glettilega algengir hér á landi. Það eru til mjög góðir varpar fyrir um 200 þúsund krónur. Myndin mín telur um 130 tommur á meðan 75 tommu sjónvarp kostar mun meira.Hátalararnir eru frá bandaríska framleiðandanum Klipsch. Fréttablaðið/anton brinkGræjurnar eru dýru hlutirnir í stofunni. Hátalararnir eru frá bandaríska fyrirtækinu Klipsch en magnarinn frá japanska framleiðandanum Onkyo. „Þetta er alvöru hljóð og rífur í rifbeinin. Ég bý í fjölbýlishúsi og tek tillit til nágranna minna. Ég er með teppi á gólfinu til að dempa hljóðið og svo er korkur undir bassaboxinu svo það sé ekki að valda meiri titringi en það þarf.“ Björgvin segir að ævintýramyndir og stórar kvikmyndir njóti sín vel á skjánum stóra. „Það eru ákveðnir leikstjórar sem gera kvikmyndir að sjónarspili sem er gaman að horfa á. Christopher Nolan er góður í því. Það er alltaf gaman að horfa á myndir eftir hann í þessum græjum. Stórar sjónarspilsmyndir – það er ekkert hægt að bera þetta saman. Ég hef gaman af Marvel, Star Wars og ævintýramyndum yfirhöfuð. Þær njóta sín vell hérna heima í stofu.“ Björgvin mælir hiklaust með skjávarpa og ætlar að taka þetta allt með sér en íbúð hans er á sölu. „Ég fer aldrei aftur í sjónvarp, það er bara þannig. En ef kaupandinn vill halda skjánum þá er það ekkert mál. Ég smíða þá bara annan,“ segir hann. Sonur Björgvins horfir ekki á barnaefni í varpanum. Þegar hann hefur viljað horfa á sitt barnaefni er kveikt á spjaldtölvu. „Þetta hefur ekki verið notað í þeim tilgangi enn þá. Við höfum sest niður og horft á Lion King og fleiri vandaðar og skemmtilegar teiknimyndir. Þetta hefðbundna barnaefni er horft á í spjaldtölvunni. Gallinn við varpa er meðal annars að þeir eru með ákveðinn líftíma. Peran er gefin upp fyrir sex þúsund tíma sem er auðvitað nóg en maður er meðvitaður um líftímann og hefur varpann ekki í gangi allan daginn. Svo þarf að huga að ljósmengun. Það þarf að vera svolítið dimmt til að þetta njóti sín sem best.“ Björgvin byrjaði smátt, byrjaði að varpa á hvítan vegg af stofuborðinu og vandist varpanum og því sem hann hefur upp á að bjóða. „Þá varð ekkert aftur snúið. Þetta er eins og að hafa næstum fjögur 65 tommu sjónvarpstæki á veggnum. Það er hægt að kaupa tjald sem hægt er að draga niður og þá skiptir ekki máli hvort það er hurð á bak við eða eitthvað annað. Trúlega leysir maður hlutina þannig í framtíðinni þegar guttinn verður eldri. Trúlega verður maður með sjónvarp á bak við og dregur tjaldið niður þegar hann vill fara að horfa á eitthvað annað en spjaldtölvuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira