Myndin sem kom út árið 1992 var teiknimynd og skartaði Scott Weinger í hlutverki Aladdin og Robin Williams í hlutverki Andans. Felix Bergsson og Laddi túlkuðu sömu hlutverk í íslenskri þýðingu myndarinnar.
Hin nýja Disney-mynd er hins vegar leikin og er í leikstjórn breska leikstjórans Guy Ritchie. Mena Massoud leikur Aladdin, Naomi Scott leikur Jasmín en myndin verður frumsýnd þann 24. maí næstkomandi.
Hér að neðan má sjá nýjustu stikluna úr kvikmyndinni um Aladdin.