Réttast að setja þjóðina alla á ketó Þórarinn Þórarinsson skrifar 13. mars 2019 16:00 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir fagnar fimmtíu ára afmæli sínu eftir mánuð og ætlar þá að vera tíu kílóum léttari en í fyrra. Helmingurinn af þeim er farinn og restin verður ekkert mál á ketó. Fréttablaðið/Anton Brink Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, ætlar að ná þremur markmiðum fyrir fimmtugt. Þar á meðal ætlar hún að léttast um tíu kíló og til þess að ná því örugglega ákvað hún að reyna ketó-lífsstílinn, sem hefur heltekið þjóðina undanfarið. „Ég verð fimmtug eftir mánuð og fyrir ári síðan ákvað ég að ná þremur markmiðum fyrir afmælið. Í fyrsta lagi ætlaði ég að safna hári. Það hefur tekist. Ég ætlaði líka að koma mér í form og það gengur ágætlega og síðan ætlaði ég að missa tíu kíló,“ segir Guðfinna Jóhanna. „Það hefur ekki alveg gengið þannig að þegar það voru átta vikur í afmælið ákvað ég að prófa bara þetta ketó. Það hlyti að virka.“ Og sú er raunin en á þremur ketó-vikum eru fimm kíló farin og enn eru fjórar vikur til stefnu. „Ég var með ákveðna fordóma gagnvart ketó vegna þess að ég leit bara á þetta eins og hvern annan megrunarkúr,“ segir Jóhanna Guðfinna sem er búin að vera á ketó í þrjár vikur og hefur heldur betur skipt um skoðun.Ekkert kjöt í áratugi „Ég sá líka bara beikon fyrir mér og þar sem ég hef ekki borðað kjöt í 33 ár fannst mér þetta ekki vera neitt fyrir mig en þetta hefur bara gengið rosalega vel og þetta er miklu einfaldara en ég hélt,“ segir Guðfinna og bætir við að stór kostur sé hversu saddur maður verði á ketó-mataræðinu. „Vegna þess að þetta er svo mikil fita sem ég borða, aðallega lax, osta, egg, majónes og rjóma.“ Kjöt er líklega undirstaðan í ketó hjá flestum en Guðfinna leggur sé slíkt ekki til munns og hefur ekki gert í rúma þrjá áratugi. „Ég borða alveg mjólkurvörur, fisk og egg en ekki kjöt og hef ekki gert það síðan ég var sextán ára. Þá var ég að vinna á hamborgarastað og fékk bara ógeð á kjöti fyrir lífstíð. Mig hefur aldrei langað í kjöt síðan þá. Þetta er samt svolítið einhæft sem ég er búin að vera að borða síðustu þrjár vikurnar þannig að ég þarf að fara að læra fleiri uppskriftir en ég tók þetta bara með því hugarfari að þetta ætti að vera skemmtilegt og að ég ætlaði að hafa gaman af þessu.“ Þjóðina á ketó! „Ég ákvað að ná þessum tíu kílóum af mér og að ég yrði á ketó þangað til. Svo getur bara vel verið að mér finnist þetta svo frábært að ég ákveði bara að halda þessu áfram,“ segir Guðfinna sem var fljót að laga sig að breyttum lífsstíl. „Fyrstu dagarnir fara í smá heilaþoku en svo verður maður bara rosalega orkumikill. Vegna þess að maður borðar miklu minna og þá líður manni miklu betur en þegar maður er einhvern veginn alltaf að hrúga í sig sykri, Snickers og einhverju þannig, allan daginn. Þetta er bara frábært. Það á bara að setja íslensku þjóðina, sem er orðin allt of þung, á ketó í nokkra mánuði,“ segir Guðfinna og hlær. Eins og víða sjást merki í samfélaginu breiðist ketó hratt út þannig að Svanur Guðmundsson, eiginmaður Guðfinnu Jóhönnu, er að sjálfsögðu komin á ketó með frúnni. „Jájá, hann er líka kominn á ketó og bara búinn að léttast helling en hann borðar auðvitað kjöt með þessu þannig að við erum kannski ekki alveg á sama fæðinu,“ segir Guðfinna sem stefnir á frekari ketó-tilraunir og þá um leið meiri fjölbreytni.Gaman í eldhúsinu Guðfinna hefur orðið vör við fleiri og ekki síður ánægjulegri aukaverkanir af ketóinu en það sem kom henni einna mest á óvart er að það er bara alls ekkert svo leiðinlegt að sýsla í eldhúsinu, elda, baka og prufa nýjar uppskriftir. „Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega mikið fyrir að vera í eldhúsinu og það kemur í rauninni á óvart að ég er búin að vera þar meira síðustu þrjár vikurnar en ég hef verið áður og það sem kemur mest á óvart er að það er bara ekkert svo leiðinlegt að elda og baka.“ Guðfinna segist áður aðeins hafa kunnað að gera tvær tegundir af kökum; Kornflexköku, sem hún lærði af Stundinni okkar sem krakki, og franska súkkulaðiköku sem hún lærði að baka fyrir tíu árum. Nú sé hún komin á kaf í alls konar ketóköku-tilraunir og styðjist bæði við íslensku ketó-bókina auk þess sem hún gúgli mikið í leit að spennandi uppskriftum. „Þetta hefur reyndar gengið misvel,“ segir Guðfinna en þegar hún fari eftir uppskriftum sé ekki yfir neinu að kvarta. Hvort hún muni bjóða upp á ketó-afmælistertu, tíu kílóum léttari, skal ósagt látið en takmarkinu mun hún ná. „Nú á ég mánuð eftir þangað til það kemur að fimmtugsafmælinu og það er ekki spurning að þessi tíu kíló verða farin. Ég tek þetta bara á lokametrunum. Það eru farin um fimm kíló þannig að þetta mun takast. Ég hef engar áhyggjur af því. Svo eru bara göngutúrar og ræktin með þessu.“ thorarinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, ætlar að ná þremur markmiðum fyrir fimmtugt. Þar á meðal ætlar hún að léttast um tíu kíló og til þess að ná því örugglega ákvað hún að reyna ketó-lífsstílinn, sem hefur heltekið þjóðina undanfarið. „Ég verð fimmtug eftir mánuð og fyrir ári síðan ákvað ég að ná þremur markmiðum fyrir afmælið. Í fyrsta lagi ætlaði ég að safna hári. Það hefur tekist. Ég ætlaði líka að koma mér í form og það gengur ágætlega og síðan ætlaði ég að missa tíu kíló,“ segir Guðfinna Jóhanna. „Það hefur ekki alveg gengið þannig að þegar það voru átta vikur í afmælið ákvað ég að prófa bara þetta ketó. Það hlyti að virka.“ Og sú er raunin en á þremur ketó-vikum eru fimm kíló farin og enn eru fjórar vikur til stefnu. „Ég var með ákveðna fordóma gagnvart ketó vegna þess að ég leit bara á þetta eins og hvern annan megrunarkúr,“ segir Jóhanna Guðfinna sem er búin að vera á ketó í þrjár vikur og hefur heldur betur skipt um skoðun.Ekkert kjöt í áratugi „Ég sá líka bara beikon fyrir mér og þar sem ég hef ekki borðað kjöt í 33 ár fannst mér þetta ekki vera neitt fyrir mig en þetta hefur bara gengið rosalega vel og þetta er miklu einfaldara en ég hélt,“ segir Guðfinna og bætir við að stór kostur sé hversu saddur maður verði á ketó-mataræðinu. „Vegna þess að þetta er svo mikil fita sem ég borða, aðallega lax, osta, egg, majónes og rjóma.“ Kjöt er líklega undirstaðan í ketó hjá flestum en Guðfinna leggur sé slíkt ekki til munns og hefur ekki gert í rúma þrjá áratugi. „Ég borða alveg mjólkurvörur, fisk og egg en ekki kjöt og hef ekki gert það síðan ég var sextán ára. Þá var ég að vinna á hamborgarastað og fékk bara ógeð á kjöti fyrir lífstíð. Mig hefur aldrei langað í kjöt síðan þá. Þetta er samt svolítið einhæft sem ég er búin að vera að borða síðustu þrjár vikurnar þannig að ég þarf að fara að læra fleiri uppskriftir en ég tók þetta bara með því hugarfari að þetta ætti að vera skemmtilegt og að ég ætlaði að hafa gaman af þessu.“ Þjóðina á ketó! „Ég ákvað að ná þessum tíu kílóum af mér og að ég yrði á ketó þangað til. Svo getur bara vel verið að mér finnist þetta svo frábært að ég ákveði bara að halda þessu áfram,“ segir Guðfinna sem var fljót að laga sig að breyttum lífsstíl. „Fyrstu dagarnir fara í smá heilaþoku en svo verður maður bara rosalega orkumikill. Vegna þess að maður borðar miklu minna og þá líður manni miklu betur en þegar maður er einhvern veginn alltaf að hrúga í sig sykri, Snickers og einhverju þannig, allan daginn. Þetta er bara frábært. Það á bara að setja íslensku þjóðina, sem er orðin allt of þung, á ketó í nokkra mánuði,“ segir Guðfinna og hlær. Eins og víða sjást merki í samfélaginu breiðist ketó hratt út þannig að Svanur Guðmundsson, eiginmaður Guðfinnu Jóhönnu, er að sjálfsögðu komin á ketó með frúnni. „Jájá, hann er líka kominn á ketó og bara búinn að léttast helling en hann borðar auðvitað kjöt með þessu þannig að við erum kannski ekki alveg á sama fæðinu,“ segir Guðfinna sem stefnir á frekari ketó-tilraunir og þá um leið meiri fjölbreytni.Gaman í eldhúsinu Guðfinna hefur orðið vör við fleiri og ekki síður ánægjulegri aukaverkanir af ketóinu en það sem kom henni einna mest á óvart er að það er bara alls ekkert svo leiðinlegt að sýsla í eldhúsinu, elda, baka og prufa nýjar uppskriftir. „Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega mikið fyrir að vera í eldhúsinu og það kemur í rauninni á óvart að ég er búin að vera þar meira síðustu þrjár vikurnar en ég hef verið áður og það sem kemur mest á óvart er að það er bara ekkert svo leiðinlegt að elda og baka.“ Guðfinna segist áður aðeins hafa kunnað að gera tvær tegundir af kökum; Kornflexköku, sem hún lærði af Stundinni okkar sem krakki, og franska súkkulaðiköku sem hún lærði að baka fyrir tíu árum. Nú sé hún komin á kaf í alls konar ketóköku-tilraunir og styðjist bæði við íslensku ketó-bókina auk þess sem hún gúgli mikið í leit að spennandi uppskriftum. „Þetta hefur reyndar gengið misvel,“ segir Guðfinna en þegar hún fari eftir uppskriftum sé ekki yfir neinu að kvarta. Hvort hún muni bjóða upp á ketó-afmælistertu, tíu kílóum léttari, skal ósagt látið en takmarkinu mun hún ná. „Nú á ég mánuð eftir þangað til það kemur að fimmtugsafmælinu og það er ekki spurning að þessi tíu kíló verða farin. Ég tek þetta bara á lokametrunum. Það eru farin um fimm kíló þannig að þetta mun takast. Ég hef engar áhyggjur af því. Svo eru bara göngutúrar og ræktin með þessu.“ thorarinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp