Fiskikóngurinn opnar sig: „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 20:49 Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði Evu Laufey sögu sína í Ísland í dag í kvöld. Kristján sagði frá því að hann hafi byrjað að vinna fjórtán ára gamall og þegar hann var 16 ára var hann orðinn það fljótur að flaka fisk að hann var með hærri laun en faðir sinn. Hann sagði einnig frá því þegar hann seldi fiskbúð sína og fluttist til Danmerkur. Þar endaði leit að góðum heitum potti með því að hann fór að selja heita Potta í Danmörku. Þegar Eva spurði Kristján út dóminn sagði hann erfitt að tala um það. Hann sagði málið hafa tekið gríðarlega á og enn eigi hann erfitt með að sætta sig við gjörðir sínar. Hann segir þetta ekki hafa verið skipulagt á sínum tíma. „Þegar þú ert byrjaður að neyta fíkniefna, þá tekur þetta völdin. Þetta fer í átt sem þú ræður ekki við. Þú gerir eitthvað sem þú ætlar ekki að gera og er ekki líkt sjálfum þér,“ sagði Kristján. Hann segist strax hafa leitað sér hjálpar og talað við sálfræðing sem hafi undirbúið hann fyrir fangavistina. „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur og njóta þess að vera í fangelsi. Læra af aðstæðunum. Kynnast fólkinu. Passa að fara ekki aftur á þessa braut. Koma út betri maður,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði Evu Laufey sögu sína í Ísland í dag í kvöld. Kristján sagði frá því að hann hafi byrjað að vinna fjórtán ára gamall og þegar hann var 16 ára var hann orðinn það fljótur að flaka fisk að hann var með hærri laun en faðir sinn. Hann sagði einnig frá því þegar hann seldi fiskbúð sína og fluttist til Danmerkur. Þar endaði leit að góðum heitum potti með því að hann fór að selja heita Potta í Danmörku. Þegar Eva spurði Kristján út dóminn sagði hann erfitt að tala um það. Hann sagði málið hafa tekið gríðarlega á og enn eigi hann erfitt með að sætta sig við gjörðir sínar. Hann segir þetta ekki hafa verið skipulagt á sínum tíma. „Þegar þú ert byrjaður að neyta fíkniefna, þá tekur þetta völdin. Þetta fer í átt sem þú ræður ekki við. Þú gerir eitthvað sem þú ætlar ekki að gera og er ekki líkt sjálfum þér,“ sagði Kristján. Hann segist strax hafa leitað sér hjálpar og talað við sálfræðing sem hafi undirbúið hann fyrir fangavistina. „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur og njóta þess að vera í fangelsi. Læra af aðstæðunum. Kynnast fólkinu. Passa að fara ekki aftur á þessa braut. Koma út betri maður,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira