Forystufólk flokksins líklegt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. mars 2019 06:15 Líklegast þykir að dómsmálin fari til forystu flokksins. Fréttablaðið/anton brink Af þeim sem líklegastir þykja til að fylla skarð Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu þykir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir líklegust. Verði sú raunin gæti Bjarni Benediktsson þurft að setja annan ráðherra í hennar stað í ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og kemur Haraldur Benediktsson þar sterklega til greina. Sú hugmynd hefur hins vegar einnig verið rædd að Þórdís víki ekki úr því ráðherraembætti sem hún gegnir heldur muni aðrir sitjandi ráðherrar létta undir með henni og taka jafnvel að sér einhverja þeirra málaflokka sem hún fer með en um nokkra stóra málaflokka er að ræða, til að mynda orkumálin, þar sem þriðji orkupakkinn er fyrirferðarmestur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka verið sterklega orðuð við dómsmálin, en þrátt fyrir ungan aldur þykir hún hafa staðið sig vel; bæði í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki sínu í Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Bjarni einnig ákveðið að taka dómsmálin sjálfur tímabundið á meðan mál eru að skýrast varðandi nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins. Hann er hins vegar sjálfur með þung mál á sinni könnu; ekki síst meðan kjaraviðræður eru ekki til lykta leiddar. Val Bjarna stendur því milli þess að gera fyrst bráðabirgðabreytingu á ráðherraliði sínu og bíða með varanlegri breytingu eða taka nýjan mann inn í ríkisstjórn. Margir eru um hituna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og ljóst að Bjarni getur ekki gert öllum til geðs. Þótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt áherslu á jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórninni, herma heimildir blaðsins að Bjarna hafi ekki verið settir neinir úrslitakostir í þeim efnum. Þótt Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, hafi komist þannig að orði á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar til að skapa vinnufrið um eftirmál dóms Mannréttindadómstólsins, er alls óvíst að hún eigi afturkvæmt í ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að henni hafi verið nauðugur þessi eini kostur vegna þrýstings frá ráðherrum og þingmönnum Vinstri grænna. Hafi hún átt þann kost að stíga til hliðar eða hætta á að fá á sig vantraust frá Alþingi. Sjálfstæðismönnum hafi verið gert ljóst að engu yrði að treysta um atkvæði þingflokks VG í atkvæðagreiðslu um vantraust. Töluverð andstaða mun einnig vera við endurkomu Sigríðar í ríkisstjórn fyrr en í fyrsta lagi að gengnum nýjum dómi frá Strassborg. Bið eftir honum getur tekið marga mánuði eða ár. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Af þeim sem líklegastir þykja til að fylla skarð Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu þykir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir líklegust. Verði sú raunin gæti Bjarni Benediktsson þurft að setja annan ráðherra í hennar stað í ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og kemur Haraldur Benediktsson þar sterklega til greina. Sú hugmynd hefur hins vegar einnig verið rædd að Þórdís víki ekki úr því ráðherraembætti sem hún gegnir heldur muni aðrir sitjandi ráðherrar létta undir með henni og taka jafnvel að sér einhverja þeirra málaflokka sem hún fer með en um nokkra stóra málaflokka er að ræða, til að mynda orkumálin, þar sem þriðji orkupakkinn er fyrirferðarmestur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka verið sterklega orðuð við dómsmálin, en þrátt fyrir ungan aldur þykir hún hafa staðið sig vel; bæði í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki sínu í Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Bjarni einnig ákveðið að taka dómsmálin sjálfur tímabundið á meðan mál eru að skýrast varðandi nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins. Hann er hins vegar sjálfur með þung mál á sinni könnu; ekki síst meðan kjaraviðræður eru ekki til lykta leiddar. Val Bjarna stendur því milli þess að gera fyrst bráðabirgðabreytingu á ráðherraliði sínu og bíða með varanlegri breytingu eða taka nýjan mann inn í ríkisstjórn. Margir eru um hituna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og ljóst að Bjarni getur ekki gert öllum til geðs. Þótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt áherslu á jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórninni, herma heimildir blaðsins að Bjarna hafi ekki verið settir neinir úrslitakostir í þeim efnum. Þótt Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, hafi komist þannig að orði á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar til að skapa vinnufrið um eftirmál dóms Mannréttindadómstólsins, er alls óvíst að hún eigi afturkvæmt í ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að henni hafi verið nauðugur þessi eini kostur vegna þrýstings frá ráðherrum og þingmönnum Vinstri grænna. Hafi hún átt þann kost að stíga til hliðar eða hætta á að fá á sig vantraust frá Alþingi. Sjálfstæðismönnum hafi verið gert ljóst að engu yrði að treysta um atkvæði þingflokks VG í atkvæðagreiðslu um vantraust. Töluverð andstaða mun einnig vera við endurkomu Sigríðar í ríkisstjórn fyrr en í fyrsta lagi að gengnum nýjum dómi frá Strassborg. Bið eftir honum getur tekið marga mánuði eða ár.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55