Tröllið Brynjar og grenjuskjóðan Björn Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. mars 2019 14:00 Þeir skiptast oft á skotum þannig að ætla mætti að litlir kærleikar væru með þeim en deilurnar rista ekki mjög djúpt. Facebook-hópurinn Bylt fylki telur rúmlega 3.500 manns sem sameina tvö áhugamál sín, kvikmyndir og íslenska tungu, með tillögum að þýðingum á kvikmyndatitlum. Slagorð hópsins segir allt sem segja þarf: „Þýðum allt sem kjafti kemur.“ Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sýnir þar oft tilþrif og hefur meðal annars tengt bíógrínið væringum sínum og Brynjars Níelssonar. Væringar þeirra hafa ítrekað ratað í fréttir þegar skotin ganga á milli úr ræðustól Alþingis og ekki síður á Facebook þar sem Brynjar hefur meðal annars amast við spurningagleði Björns og látið skóleysi hans fara í taugarnar á sér.Bíónördinn Björn Leví hefur grínast með væringar sínar og Brynjars Níelssonar með bíógríni í hinu Bylta fylki þar sem hann speglar Brynjar sem Trölla en sjálfan sig sem tárvotan Johnny Depp.Björn Leví hefur meðal annars nýtt sér þetta pólitíska orðaskak í bíógríni í Bylta fylkinu með tillögum að nýjum íslenskum titlum á kvikmyndirnar Grinch og Cry Baby. Grinch, eða Trölla sem stal jólunum, þekkja allir og Björn hitti í mark í hópnum þegar hann gaf bíómyndinni um þann fúla gaur einfaldlega nafnið „Brynjar“. Hann baktryggði sig síðan strax í kjölfarið með því að leggja til titilinn „Björn Leví“ á John Waters-myndina Cry Baby, Grenjuskjóðuna, með Johnny Depp. Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að tvennum sögum fari af því hversu sniðugur hann þyki en hann þykir nánast óumdeilt hafa hitt í mark með Trölla og Grenjuskjóðunni.„Ég hef reynt að taka þann pól í hæðina að finna einhvern titil sem lýsir myndunum frekar en að þýða beint,“ segir Björn Leví og nefnir nýlegt dæmi þar sem hann gaf myndinni As Good As It Gets með Jack Nicholson titilinn Hatari en hún fjallar um graman karlfausk sem hatast við allt og alla, sannkallaðan hatara. Hvað þá Brynjar varðar segir hann nokkuð gott á milli þeirra Trölla Níelssonar. „Brynjar er fínasti gaur sem hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég efaðist nú um að hann yrði óhress með þennan titil enda er hann í Félagi fúllyndra Sjálfstæðismanna,“ segir Björn Leví. „En hann er prinsippmaður og talar alveg fyrir óvinsælum skoðunum sem hann er bæði sammála en stundum helst til þess að verja vondan málstað sem er alveg virðingarvert enda alveg umræða sem má taka,“ segir grenjuskjóðan Björn Leví og minnir á að í lokin varð Trölli góður þannig að enn er von.Beinar þýðingar eru oftast dæmdar til þess að mistakast og Björn Leví fellur ekki í slíkar gildrur eins og þessi brandari hans sýnir og sannar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Facebook-hópurinn Bylt fylki telur rúmlega 3.500 manns sem sameina tvö áhugamál sín, kvikmyndir og íslenska tungu, með tillögum að þýðingum á kvikmyndatitlum. Slagorð hópsins segir allt sem segja þarf: „Þýðum allt sem kjafti kemur.“ Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sýnir þar oft tilþrif og hefur meðal annars tengt bíógrínið væringum sínum og Brynjars Níelssonar. Væringar þeirra hafa ítrekað ratað í fréttir þegar skotin ganga á milli úr ræðustól Alþingis og ekki síður á Facebook þar sem Brynjar hefur meðal annars amast við spurningagleði Björns og látið skóleysi hans fara í taugarnar á sér.Bíónördinn Björn Leví hefur grínast með væringar sínar og Brynjars Níelssonar með bíógríni í hinu Bylta fylki þar sem hann speglar Brynjar sem Trölla en sjálfan sig sem tárvotan Johnny Depp.Björn Leví hefur meðal annars nýtt sér þetta pólitíska orðaskak í bíógríni í Bylta fylkinu með tillögum að nýjum íslenskum titlum á kvikmyndirnar Grinch og Cry Baby. Grinch, eða Trölla sem stal jólunum, þekkja allir og Björn hitti í mark í hópnum þegar hann gaf bíómyndinni um þann fúla gaur einfaldlega nafnið „Brynjar“. Hann baktryggði sig síðan strax í kjölfarið með því að leggja til titilinn „Björn Leví“ á John Waters-myndina Cry Baby, Grenjuskjóðuna, með Johnny Depp. Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að tvennum sögum fari af því hversu sniðugur hann þyki en hann þykir nánast óumdeilt hafa hitt í mark með Trölla og Grenjuskjóðunni.„Ég hef reynt að taka þann pól í hæðina að finna einhvern titil sem lýsir myndunum frekar en að þýða beint,“ segir Björn Leví og nefnir nýlegt dæmi þar sem hann gaf myndinni As Good As It Gets með Jack Nicholson titilinn Hatari en hún fjallar um graman karlfausk sem hatast við allt og alla, sannkallaðan hatara. Hvað þá Brynjar varðar segir hann nokkuð gott á milli þeirra Trölla Níelssonar. „Brynjar er fínasti gaur sem hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég efaðist nú um að hann yrði óhress með þennan titil enda er hann í Félagi fúllyndra Sjálfstæðismanna,“ segir Björn Leví. „En hann er prinsippmaður og talar alveg fyrir óvinsælum skoðunum sem hann er bæði sammála en stundum helst til þess að verja vondan málstað sem er alveg virðingarvert enda alveg umræða sem má taka,“ segir grenjuskjóðan Björn Leví og minnir á að í lokin varð Trölli góður þannig að enn er von.Beinar þýðingar eru oftast dæmdar til þess að mistakast og Björn Leví fellur ekki í slíkar gildrur eins og þessi brandari hans sýnir og sannar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira