Besta sem hann hefur séð til Liverpool á síðastliðnu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 10:00 Sadio Mane skorar fyrra mark sitt í gær á stórglæsilegan hátt. Getty/Craig Mercer Knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, sem þekkir mjög vel til hjá Liverpool, var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins á móti Bayern München á Allianz Arena í München í gær. Mark Lawrenson vann þrettán titla með Liverpool á níunda áratugnum þar á meðal Evrópukeppni meistaraliða árið 1984 og enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann hefur unnið fyrir BBC undanfarin ár. Lawrenson fór yfir leik Liverpool í gærkvöldi en enska liðið vann þá 3-1 útisigur á Bayern München og tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.“The best I have seen them play in the past year.” Mark Lawrenson’s thoughts on Liverpool’s Champions League winhttps://t.co/6JPPGzEFBWpic.twitter.com/iYGpoqixpA — BBC Sport (@BBCSport) March 14, 2019„Frammistaða Liverpool liðsins í seinni hálfleiknum í München var sú besta sem ég hef séð til liðsins á síðastliðnu ári og þá tel ég með sigurleikina sem komu Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra,“ segir Mark Lawrenson í pistli sínum. „Jurgen Klopp var með réttu taktíkina og Liverpool liðið gerði allt sem það þurfti að gera þessar 45 mínútur. Í stöðunni 1-1 í hálfleik var allt í jafnvægi ennþá. Ég hafði smá áhyggjur af Bayern væri að komast betur inn í leikinn rétt fyrir hálfleik en Klopp þétti vörnina í hálfleik og liðið ógnaði líka meira á hinum enda vallarins,“ skrifaði Lawrenson. „Virgil van Dijk var með enn eina klassaframmistöðuna og skoraði síðan þetta mikilvæga annað mark líka. Það var enginn að fara að stoppa hann þegar réðist á hornspyrnu James Milner. Sadio Mane var líka frábær í framlínunni en hann var ekki sá eini,“ skrifaði Lawrenson. „Mikið hefur verið fjallað um form Liverpool liðsins að undanförnu og þeir voru bara venjulegir á Old Trafford og Goodison Park. Í þessum leik sýndu þeir aftur á móti hversu erfiðir þeir eru við að eiga,“ skrifaði Lawrenson. „Þetta var stórkostleg frammistaða en um leið allt öðru vísi en sóknarveislan sem liðið bauð upp á síðasta tímabili. Þá þurfti Liverpool að skora nóg af mörkum af því þeir voru veikir fyrir í vörninni,“ sagði Lawrenson og bætti við: „Frammistaða liðsins á miðvikudagskvöldið var meira í takt við þá sem bestu liðin í álfunni sýna. Þá á ég við hvernig þeir tóku öll völd í leik á móti erfiðum mótherja og komust þægilega áfram.,“ skrifaði Lawrenson. Það má lesa allan pistil Mark Lawrenson með því að smella hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07 Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00 Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, sem þekkir mjög vel til hjá Liverpool, var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins á móti Bayern München á Allianz Arena í München í gær. Mark Lawrenson vann þrettán titla með Liverpool á níunda áratugnum þar á meðal Evrópukeppni meistaraliða árið 1984 og enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann hefur unnið fyrir BBC undanfarin ár. Lawrenson fór yfir leik Liverpool í gærkvöldi en enska liðið vann þá 3-1 útisigur á Bayern München og tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.“The best I have seen them play in the past year.” Mark Lawrenson’s thoughts on Liverpool’s Champions League winhttps://t.co/6JPPGzEFBWpic.twitter.com/iYGpoqixpA — BBC Sport (@BBCSport) March 14, 2019„Frammistaða Liverpool liðsins í seinni hálfleiknum í München var sú besta sem ég hef séð til liðsins á síðastliðnu ári og þá tel ég með sigurleikina sem komu Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra,“ segir Mark Lawrenson í pistli sínum. „Jurgen Klopp var með réttu taktíkina og Liverpool liðið gerði allt sem það þurfti að gera þessar 45 mínútur. Í stöðunni 1-1 í hálfleik var allt í jafnvægi ennþá. Ég hafði smá áhyggjur af Bayern væri að komast betur inn í leikinn rétt fyrir hálfleik en Klopp þétti vörnina í hálfleik og liðið ógnaði líka meira á hinum enda vallarins,“ skrifaði Lawrenson. „Virgil van Dijk var með enn eina klassaframmistöðuna og skoraði síðan þetta mikilvæga annað mark líka. Það var enginn að fara að stoppa hann þegar réðist á hornspyrnu James Milner. Sadio Mane var líka frábær í framlínunni en hann var ekki sá eini,“ skrifaði Lawrenson. „Mikið hefur verið fjallað um form Liverpool liðsins að undanförnu og þeir voru bara venjulegir á Old Trafford og Goodison Park. Í þessum leik sýndu þeir aftur á móti hversu erfiðir þeir eru við að eiga,“ skrifaði Lawrenson. „Þetta var stórkostleg frammistaða en um leið allt öðru vísi en sóknarveislan sem liðið bauð upp á síðasta tímabili. Þá þurfti Liverpool að skora nóg af mörkum af því þeir voru veikir fyrir í vörninni,“ sagði Lawrenson og bætti við: „Frammistaða liðsins á miðvikudagskvöldið var meira í takt við þá sem bestu liðin í álfunni sýna. Þá á ég við hvernig þeir tóku öll völd í leik á móti erfiðum mótherja og komust þægilega áfram.,“ skrifaði Lawrenson. Það má lesa allan pistil Mark Lawrenson með því að smella hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07 Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00 Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07
Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00
Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30