Sterk Southampton áhrif í tveimur flottum útisigrum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 14. mars 2019 15:30 Sadio Mane fagnar öðru af mörkum sínum í gær. Getty/Chris Brunskill Southampton er ekki beint lið sem þú tengir við Meistaradeildina enda lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana. Menn eru samt að tala um Southampton eftir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ástæðan er frábær frammistaða leikmanna sem voru einu sinni í herbúðum enska félagsins. Tveir af athyglisverðustu sigrum sextán liða úrslitanna voru 4-1 sigur Ajax á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Madrid og 3-1 sigur Liverpool á Bayern München á Allianz Arena í München. Í báðum þessum leikjum voru fyrrum leikmenn Southampton liðsins í aðalhlutverki.Saints alumni in the #UCL round of 16 second leg matches: vs. Real Madrid at the Bernabéu Dusan Tadić Dusan Tadić Dusan Tadić vs. Bayern at the Allianz Arena Sadio Mané Van Dijk Van Dijk Sadio Mané Cheers, @SouthamptonFC. pic.twitter.com/GD3SQeqE2z — Squawka Football (@Squawka) March 13, 2019Serbinn Dusan Tadic lék í fjögur ár með Southampton frá 2014 til 2018. Hollenska félagið Ajax keypti hann frá Southampton í júní síðastliðnum. Tadic átti stórkostlegan leik á Bernabéu þar sem Ajax kom flestum á óvart með sannfærandi sigri á þreföldum Evrópumeisturum. Tadic skoraði eitt mark sjálfur og átti einnig tvær stoðsendingar. Fyrrum leikmenn Southampton voru líka í aðalhlutverki í 3-1 sigri Liverpool á Bayern München í gærkvöldi. Þar voru á ferðinni þeir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Sadio Mané skoraði tvö mörk í leiknum þar af það fyrra eftir stoðsendingu frá Virgil van Dijk. Van Dijk skoraði síðan mjög mikilvægt mark sjálfur þegar hann kom Liverpool í 2-1 í seinni hálfleiknum. Liverpool keypti Sadio Mané frá Southampton í júní 2016 en Senegalinn hafði leikið með Southampton í tvö tímabil. Liverpool keypti Virgil van Dijk í janúar 2018 en miðvörðurinn öflugi spilaði með Southampton frá 2015 til 2017. Kaupin á Sadio Mané og Virgil van Dijk eru bæði í hópi þeirra bestu hjá félaginu undanfarin ár. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Southampton er ekki beint lið sem þú tengir við Meistaradeildina enda lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana. Menn eru samt að tala um Southampton eftir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ástæðan er frábær frammistaða leikmanna sem voru einu sinni í herbúðum enska félagsins. Tveir af athyglisverðustu sigrum sextán liða úrslitanna voru 4-1 sigur Ajax á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Madrid og 3-1 sigur Liverpool á Bayern München á Allianz Arena í München. Í báðum þessum leikjum voru fyrrum leikmenn Southampton liðsins í aðalhlutverki.Saints alumni in the #UCL round of 16 second leg matches: vs. Real Madrid at the Bernabéu Dusan Tadić Dusan Tadić Dusan Tadić vs. Bayern at the Allianz Arena Sadio Mané Van Dijk Van Dijk Sadio Mané Cheers, @SouthamptonFC. pic.twitter.com/GD3SQeqE2z — Squawka Football (@Squawka) March 13, 2019Serbinn Dusan Tadic lék í fjögur ár með Southampton frá 2014 til 2018. Hollenska félagið Ajax keypti hann frá Southampton í júní síðastliðnum. Tadic átti stórkostlegan leik á Bernabéu þar sem Ajax kom flestum á óvart með sannfærandi sigri á þreföldum Evrópumeisturum. Tadic skoraði eitt mark sjálfur og átti einnig tvær stoðsendingar. Fyrrum leikmenn Southampton voru líka í aðalhlutverki í 3-1 sigri Liverpool á Bayern München í gærkvöldi. Þar voru á ferðinni þeir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Sadio Mané skoraði tvö mörk í leiknum þar af það fyrra eftir stoðsendingu frá Virgil van Dijk. Van Dijk skoraði síðan mjög mikilvægt mark sjálfur þegar hann kom Liverpool í 2-1 í seinni hálfleiknum. Liverpool keypti Sadio Mané frá Southampton í júní 2016 en Senegalinn hafði leikið með Southampton í tvö tímabil. Liverpool keypti Virgil van Dijk í janúar 2018 en miðvörðurinn öflugi spilaði með Southampton frá 2015 til 2017. Kaupin á Sadio Mané og Virgil van Dijk eru bæði í hópi þeirra bestu hjá félaginu undanfarin ár.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira