Erlent

Bein útsending: Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Soyuz eldflaugin á skotpallinum í Baikonour í Kasakstan.
Soyuz eldflaugin á skotpallinum í Baikonour í Kasakstan. Vísir/NASA
Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel.



Geimförunum Christina Koch frá Bandaríkjunum, Alexey Ovchinin frá Rússlandi og Nick Hague frá Bandaríkjunum verður skotið á loft til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Þeim verður skotið á loft frá Baikonour í Kasakstan klukkan 19:15 og verður notast við hina rússnesku Soyuz eldflaug.

Þeim Ovchinin og Hague var skotið á loft frá Baikonour í október en það geimskot misheppnaðist og þurftu þeir að framkvæma neyðarlendingu úr 35 kílómetra hæð. Ovchinin er nú á leið í geiminn í þriðja sinn.

Fylgjast má með geimskotinu hér að neðan.

Nú eru þau Anne McClain frá Bandaríkjunum, Oleg Kononenko frá Rússlandi og David Saint-Jacques frá Kanada. Eftir að nýju geimförunum þremur verður skotið á loft mun það taka þau um sex klukkustundir að ferðast til geimstöðvarinnar og tveimur tímum eftir það verður þeim hleypt um borð.

Til stendur að framkvæma tvær geimgöngur í mánuðinum. Seinni gangan fer fram þann 29. mars og verður það í fyrsta sinn sem tvær konur fara saman í geimgöngu. Það verða þær Anne McClain og Christina Koch.

Christina Koch frá Bandaríkjunum, Alexey Ovchinin frá Rússlandi og Nick Hague frá Bandaríkjunum.Vísir/NASA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×