Sport

Gunnar fékk betri móttökur en heimamaðurinn Edwards | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Gunnar og Edwards í O2 Arena í kvöld.
Gunnar og Edwards í O2 Arena í kvöld. vísir/getty
Það var mjög skrýtið að fylgjast með vigtun fyrir UFC Í London með áhorfendur í O2 Arena í kvöld og heyra Íslending fá betri móttökur en Englending.

Það er akkúrat það sem gerðist er Gunnar Nelson og Leon Edwards horfðust í augu í síðasta sinn fyrir bardagann á morgun. Þó svo raunverulega vigtunin hafi farið fram um morguninn heldur UFC áfram að vera með platvigtun fyrir áhorfendur um kvöldið. Skiljanlega þar sem því fylgir ákveðin stemning.





Gunnar fékk frábærar móttökur er hann gekk í salinn en það voru frekar fáir sem fögnuðu Edwards almennilega. Mjög skrýtið og ljóst að hann er ekkert sérstaklega vinsæll í heimalandinu. Gunnar gæti eftir allt saman verið á heimavelli á morgun enda von á ótrúlegum fjölda Íslendinga í höllina.

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London á morgun. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.

MMA

Tengdar fréttir

Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður

Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×