Sport

Kavanagh: Líður ömurlega

Dagur Lárusson skrifar
Leon Edwards fagnar.
Leon Edwards fagnar. vísir/getty
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær.

 

Það var vitað fyrir bardagann að það yrði tæpt hvort að Kavanagh myndi ná í tæka tíð og nokkrum tímum fyrir var það ljóst að hann myndi ekki komast. Gunnar keppti því við Leon Edwards án þjálfara síns en flestir ættu að vita hvernig sá bardagi fór.

 

Kavanagh var mættur á Twitter fljótlega eftir bardagann til að tala um málið og tap Gunnars.

 

„Mér líður ömurlega yfir því að hafa ekki verið til staðar fyrir Gunnar í kvöld, seinkunin í Hong Kong drap þetta,“ byrjaði Kavanagh á að segja.

 

„En til hamingju Leon, ég veit að Gunnar var í frábæru formi og náði góðri stöðu strax í fyrstu lotu. Þessi kappi er alvöru bardagamaður, það er ljóst.“

 

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson: Þetta er glatað

Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×