Innlent

Alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand

Andri Eysteinsson skrifar
Búið er að opna Suðurlandsveg að nýju eftir að bílvelta varð á veginum milli Sólheimajökulsvegar og Skógarfoss. Lögregla vinnur nú að því að ljúka störfum á vettvangi.

Fjögur voru flutt á Borgarspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar, samkvæmt heimildum fréttastofu var þar á meðal þriggja ára gamalt barn. Ekki er ljóst hver meiðsli hinna slösuðu eru.



Fréttin hefur verið uppfærð, upphaflegu fréttina má lesa hér að neðan.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar vegna alvarlegrar bílveltu sem varð um miðja vegu milli Sólheimajökulsvegar og Skógarfoss.

Vinna stendur yfir á vettvangi og hefur þeim kafla Suðurlandsvegar nú verið lokað. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er um að ræða bílveltu með fjórum farþegum innanborðs, ekki er vitað um stig meiðsla en um er að ræða bæði fullorðna einstaklinga og barn.

Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, Ásgeir Erlendsson, staðfestir í samtali við Vísi að tilkynning hafi borist rétt um klukkan 10 í morgun og þyrlan hafi verið kölluð út.

Fréttin var uppfærð 10:42 og 11:49






Fleiri fréttir

Sjá meira


×