Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna líkamsárásar í heimahúsi í Reykjanesbæ á fimmta tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjórans hjá lögreglunni á Suðurnesjum átti sér stað á milli fjölskyldumeðlima en árásaraðilinn var handtekinn og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur á sjúkrahús.
Varðstjórinn segir fórnarlamb árásarinnar ekki lífshættulega slasað.
Vildi lögreglan að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málsatvik að svo stöddu.
Sérsveitin kölluð út vegna líkamsárásar í Reykjanesbæ
Birgir Olgeirsson skrifar
