Rekstur lögreglubílaflotans í ólestri og sligi sum embættin Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 07:15 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Mikillar óánægju gætir hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Bílamiðstöðin hefur verið starfrækt hjá embættinu frá aldamótum og hafði það að markmiði að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiði fyrir bílana hafi hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bílamiðstöðvarinnar frá lögregluembættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði. Rekstur bílaflotans er nú til skoðunar hjá starfshópi sem ríkislögreglustjóri hefur sett saman. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri að vinnunni sé ekki lokið og úttekt ekki fyrirliggjandi. Stefnt sé að því að vinnunni ljúki á vormánuðum. Í starfshópnum sitja yfirlögregluþjónar af landinu öllu undir formennsku fulltrúa ríkislögreglustjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur fyrir úttekt á rekstri Bílamiðstöðvarinnar sem sýnir að málin eru í algerum ólestri. Með úttektinni fylgir tillaga að framtíðarfyrirkomulagi og hefur hún verið kynnt fyrir lögreglustjórum allra lögregluumdæma. Aðeins yfirlögregluþjónar og lögreglustjórar hafa úttektina undir höndum og halda henni þétt að sér. Málið er sagt á viðkvæmu stigi og ljóst er að nokkur titringur er innan lögreglunnar vegna málsins. Heimildarmenn blaðsins segja fullvíst að rekstri Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra verði hætt. Finna verði nýtt fyrirkomulag fyrir reksturinn, enda sé orðið ódýrara fyrir lögregluembættin að vera á bílaleigubílum en eigin bílum. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á Bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll og hefur til dæmis haft þau áhrif sumstaðar að hámark hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla – slíkt hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Þá herma heimildir blaðsins að rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé ekki aðgreindur frá öðrum rekstri ríkislögreglustjóra og því ekki hlaupið að því að fá skýra yfirsýn yfir reksturinn. Mun óánægja lögreglustjóra og yfirlögregluþjóna um landið lúta annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum sé ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna og hins vegar gangi seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra og embættin þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Mikillar óánægju gætir hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Bílamiðstöðin hefur verið starfrækt hjá embættinu frá aldamótum og hafði það að markmiði að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiði fyrir bílana hafi hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bílamiðstöðvarinnar frá lögregluembættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði. Rekstur bílaflotans er nú til skoðunar hjá starfshópi sem ríkislögreglustjóri hefur sett saman. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri að vinnunni sé ekki lokið og úttekt ekki fyrirliggjandi. Stefnt sé að því að vinnunni ljúki á vormánuðum. Í starfshópnum sitja yfirlögregluþjónar af landinu öllu undir formennsku fulltrúa ríkislögreglustjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur fyrir úttekt á rekstri Bílamiðstöðvarinnar sem sýnir að málin eru í algerum ólestri. Með úttektinni fylgir tillaga að framtíðarfyrirkomulagi og hefur hún verið kynnt fyrir lögreglustjórum allra lögregluumdæma. Aðeins yfirlögregluþjónar og lögreglustjórar hafa úttektina undir höndum og halda henni þétt að sér. Málið er sagt á viðkvæmu stigi og ljóst er að nokkur titringur er innan lögreglunnar vegna málsins. Heimildarmenn blaðsins segja fullvíst að rekstri Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra verði hætt. Finna verði nýtt fyrirkomulag fyrir reksturinn, enda sé orðið ódýrara fyrir lögregluembættin að vera á bílaleigubílum en eigin bílum. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á Bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll og hefur til dæmis haft þau áhrif sumstaðar að hámark hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla – slíkt hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Þá herma heimildir blaðsins að rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé ekki aðgreindur frá öðrum rekstri ríkislögreglustjóra og því ekki hlaupið að því að fá skýra yfirsýn yfir reksturinn. Mun óánægja lögreglustjóra og yfirlögregluþjóna um landið lúta annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum sé ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna og hins vegar gangi seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra og embættin þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent