KKÍ herðir viðurlög um vanskil: „Öðrum félögum fannst það ósanngjarnt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. mars 2019 20:30 Ekki er lengur í boði að félög innan KKÍ safni skuldum hjá sambandinu. 53. körfuknattleiksþingið fór fram um helgina og var ein niðurstaða þingsins að KKÍ herði á félögin þegar kemur að greiðslum til sambandsins. Margt og mikið var rætt um helgina og tillögur félaganna teknar fyrir. Þó bar hæst fjárhagsáætlun næsta árs og fjárhagur sambandsins eins og hann er í dag en barist hefur verið í bagga síðustu ár. Um helgina var ein af niðurstöðunum sú að herða ætti viðurlög við þeirra félaga sem skulda sambandinu pening. „Sum félög skulda sambandinu töluverðar upphæðir á milli ára og öðrum félögum finnst það ósanngjarnt. Þingfulltrúarnir á þinginu unnu þessa vinnu í kringum fjárhagsáætlunina fyrir þingið og það var ákveðið að herða þessi viðurlög,“ sagði formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson. „Það er til í lögum KKÍ að stjórnin getur dæmt leiki tapaða, vísað liðum úr móti sem skulda sambandinu. Önnur félögunum sem standa alltaf í skilum fannst þetta ósanngjarnt gagnvart þeim þannig að þetta var tilllaga frá fulltrúunum á þinginu.“ „Hún var samþykkt og ég held að það sé gott að þetta sé komið í regluverkið. Þarna höfum við sem stjórn þá tæki og tól til þess að vinna með,“ sagði Hannes. Nýr heimavöllur var einnig til umræðu en Laugardalshöllin uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru á körfuknattleikssamböndin í Evrópu. Nú þarf að spýta í, segir Hannes. „Það má segja að þessi vinna hafi verið of kurteis á undanförnum árum. Nú þurfum við að fara í þetta mót af fullum þunga. Það ræddi þingið. ÍSÍ er klárlega til í að koma í þá vinnu og það er ÍSÍ þing í byrjun maí. Ég vona að það þing taki vel á þessum málum.“ Viðtalið við Hannes í heild sinni má sjá hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Ekki er lengur í boði að félög innan KKÍ safni skuldum hjá sambandinu. 53. körfuknattleiksþingið fór fram um helgina og var ein niðurstaða þingsins að KKÍ herði á félögin þegar kemur að greiðslum til sambandsins. Margt og mikið var rætt um helgina og tillögur félaganna teknar fyrir. Þó bar hæst fjárhagsáætlun næsta árs og fjárhagur sambandsins eins og hann er í dag en barist hefur verið í bagga síðustu ár. Um helgina var ein af niðurstöðunum sú að herða ætti viðurlög við þeirra félaga sem skulda sambandinu pening. „Sum félög skulda sambandinu töluverðar upphæðir á milli ára og öðrum félögum finnst það ósanngjarnt. Þingfulltrúarnir á þinginu unnu þessa vinnu í kringum fjárhagsáætlunina fyrir þingið og það var ákveðið að herða þessi viðurlög,“ sagði formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson. „Það er til í lögum KKÍ að stjórnin getur dæmt leiki tapaða, vísað liðum úr móti sem skulda sambandinu. Önnur félögunum sem standa alltaf í skilum fannst þetta ósanngjarnt gagnvart þeim þannig að þetta var tilllaga frá fulltrúunum á þinginu.“ „Hún var samþykkt og ég held að það sé gott að þetta sé komið í regluverkið. Þarna höfum við sem stjórn þá tæki og tól til þess að vinna með,“ sagði Hannes. Nýr heimavöllur var einnig til umræðu en Laugardalshöllin uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru á körfuknattleikssamböndin í Evrópu. Nú þarf að spýta í, segir Hannes. „Það má segja að þessi vinna hafi verið of kurteis á undanförnum árum. Nú þurfum við að fara í þetta mót af fullum þunga. Það ræddi þingið. ÍSÍ er klárlega til í að koma í þá vinnu og það er ÍSÍ þing í byrjun maí. Ég vona að það þing taki vel á þessum málum.“ Viðtalið við Hannes í heild sinni má sjá hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira